Öflugt opinbert heilbrigðiskerfi Katrín Jakobsdóttir skrifar 1. apríl 2007 05:00 Það hljóta að teljast athyglisverð tíðindi að 81% landsmanna vilji að sjúkrahúsin séu fyrst og fremst rekin af hinu opinbera og að rúm 76% séu sama sinnis um rekstur heilsugæslustöðva. Ég kalla þau athyglisverð vegna þess að undanfarin 16 ár hefur hér setið hægristjórn undir Sjálfstæðisflokks, fyrst með þátttöku Alþýðuflokksins og síðar Framsóknarflokks. Hægristjórnin sem hér hefur ríkt hefur nefnilega verið ötull talsmaður einkavæðingar og einkarekstrar og hvatt til einkaframtaks á sem flestum sviðum. Fjölmargar ríkisstofnanir hafa verið seldar undanfarin tíu ár og margs konar lög sett til að greiða fyrir einkavæðingu, hvort sem er á raforku eða vatni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa leynt og ljóst talað fyrir auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Því miður hafa fulltrúar úr ýmsum flokkum tekið undir málflutning þeirra um markaðsvæðingu heilbrigðiskerfisins. Því miður segi ég, vegna þess að í heilbrigðiskerfinu eiga markaðslögmálin ekki að gilda. Heilbrigðiskerfið á ekki að skila hagnaði — og það á ekki að kosta sjúklinga að vera veikir. Á Sigga frænka kannski að borga fyrir fótbrotið svo það verði ekki tap á því? Það er engu líkara en það sé ætlun núverandi ríkisstjórnar sem hefur smurt ofan á komugjöld í öllu heilbrigðiskerfinu og orðið tíðrætt um aukinn einkarekstur. Allt leiðir í eina átt — er einhver búinn að gleyma nefndinni sem starfaði undir forystu Jónínu Bjartmarz og skilaði þeirri niðurstöðu að þeir sem hefðu efni á því ættu að „fá“ að borga fyrir að fara fram fyrir í röðinni? Þetta átti ekkert að bitna á neinum — þeir ríku áttu „aðeins“ að fá betri þjónustu en hinir sem ekki hefðu efni á slíku. En nú er sem sagt komið í ljós í áðurnefndri könnun sem ber yfirskriftin Heilbrigði og aðstæður Íslendinga að fjórir af hverjum fimm Íslendingum eru sammála okkur Vinstri-grænum um að öflugt opinbert heilbrigðiskerfi er ein af grunnstoðum velferðarkerfisins. Þessi stoð hefur nú verið nöguð að utan af stjórnarflokkunum með því að fjarlægja ýmsa þræði — eins og skólatannlækningar barna — og nauðsynlegar umbætur eins og að niðurgreiða sálfræðiþjónustu hafa ekki verið gerðar. Þess vegna er svo mikilvægt að mynda nýja ríkisstjórn í vor — sem starfar samkvæmt meirihlutavilja og stendur vörð um heilbrigðiskerfið.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Það hljóta að teljast athyglisverð tíðindi að 81% landsmanna vilji að sjúkrahúsin séu fyrst og fremst rekin af hinu opinbera og að rúm 76% séu sama sinnis um rekstur heilsugæslustöðva. Ég kalla þau athyglisverð vegna þess að undanfarin 16 ár hefur hér setið hægristjórn undir Sjálfstæðisflokks, fyrst með þátttöku Alþýðuflokksins og síðar Framsóknarflokks. Hægristjórnin sem hér hefur ríkt hefur nefnilega verið ötull talsmaður einkavæðingar og einkarekstrar og hvatt til einkaframtaks á sem flestum sviðum. Fjölmargar ríkisstofnanir hafa verið seldar undanfarin tíu ár og margs konar lög sett til að greiða fyrir einkavæðingu, hvort sem er á raforku eða vatni. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks hafa leynt og ljóst talað fyrir auknum einkarekstri í heilbrigðiskerfinu. Því miður hafa fulltrúar úr ýmsum flokkum tekið undir málflutning þeirra um markaðsvæðingu heilbrigðiskerfisins. Því miður segi ég, vegna þess að í heilbrigðiskerfinu eiga markaðslögmálin ekki að gilda. Heilbrigðiskerfið á ekki að skila hagnaði — og það á ekki að kosta sjúklinga að vera veikir. Á Sigga frænka kannski að borga fyrir fótbrotið svo það verði ekki tap á því? Það er engu líkara en það sé ætlun núverandi ríkisstjórnar sem hefur smurt ofan á komugjöld í öllu heilbrigðiskerfinu og orðið tíðrætt um aukinn einkarekstur. Allt leiðir í eina átt — er einhver búinn að gleyma nefndinni sem starfaði undir forystu Jónínu Bjartmarz og skilaði þeirri niðurstöðu að þeir sem hefðu efni á því ættu að „fá“ að borga fyrir að fara fram fyrir í röðinni? Þetta átti ekkert að bitna á neinum — þeir ríku áttu „aðeins“ að fá betri þjónustu en hinir sem ekki hefðu efni á slíku. En nú er sem sagt komið í ljós í áðurnefndri könnun sem ber yfirskriftin Heilbrigði og aðstæður Íslendinga að fjórir af hverjum fimm Íslendingum eru sammála okkur Vinstri-grænum um að öflugt opinbert heilbrigðiskerfi er ein af grunnstoðum velferðarkerfisins. Þessi stoð hefur nú verið nöguð að utan af stjórnarflokkunum með því að fjarlægja ýmsa þræði — eins og skólatannlækningar barna — og nauðsynlegar umbætur eins og að niðurgreiða sálfræðiþjónustu hafa ekki verið gerðar. Þess vegna er svo mikilvægt að mynda nýja ríkisstjórn í vor — sem starfar samkvæmt meirihlutavilja og stendur vörð um heilbrigðiskerfið.Höfundur er varaformaður Vinstri grænna.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun