Fyrstu skref að sameiningu Íslands og Færeyja hafa verið stigin að sögn félaga í tríóinu TRISFO.
Aðalhvatamaður að stofnun tríósins er færeyski kontrabassaleikarinn Edvard Nyholm Debess, en auk hans skipa tríóið Íslendingarnir Kjartan Valdemarsson á píanó og Sigurður Flosason á saxó-fóna. Tríóið hefur starfað um fjögurra ára skeið en heldur útgáfutónleika í Norræna húsinu á morgun kl. 20 og leikur þá tónlist af nýjum diski, The North Atlantic Empire en þar er að finna tónlist eftir alla meðlimi tríóins, auk frjáls spuna.