Mesta stressið búið 31. mars 2007 08:15 Þau eru afar ánægð með að halda sameiginlega fermingarveislu, frændsystkinin Tryggvi Másson, Una Hrefna Pálsdóttir og Kristófer Másson. mynd: Hörður Ellert ólafsson Frændsystkinin Una Hrefna Pálsdóttir og Tryggvi og Kristófer Mássynir fermast á pálmasunnudag. Þau ætla að halda sameiginlega fermingarveislu. Þótt þau fermist ekki öll í sömu kirkju ákváðu frændsystkinin Una Hrefna, Kristófer og Tryggvi að halda sameiginlega fermingarveislu. „Ég veit ekki alveg hver átti hugmyndina," segir Una Hrefna. „Ætli það hafi ekki verið sameiginleg ákvörðun okkar og foreldra okkar." Mikið umstang einkennir alla jafna undirbúning fermingarveislna, sérstaklega þegar veislan er þreföld. Þetta vita krakkarnir og segjast þau því dugleg að hjálpa til. Af svipbrigðum og augngotum foreldra þeirra að dæma er sá stuðningur aðallega andlegs eðlis á meðan veraldleg framkvæmd fellur í skaut þeirra fullorðnu. Fermingardagurinn er þéttskipulagður, sérstaklega hjá Unu Hrefnu. „Ég fer í hárgreiðslu um morguninn og svo þarf ég líka að fara í fermingarveislu hjá vinkonu minni," segir Una Hrefna. Tryggvi og Kristófer ætla líka í veislur hjá sínum vinum en þeir eru að eigin sögn sem betur fer lausir við hárgreiðsluna. „Margir segja að strákar séu óheppnir því þeir geta ekki haft hárið sérstakt og að fötin séu alltaf einhver jakkaföt, bara í mismunandi litum," segir Kristófer. „Við erum hins vegar rosa fegnir að losna við allt þetta vesen." Tryggvi, Krisófer og Una Hrefna eru ekki stressuð fyrir fermingarathöfnina, enda lítið sem getur farið úrskeiðis. „Það eru alltaf einhverjir sem eru hræddir við að stíga á kyrtilinn eða að það líði yfir þá en við erum ekkert hrædd við það. Það gerist örugglega ekki," segir Una Hrefna. „Mesta stressinu lauk þegar við fórum í munnlegt fermingarpróf en við náðum öll." Þá bætir Tryggvi við að ekki hafi allir í fermingarfræðslunni náð. „Ég er mjög feginn að vera búinn en ég vildi sko ekki vera einn af þeim sem þarf að taka prófið aftur." Frændsystkinin eru mjög ánægð með að halda veisluna saman, sérstaklega bræðurnir sem vilja ekki hafa neinn annan hátt á. „Það er svo leiðinlegt ef annar er á undan hinum," segir Tryggvi og horfir glottandi á bróður sinn. „Ég þekki það vel því ég er svo aftarlega í stafrófinu." Fermingar Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Frændsystkinin Una Hrefna Pálsdóttir og Tryggvi og Kristófer Mássynir fermast á pálmasunnudag. Þau ætla að halda sameiginlega fermingarveislu. Þótt þau fermist ekki öll í sömu kirkju ákváðu frændsystkinin Una Hrefna, Kristófer og Tryggvi að halda sameiginlega fermingarveislu. „Ég veit ekki alveg hver átti hugmyndina," segir Una Hrefna. „Ætli það hafi ekki verið sameiginleg ákvörðun okkar og foreldra okkar." Mikið umstang einkennir alla jafna undirbúning fermingarveislna, sérstaklega þegar veislan er þreföld. Þetta vita krakkarnir og segjast þau því dugleg að hjálpa til. Af svipbrigðum og augngotum foreldra þeirra að dæma er sá stuðningur aðallega andlegs eðlis á meðan veraldleg framkvæmd fellur í skaut þeirra fullorðnu. Fermingardagurinn er þéttskipulagður, sérstaklega hjá Unu Hrefnu. „Ég fer í hárgreiðslu um morguninn og svo þarf ég líka að fara í fermingarveislu hjá vinkonu minni," segir Una Hrefna. Tryggvi og Kristófer ætla líka í veislur hjá sínum vinum en þeir eru að eigin sögn sem betur fer lausir við hárgreiðsluna. „Margir segja að strákar séu óheppnir því þeir geta ekki haft hárið sérstakt og að fötin séu alltaf einhver jakkaföt, bara í mismunandi litum," segir Kristófer. „Við erum hins vegar rosa fegnir að losna við allt þetta vesen." Tryggvi, Krisófer og Una Hrefna eru ekki stressuð fyrir fermingarathöfnina, enda lítið sem getur farið úrskeiðis. „Það eru alltaf einhverjir sem eru hræddir við að stíga á kyrtilinn eða að það líði yfir þá en við erum ekkert hrædd við það. Það gerist örugglega ekki," segir Una Hrefna. „Mesta stressinu lauk þegar við fórum í munnlegt fermingarpróf en við náðum öll." Þá bætir Tryggvi við að ekki hafi allir í fermingarfræðslunni náð. „Ég er mjög feginn að vera búinn en ég vildi sko ekki vera einn af þeim sem þarf að taka prófið aftur." Frændsystkinin eru mjög ánægð með að halda veisluna saman, sérstaklega bræðurnir sem vilja ekki hafa neinn annan hátt á. „Það er svo leiðinlegt ef annar er á undan hinum," segir Tryggvi og horfir glottandi á bróður sinn. „Ég þekki það vel því ég er svo aftarlega í stafrófinu."
Fermingar Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira