Tónlist

Heita á Eurovision

Sveinn Rúnar Sigurðsson, til hægri, tekur við styrknum.
Sveinn Rúnar Sigurðsson, til hægri, tekur við styrknum.

Heitið hefur verið allt að tveimur og hálfri milljón króna á hópinn sem tekur þátt í Eurovision-keppninni í Helsinki í vor. Sveinn Rúnar Sigurðsson, höfundur lagsins Ég les í lófa þínum eða Valentine Lost eins og það útleggst á ensku, hefur skrifað undir samstarfssamning við SPRON. Með samningnum verður fyrirtækið bakhjarl Eurovision-hópsins.

Styrktarfyrirkomulagið er grunnstyrkur og auk þess áheit um meiri styrk eftir velgengni í keppninni. Þannig er grunnstyrkurinn 1.500.000 kr., fyrirheit um 500.000 kr. til viðbótar ef lagið kemst áfram upp úr undankeppninni og svo aftur fyrirheit um 500.000 kr. ef lagið toppar árangur Icy-hópsins frá 1986 og verður ofar en í 16. sæti í úrslitakeppninni 12. maí.

Auk þess verður efnt til áheita- og verðlaunaleiks á spron.is þar sem heppnir þátttakendur fá í verðlaun ferð fyrir tvo á Eurovision-keppnina. Jafnframt má geta nýrrar heimasíðu Eurovision-hópsins, www.esciceland.com.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×