Atvinnustefna og náttúruvernd Árni Páll Árnason skrifar 26. mars 2007 00:01 Samfylkingin er einn flokka um að hafa lagt fram heildstæða stefnu um náttúruvernd og auðlindanýtingu, Fagra Ísland. Samfylkingin hefur líka lagt fram verðlaunatillögur um eflingu sprotafyrirtækja og uppbyggingu hátækniiðnaðar. Það er engin tilviljun. Samfylkingin er stór jafnaðarflokkur og þar rúmast fjölbreytt viðhorf. Það er helsti styrkur Fagra Íslands. Fyrst okkur tókst í Samfylkingunni að móta stefnu sem leggur grunn jafnt að náttúruvernd og auðlindanýtingu er ljóst að þjóðin getur náð slíkri sátt. Við munum áfram þurfa að nýta orkuauðlindir okkar til verðmætasköpunar, eins og aðrar auðlindir. Þekking okkar á endurnýjanlegri orku er að verða verðmæt útflutningsvara. Nýir nýtingarkostir geta komið upp og kaupendur á borð við framleiðendur sólarrafhlaðna hafa þegar sýnt íslenskri orku áhuga. Allt mælir með því að staldra nú við í byggingu frekari stórvirkjana og álvera. Ofþensla í efnahagslífinu og tröllauknir stýrivextir kalla á efnahagslegt aðlögunarferli til að forðast kollsteypur. Frekari stóriðjuuppbygging við núverandi efnahagsaðstæður myndi gera stöðu samkeppnisgreina enn erfiðari en nú er, sérstaklega á landsbyggðinni. Brýnt er út frá náttúruverndarsjónarmiðum að nota tímann til að móta rammaáætlun um náttúruvernd, þar sem ákveðið er hvaða svæði megi nýta til orkuöflunar og hvaða svæði eigi að vernda. Þegar áherslur og þarfir breytast höfum við þá lokið forgangsröðun í þágu náttúrunnar og búið í haginn fyrir skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda okkar til lengri tíma litið. Það verður aldrei sátt um að við nýtum ekki auðlindir okkar. Fólk um allt land vill bæta lífskjör sín og efla atvinnulíf. Til þess verðum við að geta nýtt orkuauðlindir okkar með skynsamlegum hætti án þess að ganga á mikilvæg náttúrugæði eða ganga á hagsmuni annarra atvinnugreina. Þannig leggjum við grunn að fjölþættri atvinnustefnu sem nýtist okkur öllum og tryggir tækifæri fyrir alla. Þannig vill Samfylkingin vinna. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Samfylkingin er einn flokka um að hafa lagt fram heildstæða stefnu um náttúruvernd og auðlindanýtingu, Fagra Ísland. Samfylkingin hefur líka lagt fram verðlaunatillögur um eflingu sprotafyrirtækja og uppbyggingu hátækniiðnaðar. Það er engin tilviljun. Samfylkingin er stór jafnaðarflokkur og þar rúmast fjölbreytt viðhorf. Það er helsti styrkur Fagra Íslands. Fyrst okkur tókst í Samfylkingunni að móta stefnu sem leggur grunn jafnt að náttúruvernd og auðlindanýtingu er ljóst að þjóðin getur náð slíkri sátt. Við munum áfram þurfa að nýta orkuauðlindir okkar til verðmætasköpunar, eins og aðrar auðlindir. Þekking okkar á endurnýjanlegri orku er að verða verðmæt útflutningsvara. Nýir nýtingarkostir geta komið upp og kaupendur á borð við framleiðendur sólarrafhlaðna hafa þegar sýnt íslenskri orku áhuga. Allt mælir með því að staldra nú við í byggingu frekari stórvirkjana og álvera. Ofþensla í efnahagslífinu og tröllauknir stýrivextir kalla á efnahagslegt aðlögunarferli til að forðast kollsteypur. Frekari stóriðjuuppbygging við núverandi efnahagsaðstæður myndi gera stöðu samkeppnisgreina enn erfiðari en nú er, sérstaklega á landsbyggðinni. Brýnt er út frá náttúruverndarsjónarmiðum að nota tímann til að móta rammaáætlun um náttúruvernd, þar sem ákveðið er hvaða svæði megi nýta til orkuöflunar og hvaða svæði eigi að vernda. Þegar áherslur og þarfir breytast höfum við þá lokið forgangsröðun í þágu náttúrunnar og búið í haginn fyrir skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda okkar til lengri tíma litið. Það verður aldrei sátt um að við nýtum ekki auðlindir okkar. Fólk um allt land vill bæta lífskjör sín og efla atvinnulíf. Til þess verðum við að geta nýtt orkuauðlindir okkar með skynsamlegum hætti án þess að ganga á mikilvæg náttúrugæði eða ganga á hagsmuni annarra atvinnugreina. Þannig leggjum við grunn að fjölþættri atvinnustefnu sem nýtist okkur öllum og tryggir tækifæri fyrir alla. Þannig vill Samfylkingin vinna. Höfundur er lögfræðingur og skipar 4. sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun