Hugur fylgir máli Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 25. mars 2007 05:00 Sú afstaða sem Ísland átti þátt í að móta varðandi verndun viðkvæmra vistkerfa hafsins á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fyrr á þessu ári, fékk einróma stuðning innan FAO á dögunum. Við minnumst þess að ýmsir urðu til þess að gagnrýna okkur fyrir afstöðuna á sínum tíma. Sú stefnumótun var þó engu að síður staðfest samhljóða, með fiskveiðiályktun allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna. Einhverjir töldu það henta sér að ráðast á okkur Íslendinga fyrir þessa stefnumótun, sem var sannarlega í samræmi við okkar sjónarmið, en naut einnig stuðnings stórra fiskveiðiþjóða, svo sem Kanadamanna, Rússa, Japana, Kínverja, Kóreumanna og sjálfs Evrópusambandsins. Í þessu sambandi má nefna frægan leiðara úr Washington Post. Furðulegast af öllu var þó að verða að því vitni að jafnvel íslenskir ábyrgir stjórnmálamenn, lutu svo lágt að reyna að slæma á okkur höggi fyrir afstöðu okkar og voru greinilega tilbúnir að lúta í gras og fórna augljósum hagsmunum Íslands. Afstaða okkar byggðist á því að móta fyrirkomulag þar sem stigið verði mikilvægt skref til verndunar viðkvæmra vistkera í úthafinu, svo sem kaldsjávarkóralla, neðansjávartinda og hverastrýta, án þess að bönnuð væru tiltekin veiðarfæri og án þess að skapa hið stóra framfylgnivandamál sem hefði fylgt slíku banni. Þessari stefnumótun, - sem segja má að alþjóðasamfélagið hafi í raun viðurkennt, - höfum við nú fylgt eftir. Samkomulagið sem varð á vettvangi FAO og fyrr er vitnað til, er algjörlega í samræmi við fiskveiðiályktun S.þ.. Mótaðar verða tæknilegar viðmiðunarreglur um verndun hinna viðkvæmu vistkerfa. Þessar reglur munu auðvelda ríkjum að stjórna djúpsjávarveiðum, með þeim hætti að þær valdi ekki skaða. Við sýndum áhuga okkar á þessari ábyrgu stefnumótun með því leggja fram fjármagn, 100 þúsund bandaríkjadali, til þess að auðvelda FAO verkið, enda er almennt viðurkennt að hún sé sú stofnun sem best er til slíkra verka fallin. Þessi saga er býsna lærdómsrík. Hér gerist það að lítil þjóð hefur jákvæð áhrif á stefnumótun um ábyrga auðlindanýtingu. Við eigum okkar þátt í því, ásamt öðrum, að koma málinu inn á þann vettvang sem bestur er til þess fallinn að vinna því framgang svo vel sé og sýnum hug okkar í verki með því að leggja fram fjármuni til verkefnisins. Það er því algjörlega óumdeilt að við höfum sýnt að hugur fylgir máli, í þessu þýðingarmikla úrlausnarefni. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Sú afstaða sem Ísland átti þátt í að móta varðandi verndun viðkvæmra vistkerfa hafsins á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fyrr á þessu ári, fékk einróma stuðning innan FAO á dögunum. Við minnumst þess að ýmsir urðu til þess að gagnrýna okkur fyrir afstöðuna á sínum tíma. Sú stefnumótun var þó engu að síður staðfest samhljóða, með fiskveiðiályktun allsherjaþings Sameinuðu þjóðanna. Einhverjir töldu það henta sér að ráðast á okkur Íslendinga fyrir þessa stefnumótun, sem var sannarlega í samræmi við okkar sjónarmið, en naut einnig stuðnings stórra fiskveiðiþjóða, svo sem Kanadamanna, Rússa, Japana, Kínverja, Kóreumanna og sjálfs Evrópusambandsins. Í þessu sambandi má nefna frægan leiðara úr Washington Post. Furðulegast af öllu var þó að verða að því vitni að jafnvel íslenskir ábyrgir stjórnmálamenn, lutu svo lágt að reyna að slæma á okkur höggi fyrir afstöðu okkar og voru greinilega tilbúnir að lúta í gras og fórna augljósum hagsmunum Íslands. Afstaða okkar byggðist á því að móta fyrirkomulag þar sem stigið verði mikilvægt skref til verndunar viðkvæmra vistkera í úthafinu, svo sem kaldsjávarkóralla, neðansjávartinda og hverastrýta, án þess að bönnuð væru tiltekin veiðarfæri og án þess að skapa hið stóra framfylgnivandamál sem hefði fylgt slíku banni. Þessari stefnumótun, - sem segja má að alþjóðasamfélagið hafi í raun viðurkennt, - höfum við nú fylgt eftir. Samkomulagið sem varð á vettvangi FAO og fyrr er vitnað til, er algjörlega í samræmi við fiskveiðiályktun S.þ.. Mótaðar verða tæknilegar viðmiðunarreglur um verndun hinna viðkvæmu vistkerfa. Þessar reglur munu auðvelda ríkjum að stjórna djúpsjávarveiðum, með þeim hætti að þær valdi ekki skaða. Við sýndum áhuga okkar á þessari ábyrgu stefnumótun með því leggja fram fjármagn, 100 þúsund bandaríkjadali, til þess að auðvelda FAO verkið, enda er almennt viðurkennt að hún sé sú stofnun sem best er til slíkra verka fallin. Þessi saga er býsna lærdómsrík. Hér gerist það að lítil þjóð hefur jákvæð áhrif á stefnumótun um ábyrga auðlindanýtingu. Við eigum okkar þátt í því, ásamt öðrum, að koma málinu inn á þann vettvang sem bestur er til þess fallinn að vinna því framgang svo vel sé og sýnum hug okkar í verki með því að leggja fram fjármuni til verkefnisins. Það er því algjörlega óumdeilt að við höfum sýnt að hugur fylgir máli, í þessu þýðingarmikla úrlausnarefni. Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun