Bítlarnir á netinu 16. mars 2007 09:00 Bítlarnir njóta enn mikilla vinsælda og bíða margir eftir því að geta hlaðið niður lögum sveitarinnar. Netfyrirtækið Wippit býður nú dyggum aðdáendum Bítlanna að hlaða niður sjaldséðum myndum af hljómsveitinni og einstökum hljóðupptökum með viðtölum við hljómsveitarmeðlimina fjóra. Þá verður einnig hægt að hlaða niður sjónvarpsfréttum af Bítlaæðinu sem greip heimsbyggðina í kringum 1964, brúðkaupi Pauls og Lindu McCartney og rúmlegu John Lennon og Yoko Ono. Jafnframt fá netverjar að sjá þegar fjórmenningarnir frá Liverpool mæta á hvers kyns verðlaunahátíðir, félagana á tökustað myndarinnar Help! og fundum sínum með hefðarfólki. Enn sem komið er verður þó ekki hægt að hlaða niður lögum Bítlanna þar sem hljómsveitarmeðlimirnir og EMI Records þráast við að gefa leyfi. Wippit birti frétt þess efnis að hægt yrði að kaupa lög hljómsveitarinnar en fulltrúar útgáfufyrirtækisins heimtuðu að sú frétt yrði tekin út af síðu Wippit. Fastlega er þó gert ráð fyrir að það verði hægt á næstunni og má þá búast við því að annað og ögn tæknivæddara Bítlaæði gangi yfir hina netvæddu heimsbyggð. Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Netfyrirtækið Wippit býður nú dyggum aðdáendum Bítlanna að hlaða niður sjaldséðum myndum af hljómsveitinni og einstökum hljóðupptökum með viðtölum við hljómsveitarmeðlimina fjóra. Þá verður einnig hægt að hlaða niður sjónvarpsfréttum af Bítlaæðinu sem greip heimsbyggðina í kringum 1964, brúðkaupi Pauls og Lindu McCartney og rúmlegu John Lennon og Yoko Ono. Jafnframt fá netverjar að sjá þegar fjórmenningarnir frá Liverpool mæta á hvers kyns verðlaunahátíðir, félagana á tökustað myndarinnar Help! og fundum sínum með hefðarfólki. Enn sem komið er verður þó ekki hægt að hlaða niður lögum Bítlanna þar sem hljómsveitarmeðlimirnir og EMI Records þráast við að gefa leyfi. Wippit birti frétt þess efnis að hægt yrði að kaupa lög hljómsveitarinnar en fulltrúar útgáfufyrirtækisins heimtuðu að sú frétt yrði tekin út af síðu Wippit. Fastlega er þó gert ráð fyrir að það verði hægt á næstunni og má þá búast við því að annað og ögn tæknivæddara Bítlaæði gangi yfir hina netvæddu heimsbyggð.
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira