Alltaf í góðu skapi 15. mars 2007 10:00 Hljómsveitin Spaðar spilar á Nasa á föstudag. Hljómsveitin Spaðar heldur sitt árlega ball á Nasa á föstudagskvöld. Sveitin sendi frá sér plötuna Stundaglasaglaum fyrir síðustu jól og hefur hún hlotið góðar viðtökur. Verða bæði spiluð lög af henni og gamlir og góðir slagarar. „Við erum í geysilega góðu formi, eða alla vega í góðu skapi,“ segir rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson sem spilar á gítar og syngur. „Undanfarin ár hefur verið fullt af fólki á þessum böllum og allir í miklu stuði.“ Hljómsveitin Spaðar hóf göngu sína árið 1983 og hefur verið starfandi allar götur síðan með hléum. Á sumrin hefur sveitin stundum haldið ball í Flatey og vonast Guðmundur Andri til að sú verði raunin næsta sumar. Auk þess spilar sveitin af og til í afmælum og brúðkaupum fyrir vini og vandamenn. Tónlist Spaða hefur ævinlega verið blanda af frumsömdum dægurlögum í gömlum íslenskum stíl, staðfærðum lögum frá Grikklandi, sígaunaljóðum Evrópu og bernskri bítlastemningu. Auk Guðmundar Andra eru meðlimir Spaða: Dr. Gunnar Helgi Kristinsson harmónika, Aðalgeir Arason, söngur og mandólín, Guðmundur Pálsson fiðla, Magnús Haraldsson, söngur og gítar, Guðmundur Ingólfsson, kontrabassi og söngur, og Sigurður G. Valgeirsson, trommur og einstaka hróp. Nasa verður opnað kl. 22.00 og um 23.00 stíga Spaðar á svið. Miðaverð er 1.500 krónur og fer forsala fram í 12 Tónum. Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Spaðar heldur sitt árlega ball á Nasa á föstudagskvöld. Sveitin sendi frá sér plötuna Stundaglasaglaum fyrir síðustu jól og hefur hún hlotið góðar viðtökur. Verða bæði spiluð lög af henni og gamlir og góðir slagarar. „Við erum í geysilega góðu formi, eða alla vega í góðu skapi,“ segir rithöfundurinn Guðmundur Andri Thorsson sem spilar á gítar og syngur. „Undanfarin ár hefur verið fullt af fólki á þessum böllum og allir í miklu stuði.“ Hljómsveitin Spaðar hóf göngu sína árið 1983 og hefur verið starfandi allar götur síðan með hléum. Á sumrin hefur sveitin stundum haldið ball í Flatey og vonast Guðmundur Andri til að sú verði raunin næsta sumar. Auk þess spilar sveitin af og til í afmælum og brúðkaupum fyrir vini og vandamenn. Tónlist Spaða hefur ævinlega verið blanda af frumsömdum dægurlögum í gömlum íslenskum stíl, staðfærðum lögum frá Grikklandi, sígaunaljóðum Evrópu og bernskri bítlastemningu. Auk Guðmundar Andra eru meðlimir Spaða: Dr. Gunnar Helgi Kristinsson harmónika, Aðalgeir Arason, söngur og mandólín, Guðmundur Pálsson fiðla, Magnús Haraldsson, söngur og gítar, Guðmundur Ingólfsson, kontrabassi og söngur, og Sigurður G. Valgeirsson, trommur og einstaka hróp. Nasa verður opnað kl. 22.00 og um 23.00 stíga Spaðar á svið. Miðaverð er 1.500 krónur og fer forsala fram í 12 Tónum.
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira