Þjóðin má vera stolt af mér 15. mars 2007 08:00 Einar Örn segir það gamla og þreytta tuggu að hann hafi eyðilagt fyrir Björk í Sykurmolunum. MYND/Vilhelm „Ég er í alveg rosalega fínum hópi. Ég held að ég geti verið stoltur að ná inn á þennan lista,“ segir Einar Örn Benediktsson, fyrrverandi söngvari Sykurmolanna, sem hefur verði kjörinn fimmti versti söngvari allra tíma af breska tónlistartímaritinu Q. Á meðal fleiri söngvara á listanum eru Yoko Ono, Fred Durst úr Limp Bizkit, Mariah Carey, Celine Dion, Bobby Gillespie og Ozzy Osbourne, sem situr í toppsætinu. „Ég held að íslenska þjóðin geti verið stolt af því að eiga þvílíkan stórsöngvara sem ég er. Þetta gefur tilefni til að það verði gefinn frídagur það sem eftir verður, þetta er alveg stórkostlegt. Þrátt fyrir allt og allt þá er enn þá munað eftir manni úti í hinum stóra heimi. Margir menn hafa reynt mjög lengi að ná athygli en hér hef ég ekkert annað til saka unnið en að gefa út plötur. Ég hef ekki einu sinni verið í raunveruleikaþætti,“ segir Einar Örn. Í greininni segir m.a. að Björk og félagar í Sykurmolunum hafi búið til undurfagurt indípopp á níunda áratugnum en Einar Örn hafi eyðilagt það allt saman með leiðindasöng sínum. Sömu ummæli eru í grein annars staðar í tímaritinu þar sem Björk er valin 35. besta söngkona allra tíma. Þar segir að hún hafi sungið frábærlega með Sykurmolunum á sama tíma og Einar Örn öskraði sífellt inn í lögin á sinn pirrandi hátt. „Þetta er orðin svo gömul tugga og þreytt. Ég held að maður hafi eiginlega ekkert um það að segja hvort maður hafi eyðilegt fyrir henni eða ekki. Í grein um Sykurmolatónleikana í Mojo kemur í ljós að Björk væri ekkert án mín. Ég og Björk erum búin að kljá þetta út og höfum komist að því að við stígum ekki á tær hvort annars eða skyggjum hvort á annað,“ segir Einar Örn og bætir við: „Fjórtán árum eftir að hljómsveitin hætti, að þeir skuli taka fram að ég hafi verið að eyðileggja fyrir Björk er svo þreytt og leiðinlegt að það ber vott um þeirra eigin hugmyndaleysi.“ Á listanum yfir bestu söngvarana kemst Jónsi úr Sigur Rós jafnframt í 100. sætið. Þar segir að rödd hans sé einstök og að söngur hans virki sem annað hljóðfæri. Einar Örn er sjálfur á því að sín rödd sé einstök og enginn annar geti komist með tærnar þar sem hann hafi hælana. „Það sem ég geri, geri ég langbest af öllum. Það getur enginn annar sungið eins ég og það gerir mig einstakan og þess vegna á ég heima á öllum þessum listum.“ Mest lesið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ég er í alveg rosalega fínum hópi. Ég held að ég geti verið stoltur að ná inn á þennan lista,“ segir Einar Örn Benediktsson, fyrrverandi söngvari Sykurmolanna, sem hefur verði kjörinn fimmti versti söngvari allra tíma af breska tónlistartímaritinu Q. Á meðal fleiri söngvara á listanum eru Yoko Ono, Fred Durst úr Limp Bizkit, Mariah Carey, Celine Dion, Bobby Gillespie og Ozzy Osbourne, sem situr í toppsætinu. „Ég held að íslenska þjóðin geti verið stolt af því að eiga þvílíkan stórsöngvara sem ég er. Þetta gefur tilefni til að það verði gefinn frídagur það sem eftir verður, þetta er alveg stórkostlegt. Þrátt fyrir allt og allt þá er enn þá munað eftir manni úti í hinum stóra heimi. Margir menn hafa reynt mjög lengi að ná athygli en hér hef ég ekkert annað til saka unnið en að gefa út plötur. Ég hef ekki einu sinni verið í raunveruleikaþætti,“ segir Einar Örn. Í greininni segir m.a. að Björk og félagar í Sykurmolunum hafi búið til undurfagurt indípopp á níunda áratugnum en Einar Örn hafi eyðilagt það allt saman með leiðindasöng sínum. Sömu ummæli eru í grein annars staðar í tímaritinu þar sem Björk er valin 35. besta söngkona allra tíma. Þar segir að hún hafi sungið frábærlega með Sykurmolunum á sama tíma og Einar Örn öskraði sífellt inn í lögin á sinn pirrandi hátt. „Þetta er orðin svo gömul tugga og þreytt. Ég held að maður hafi eiginlega ekkert um það að segja hvort maður hafi eyðilegt fyrir henni eða ekki. Í grein um Sykurmolatónleikana í Mojo kemur í ljós að Björk væri ekkert án mín. Ég og Björk erum búin að kljá þetta út og höfum komist að því að við stígum ekki á tær hvort annars eða skyggjum hvort á annað,“ segir Einar Örn og bætir við: „Fjórtán árum eftir að hljómsveitin hætti, að þeir skuli taka fram að ég hafi verið að eyðileggja fyrir Björk er svo þreytt og leiðinlegt að það ber vott um þeirra eigin hugmyndaleysi.“ Á listanum yfir bestu söngvarana kemst Jónsi úr Sigur Rós jafnframt í 100. sætið. Þar segir að rödd hans sé einstök og að söngur hans virki sem annað hljóðfæri. Einar Örn er sjálfur á því að sín rödd sé einstök og enginn annar geti komist með tærnar þar sem hann hafi hælana. „Það sem ég geri, geri ég langbest af öllum. Það getur enginn annar sungið eins ég og það gerir mig einstakan og þess vegna á ég heima á öllum þessum listum.“
Mest lesið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira