Þjóðin má vera stolt af mér 15. mars 2007 08:00 Einar Örn segir það gamla og þreytta tuggu að hann hafi eyðilagt fyrir Björk í Sykurmolunum. MYND/Vilhelm „Ég er í alveg rosalega fínum hópi. Ég held að ég geti verið stoltur að ná inn á þennan lista,“ segir Einar Örn Benediktsson, fyrrverandi söngvari Sykurmolanna, sem hefur verði kjörinn fimmti versti söngvari allra tíma af breska tónlistartímaritinu Q. Á meðal fleiri söngvara á listanum eru Yoko Ono, Fred Durst úr Limp Bizkit, Mariah Carey, Celine Dion, Bobby Gillespie og Ozzy Osbourne, sem situr í toppsætinu. „Ég held að íslenska þjóðin geti verið stolt af því að eiga þvílíkan stórsöngvara sem ég er. Þetta gefur tilefni til að það verði gefinn frídagur það sem eftir verður, þetta er alveg stórkostlegt. Þrátt fyrir allt og allt þá er enn þá munað eftir manni úti í hinum stóra heimi. Margir menn hafa reynt mjög lengi að ná athygli en hér hef ég ekkert annað til saka unnið en að gefa út plötur. Ég hef ekki einu sinni verið í raunveruleikaþætti,“ segir Einar Örn. Í greininni segir m.a. að Björk og félagar í Sykurmolunum hafi búið til undurfagurt indípopp á níunda áratugnum en Einar Örn hafi eyðilagt það allt saman með leiðindasöng sínum. Sömu ummæli eru í grein annars staðar í tímaritinu þar sem Björk er valin 35. besta söngkona allra tíma. Þar segir að hún hafi sungið frábærlega með Sykurmolunum á sama tíma og Einar Örn öskraði sífellt inn í lögin á sinn pirrandi hátt. „Þetta er orðin svo gömul tugga og þreytt. Ég held að maður hafi eiginlega ekkert um það að segja hvort maður hafi eyðilegt fyrir henni eða ekki. Í grein um Sykurmolatónleikana í Mojo kemur í ljós að Björk væri ekkert án mín. Ég og Björk erum búin að kljá þetta út og höfum komist að því að við stígum ekki á tær hvort annars eða skyggjum hvort á annað,“ segir Einar Örn og bætir við: „Fjórtán árum eftir að hljómsveitin hætti, að þeir skuli taka fram að ég hafi verið að eyðileggja fyrir Björk er svo þreytt og leiðinlegt að það ber vott um þeirra eigin hugmyndaleysi.“ Á listanum yfir bestu söngvarana kemst Jónsi úr Sigur Rós jafnframt í 100. sætið. Þar segir að rödd hans sé einstök og að söngur hans virki sem annað hljóðfæri. Einar Örn er sjálfur á því að sín rödd sé einstök og enginn annar geti komist með tærnar þar sem hann hafi hælana. „Það sem ég geri, geri ég langbest af öllum. Það getur enginn annar sungið eins ég og það gerir mig einstakan og þess vegna á ég heima á öllum þessum listum.“ Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég er í alveg rosalega fínum hópi. Ég held að ég geti verið stoltur að ná inn á þennan lista,“ segir Einar Örn Benediktsson, fyrrverandi söngvari Sykurmolanna, sem hefur verði kjörinn fimmti versti söngvari allra tíma af breska tónlistartímaritinu Q. Á meðal fleiri söngvara á listanum eru Yoko Ono, Fred Durst úr Limp Bizkit, Mariah Carey, Celine Dion, Bobby Gillespie og Ozzy Osbourne, sem situr í toppsætinu. „Ég held að íslenska þjóðin geti verið stolt af því að eiga þvílíkan stórsöngvara sem ég er. Þetta gefur tilefni til að það verði gefinn frídagur það sem eftir verður, þetta er alveg stórkostlegt. Þrátt fyrir allt og allt þá er enn þá munað eftir manni úti í hinum stóra heimi. Margir menn hafa reynt mjög lengi að ná athygli en hér hef ég ekkert annað til saka unnið en að gefa út plötur. Ég hef ekki einu sinni verið í raunveruleikaþætti,“ segir Einar Örn. Í greininni segir m.a. að Björk og félagar í Sykurmolunum hafi búið til undurfagurt indípopp á níunda áratugnum en Einar Örn hafi eyðilagt það allt saman með leiðindasöng sínum. Sömu ummæli eru í grein annars staðar í tímaritinu þar sem Björk er valin 35. besta söngkona allra tíma. Þar segir að hún hafi sungið frábærlega með Sykurmolunum á sama tíma og Einar Örn öskraði sífellt inn í lögin á sinn pirrandi hátt. „Þetta er orðin svo gömul tugga og þreytt. Ég held að maður hafi eiginlega ekkert um það að segja hvort maður hafi eyðilegt fyrir henni eða ekki. Í grein um Sykurmolatónleikana í Mojo kemur í ljós að Björk væri ekkert án mín. Ég og Björk erum búin að kljá þetta út og höfum komist að því að við stígum ekki á tær hvort annars eða skyggjum hvort á annað,“ segir Einar Örn og bætir við: „Fjórtán árum eftir að hljómsveitin hætti, að þeir skuli taka fram að ég hafi verið að eyðileggja fyrir Björk er svo þreytt og leiðinlegt að það ber vott um þeirra eigin hugmyndaleysi.“ Á listanum yfir bestu söngvarana kemst Jónsi úr Sigur Rós jafnframt í 100. sætið. Þar segir að rödd hans sé einstök og að söngur hans virki sem annað hljóðfæri. Einar Örn er sjálfur á því að sín rödd sé einstök og enginn annar geti komist með tærnar þar sem hann hafi hælana. „Það sem ég geri, geri ég langbest af öllum. Það getur enginn annar sungið eins ég og það gerir mig einstakan og þess vegna á ég heima á öllum þessum listum.“
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira