Orrustan sem bjargaði Evrópu 15. mars 2007 06:15 Hinn mikli konungur Spartverja varðist árás Persa í þrjár nætur við Laugarskörð. Kvikmyndin 300 sló í gegn um síðustu helgi í Bandaríkjunum og er þegar farið að tala um metaðsókn. Myndin verður frumsýnd í Sambíóunum um helgina en bardaginn við Laugarskörð hefur sjaldan eða aldrei birst jafn ljóslifandi á hvíta tjaldinu og nú. „Þessi bardagi milli Spartverja og Persa hefur fylgt mér síðan ég var strákur,“ segir sr. Þórhallur Heimisson sóknarprestur sem gaf út bókina Ragnarök fyrir tveimur árum en þar er fjallað um margar af blóðugustu og mikilvægustu orrustum sögunnar. „Þarna koma fyrir sterkar persónur á borð við Leónídus Spartverjakonung og Xerxes I sem fór fyrir Persum,“ útskýrir Þórhallur og viðurkennir að orrustan sé í miklu uppáhaldi hjá sér. Orrustan við Laugarskörð 480 fyrir Krist hafði mikil áhrif á þróun lýðræðis og sögu Evrópu allra. Ef Persar hefðu haft sigur og Spartverjum mistekist að tefja för heimsveldisins væri saga Evrópu allt önnur.Fasistar verja lýðræðiðSkjaldborg Hertækni Spartverja krafðist mikils járnaga og þjálfunar en Spörtumenn voru teknir í herinn við sjö ára aldur.Á þessum tíma voru Grikkir sundurleit þjóð. borgríkin áttu í sífelldum smáerjum sín á milli og það ríkti hálfgerð upplausn á Pelópsskaganum. „Aþenubúar voru hugsuðir og lýðræðissinnar á meðan Spartverjar voru til dæmis annálaðir fasistar,“ útskýrir Þórhallur. Persneska heimsveldið leyfði hins vegar hverjum og einum að ástunda sín trúarbrögð og við fyrstu sýn virtust Persar predika frjálsyndi. Persneska heimsveldinu var skipt upp eftir því hvaða guð eða guði þegnarnir aðhylltust og menn borguðu skatta eftir því. „En að þar hafi ríkt frelsi er kannski fullmikil einföldun því menn voru þvingaðir í herinn og því kannski ekki mikil hollusta við málstað herranna innan herbúða Persa. Þrælar þeirra voru barðir áfram af mikilli hörku í hvers kyns stríðsrekstur,“ segir Þórhallur.Persneska heimsveldið var sterkt á landi jafnt sem legi. Her þeirra var talinn nema hundruðum þúsunda en mitt á milli voru oft eiginkonur hermanna, þrælar og börn. Aþenubúar voru hins vegar mikil siglingaþjóð á meðan Spartverjar töldust manna bestir á landi. Þegar fréttist af sigrum Persa og för þeirra yfir Bosporussund sem liggur milli Evrópu og Asíu greip um sig mikil skelfing hjá Grikkjum. Þjóðin neyddist til að sameinast ef hrinda átti þessari árás en tíminn til þess var knappur. „Því var ákveðið að verja þetta skarð þannig að þjóðinni gæfist tími til að safna liði,“ segir Þórhallur. „Og hverjir voru betri til þess en einmitt Spartverjar?“ Kaldhæðni örlaganna hagaði því þá þannig til að ein mesta fasistaþjóð fyrr og síðar lenti í því að verja fyrstu anga lýðræðis.Agaðir og velþjálfaðirÞórhallur Heimisson Barátta hinna þrjú hundruð Spartverja við þúsundir Persa hefur lengi fylgt honum.Hertækni Spartverja og Persa var mjög ólík. Persar töldu fjöldann skipta öllu máli og þegar þeir stóðu fyrir framan Laugarskarð var sagt að fjöldi örva þeirra myndi skyggja á sólina. Til marks um sjálfstraust og hollustu Spartverja svaraði Leónídus að bragði: „Gott, þá getum við varist í myrkri.“ Spartverjar höfðu náð fullkomnu valdi á tækni sem öllu jafnan kallast falange eða skjaldborg en þessu herbragði var síðast beitt árið 732 þegar Frankar reyndu að verjast innrás Mára. „Hermennirnir standa skjöld við skjöld og gæta mannanna til hvorrar hliðar.Þegar einn fellur er hann dreginn aftur fyrir og annar kemur strax í staðinn. Þessi tækni krefst mikillar þjálfunar og járnaga,“ útskýrir Þórhallur. „Og Spartverjar bjuggu yfir báðum þessum eiginleikum því menn voru jú settir í herinn strax við sjö ára aldur,“ segir Þórhallur. „Einkunnarorð hersins voru að annaðhvort kemur Sparverji heim í skildinum eða á skildinum,“ bætir Þórhallur við. Spartversku hermennirnir voru svo sannfærðir um að þetta væri þeirra síðasta að kvöldið áður en orrustan hófst framkvæmdu þeir sína eigin útför. Orrustan við Laugarskörð stóð yfir í þrjár nætur og vörðust Spartverjar árásum Persa af mikilli hörku. „Þegar yfir lauk höfðu þessir þrjú hundruð hermenn frá Spörtu tekið með sér tíu þúsund Persa yfir móðuna miklu,“ segir Þórhallur,“ Og orrustan gaf Grikkjum nægjanlegan tíma og kjark til fylkja liði. Innrás Persa í Evrópu var í kjölfarið hrundið við Salamis og Platea og þetta varð til þess að sú lýðræðishugsun sem kviknað hafði á þessum slóðum fékk að þróast auk þess sem Persar hættu að reyna að ráðast inn í Evrópu.“ Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Kvikmyndin 300 sló í gegn um síðustu helgi í Bandaríkjunum og er þegar farið að tala um metaðsókn. Myndin verður frumsýnd í Sambíóunum um helgina en bardaginn við Laugarskörð hefur sjaldan eða aldrei birst jafn ljóslifandi á hvíta tjaldinu og nú. „Þessi bardagi milli Spartverja og Persa hefur fylgt mér síðan ég var strákur,“ segir sr. Þórhallur Heimisson sóknarprestur sem gaf út bókina Ragnarök fyrir tveimur árum en þar er fjallað um margar af blóðugustu og mikilvægustu orrustum sögunnar. „Þarna koma fyrir sterkar persónur á borð við Leónídus Spartverjakonung og Xerxes I sem fór fyrir Persum,“ útskýrir Þórhallur og viðurkennir að orrustan sé í miklu uppáhaldi hjá sér. Orrustan við Laugarskörð 480 fyrir Krist hafði mikil áhrif á þróun lýðræðis og sögu Evrópu allra. Ef Persar hefðu haft sigur og Spartverjum mistekist að tefja för heimsveldisins væri saga Evrópu allt önnur.Fasistar verja lýðræðiðSkjaldborg Hertækni Spartverja krafðist mikils járnaga og þjálfunar en Spörtumenn voru teknir í herinn við sjö ára aldur.Á þessum tíma voru Grikkir sundurleit þjóð. borgríkin áttu í sífelldum smáerjum sín á milli og það ríkti hálfgerð upplausn á Pelópsskaganum. „Aþenubúar voru hugsuðir og lýðræðissinnar á meðan Spartverjar voru til dæmis annálaðir fasistar,“ útskýrir Þórhallur. Persneska heimsveldið leyfði hins vegar hverjum og einum að ástunda sín trúarbrögð og við fyrstu sýn virtust Persar predika frjálsyndi. Persneska heimsveldinu var skipt upp eftir því hvaða guð eða guði þegnarnir aðhylltust og menn borguðu skatta eftir því. „En að þar hafi ríkt frelsi er kannski fullmikil einföldun því menn voru þvingaðir í herinn og því kannski ekki mikil hollusta við málstað herranna innan herbúða Persa. Þrælar þeirra voru barðir áfram af mikilli hörku í hvers kyns stríðsrekstur,“ segir Þórhallur.Persneska heimsveldið var sterkt á landi jafnt sem legi. Her þeirra var talinn nema hundruðum þúsunda en mitt á milli voru oft eiginkonur hermanna, þrælar og börn. Aþenubúar voru hins vegar mikil siglingaþjóð á meðan Spartverjar töldust manna bestir á landi. Þegar fréttist af sigrum Persa og för þeirra yfir Bosporussund sem liggur milli Evrópu og Asíu greip um sig mikil skelfing hjá Grikkjum. Þjóðin neyddist til að sameinast ef hrinda átti þessari árás en tíminn til þess var knappur. „Því var ákveðið að verja þetta skarð þannig að þjóðinni gæfist tími til að safna liði,“ segir Þórhallur. „Og hverjir voru betri til þess en einmitt Spartverjar?“ Kaldhæðni örlaganna hagaði því þá þannig til að ein mesta fasistaþjóð fyrr og síðar lenti í því að verja fyrstu anga lýðræðis.Agaðir og velþjálfaðirÞórhallur Heimisson Barátta hinna þrjú hundruð Spartverja við þúsundir Persa hefur lengi fylgt honum.Hertækni Spartverja og Persa var mjög ólík. Persar töldu fjöldann skipta öllu máli og þegar þeir stóðu fyrir framan Laugarskarð var sagt að fjöldi örva þeirra myndi skyggja á sólina. Til marks um sjálfstraust og hollustu Spartverja svaraði Leónídus að bragði: „Gott, þá getum við varist í myrkri.“ Spartverjar höfðu náð fullkomnu valdi á tækni sem öllu jafnan kallast falange eða skjaldborg en þessu herbragði var síðast beitt árið 732 þegar Frankar reyndu að verjast innrás Mára. „Hermennirnir standa skjöld við skjöld og gæta mannanna til hvorrar hliðar.Þegar einn fellur er hann dreginn aftur fyrir og annar kemur strax í staðinn. Þessi tækni krefst mikillar þjálfunar og járnaga,“ útskýrir Þórhallur. „Og Spartverjar bjuggu yfir báðum þessum eiginleikum því menn voru jú settir í herinn strax við sjö ára aldur,“ segir Þórhallur. „Einkunnarorð hersins voru að annaðhvort kemur Sparverji heim í skildinum eða á skildinum,“ bætir Þórhallur við. Spartversku hermennirnir voru svo sannfærðir um að þetta væri þeirra síðasta að kvöldið áður en orrustan hófst framkvæmdu þeir sína eigin útför. Orrustan við Laugarskörð stóð yfir í þrjár nætur og vörðust Spartverjar árásum Persa af mikilli hörku. „Þegar yfir lauk höfðu þessir þrjú hundruð hermenn frá Spörtu tekið með sér tíu þúsund Persa yfir móðuna miklu,“ segir Þórhallur,“ Og orrustan gaf Grikkjum nægjanlegan tíma og kjark til fylkja liði. Innrás Persa í Evrópu var í kjölfarið hrundið við Salamis og Platea og þetta varð til þess að sú lýðræðishugsun sem kviknað hafði á þessum slóðum fékk að þróast auk þess sem Persar hættu að reyna að ráðast inn í Evrópu.“
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira