Björk spilar á styrktartónleikum 13. mars 2007 06:15 Tónlistarkonan Björk Guðmundsson mun koma fram á styrktartónleikum á Nasa hinn 1. apríl ásamt tíu stúlkna blásturshljómsveit. Munu þau frumflytja lög af nýjustu plötu Bjarkar, Volta, sem kemur út 7. maí. Á tónleikunum spila einnig Mugison, Lay Low, Pétur Ben, KK, Wulfgang, Magga Stína og Esja. Tónleikarnir eru haldnir af Forma, sem eru samtök átröskunarsjúklinga á Íslandi. Að sögn Ölmu Geirdal hjá Forma var Björk afar áhugasöm um að koma fram á tónleikunum. „Þegar við loksins komumst í samband við hana var hún mjög til í þetta. Þetta var auðveldara en maður bjóst við," segir Alma. „Það er yndislegt að fólk vilji taka þátt og vekja athygli með okkur á viðkvæmu málefni." Tónleikarnir verða þeir fyrstu sem Björk heldur á þessu ári. Hún hefur þegar bókað sig á þó nokkrar tónleikahátíðir víðs vegar um heiminn, þar á meðal á Hróarskeldu, Glastonbury og Coachella. Ekki er langt síðan Björk lagði lokahönd sína á Volta. Á meðal þeirra sem aðstoða hana á plötunni eru upptökustjórinn Timbaland, Antony úr hljómsveitinni Antony and the Johnsons, trommarinn Chris Corsano og Konono nr. 1. Auk þess semur Sjón einn texta á plötunni og er það fimmti textinn sem hann semur fyrir Björk. Miðasala á styrktartónleikana á Nasa hefst í lok vikunnar á midi.is og í verslunum Skífunnar. Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Tónlistarkonan Björk Guðmundsson mun koma fram á styrktartónleikum á Nasa hinn 1. apríl ásamt tíu stúlkna blásturshljómsveit. Munu þau frumflytja lög af nýjustu plötu Bjarkar, Volta, sem kemur út 7. maí. Á tónleikunum spila einnig Mugison, Lay Low, Pétur Ben, KK, Wulfgang, Magga Stína og Esja. Tónleikarnir eru haldnir af Forma, sem eru samtök átröskunarsjúklinga á Íslandi. Að sögn Ölmu Geirdal hjá Forma var Björk afar áhugasöm um að koma fram á tónleikunum. „Þegar við loksins komumst í samband við hana var hún mjög til í þetta. Þetta var auðveldara en maður bjóst við," segir Alma. „Það er yndislegt að fólk vilji taka þátt og vekja athygli með okkur á viðkvæmu málefni." Tónleikarnir verða þeir fyrstu sem Björk heldur á þessu ári. Hún hefur þegar bókað sig á þó nokkrar tónleikahátíðir víðs vegar um heiminn, þar á meðal á Hróarskeldu, Glastonbury og Coachella. Ekki er langt síðan Björk lagði lokahönd sína á Volta. Á meðal þeirra sem aðstoða hana á plötunni eru upptökustjórinn Timbaland, Antony úr hljómsveitinni Antony and the Johnsons, trommarinn Chris Corsano og Konono nr. 1. Auk þess semur Sjón einn texta á plötunni og er það fimmti textinn sem hann semur fyrir Björk. Miðasala á styrktartónleikana á Nasa hefst í lok vikunnar á midi.is og í verslunum Skífunnar.
Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira