Tónlist

Á leið til Memphis

Tónlistarmaðurinn Mugison ætlar að gefa út nýja plötu síðar á árinu.
fréttablaðið/heiða
Tónlistarmaðurinn Mugison ætlar að gefa út nýja plötu síðar á árinu. fréttablaðið/heiða

Tónlistarmaðurinn Mugison ætlar að ferðast til Memphis í Tennessee, heimaborgar Elvis Presley, í næsta mánuði til að taka upp lög á næstu plötu sína. Þar mun hann njóta aðstoðar nokkurra blúshunda í borginni sem munu leggja sitt af mörkum við upptökurnar.

Platan er væntanleg síðar á þessu ári og segist Mugison strax vera orðinn spenntur fyrir útkomunni, enda sé töluvert efni þegar tilbúið. „Síðasta plata var ástarplata en kannski þessi sé meira svona „midlife crisis“-fílingur þar sem ég er búinn að kaupa mér leðurjakka og fitna aðeins,“ segir Mugison í léttu gríni. „Hún er mjög blönduð. Þarna verður slatti af góðum rokklögum, „powerballaða“ og elektróník. Þetta verður miklu stærri plata en áður með fleiri heilum lögum.“

Upptökur á plötunni hafa staðið yfir í hljóðveri Mugison á Ísafirði að undanförnu og á meðal þeirra sem hafa aðstoðað hann er píanóleikarinn færi Davíð Þór Jónsson úr Flís.

Síðasta plata Mugison, Mugi­mama is this monkey­music?, naut mikilla vinsælda þegar hún kom út árið 2004. Fékk hún m.a. Íslensku tónlistarverðlaunin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×