Music and Lyrics - tvær stjörnur 13. mars 2007 00:01 Fyrirsjáanleg sunnudagsvídeómynd. Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja af hverju Hugh Grant nennir að gera bíómyndir. Hann leikur jú ávallt sömu persónuna, taugaveiklaðan, vandræðalegan en hnyttinn Breta sem lendir í ástarævintýri með konu sem er fjórtánhundruð sinnum fallegri en hann sjálfur. Hugh Grant er ekki góður leikari og þetta virkaði síðast hjá honum fyrir áratug síðan en hann gefst ekki upp. Meðleikkona hans í Music and Lyrics, Drew Barrymore, er líka sjóuð í rómantískum gamanmyndum og ágætlega fyndin ennþá. Í kringum þetta óvænta par, útbrunna poppstjörnu og unga konu með munnræpu og rithöfundadrauma, er líka slatti af kunnuglegum andlitum frá Hollywood. Þar er líka eitt nýstirnið til, leikkonan Haley Bennet sem stendur sig vel í rullu ljóshærðu poppgyðjunnar og dillibossans Coru Corman. Söguþráðurinn er álíka fyrirsjáanlegur og síðustu forsetakosningar en umhverfi myndarinnar er harður og yfirborðslegur tónlistar- og afþreyingarbransi sem mátulega mikið grín er gert að. Svo eru eðlilega tónlistaratriði í myndinni þar sem upprunalegt markmið skötuhjúanna er að semja frábært popplag um ástina. Til að gera langa sögu stutta þá er þetta ósköp sæt og metnaðarlítil mynd með afar klassískan boðskap um að maður eigi bara að vera maður sjálfur og fylgja hjartanu því þá verði maður hamingjusamur og frægur. Leikararnir gera hvað þeir geta úr rislitlu handriti, hr. Grant meira að segja syngur og dansar – sem kannski var helsta ögrunin þetta árið? Senurnar eru ekkert augnayndi né eftirminnilegar, þetta er til dæmis ekki týpísk New York-mynd þótt hún eigi að gerast þar. Það má alveg flissa yfir þessu en þá myndi ég frekar gera það eitthvert þynnkulegt og drýldið síðdegi í sófanum heima. Kristrún Heiða Hauksdóttir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja af hverju Hugh Grant nennir að gera bíómyndir. Hann leikur jú ávallt sömu persónuna, taugaveiklaðan, vandræðalegan en hnyttinn Breta sem lendir í ástarævintýri með konu sem er fjórtánhundruð sinnum fallegri en hann sjálfur. Hugh Grant er ekki góður leikari og þetta virkaði síðast hjá honum fyrir áratug síðan en hann gefst ekki upp. Meðleikkona hans í Music and Lyrics, Drew Barrymore, er líka sjóuð í rómantískum gamanmyndum og ágætlega fyndin ennþá. Í kringum þetta óvænta par, útbrunna poppstjörnu og unga konu með munnræpu og rithöfundadrauma, er líka slatti af kunnuglegum andlitum frá Hollywood. Þar er líka eitt nýstirnið til, leikkonan Haley Bennet sem stendur sig vel í rullu ljóshærðu poppgyðjunnar og dillibossans Coru Corman. Söguþráðurinn er álíka fyrirsjáanlegur og síðustu forsetakosningar en umhverfi myndarinnar er harður og yfirborðslegur tónlistar- og afþreyingarbransi sem mátulega mikið grín er gert að. Svo eru eðlilega tónlistaratriði í myndinni þar sem upprunalegt markmið skötuhjúanna er að semja frábært popplag um ástina. Til að gera langa sögu stutta þá er þetta ósköp sæt og metnaðarlítil mynd með afar klassískan boðskap um að maður eigi bara að vera maður sjálfur og fylgja hjartanu því þá verði maður hamingjusamur og frægur. Leikararnir gera hvað þeir geta úr rislitlu handriti, hr. Grant meira að segja syngur og dansar – sem kannski var helsta ögrunin þetta árið? Senurnar eru ekkert augnayndi né eftirminnilegar, þetta er til dæmis ekki týpísk New York-mynd þótt hún eigi að gerast þar. Það má alveg flissa yfir þessu en þá myndi ég frekar gera það eitthvert þynnkulegt og drýldið síðdegi í sófanum heima. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Fleiri fréttir Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira