Music and Lyrics - tvær stjörnur 13. mars 2007 00:01 Fyrirsjáanleg sunnudagsvídeómynd. Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja af hverju Hugh Grant nennir að gera bíómyndir. Hann leikur jú ávallt sömu persónuna, taugaveiklaðan, vandræðalegan en hnyttinn Breta sem lendir í ástarævintýri með konu sem er fjórtánhundruð sinnum fallegri en hann sjálfur. Hugh Grant er ekki góður leikari og þetta virkaði síðast hjá honum fyrir áratug síðan en hann gefst ekki upp. Meðleikkona hans í Music and Lyrics, Drew Barrymore, er líka sjóuð í rómantískum gamanmyndum og ágætlega fyndin ennþá. Í kringum þetta óvænta par, útbrunna poppstjörnu og unga konu með munnræpu og rithöfundadrauma, er líka slatti af kunnuglegum andlitum frá Hollywood. Þar er líka eitt nýstirnið til, leikkonan Haley Bennet sem stendur sig vel í rullu ljóshærðu poppgyðjunnar og dillibossans Coru Corman. Söguþráðurinn er álíka fyrirsjáanlegur og síðustu forsetakosningar en umhverfi myndarinnar er harður og yfirborðslegur tónlistar- og afþreyingarbransi sem mátulega mikið grín er gert að. Svo eru eðlilega tónlistaratriði í myndinni þar sem upprunalegt markmið skötuhjúanna er að semja frábært popplag um ástina. Til að gera langa sögu stutta þá er þetta ósköp sæt og metnaðarlítil mynd með afar klassískan boðskap um að maður eigi bara að vera maður sjálfur og fylgja hjartanu því þá verði maður hamingjusamur og frægur. Leikararnir gera hvað þeir geta úr rislitlu handriti, hr. Grant meira að segja syngur og dansar – sem kannski var helsta ögrunin þetta árið? Senurnar eru ekkert augnayndi né eftirminnilegar, þetta er til dæmis ekki týpísk New York-mynd þótt hún eigi að gerast þar. Það má alveg flissa yfir þessu en þá myndi ég frekar gera það eitthvert þynnkulegt og drýldið síðdegi í sófanum heima. Kristrún Heiða Hauksdóttir Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Mér er gjörsamlega fyrirmunað að skilja af hverju Hugh Grant nennir að gera bíómyndir. Hann leikur jú ávallt sömu persónuna, taugaveiklaðan, vandræðalegan en hnyttinn Breta sem lendir í ástarævintýri með konu sem er fjórtánhundruð sinnum fallegri en hann sjálfur. Hugh Grant er ekki góður leikari og þetta virkaði síðast hjá honum fyrir áratug síðan en hann gefst ekki upp. Meðleikkona hans í Music and Lyrics, Drew Barrymore, er líka sjóuð í rómantískum gamanmyndum og ágætlega fyndin ennþá. Í kringum þetta óvænta par, útbrunna poppstjörnu og unga konu með munnræpu og rithöfundadrauma, er líka slatti af kunnuglegum andlitum frá Hollywood. Þar er líka eitt nýstirnið til, leikkonan Haley Bennet sem stendur sig vel í rullu ljóshærðu poppgyðjunnar og dillibossans Coru Corman. Söguþráðurinn er álíka fyrirsjáanlegur og síðustu forsetakosningar en umhverfi myndarinnar er harður og yfirborðslegur tónlistar- og afþreyingarbransi sem mátulega mikið grín er gert að. Svo eru eðlilega tónlistaratriði í myndinni þar sem upprunalegt markmið skötuhjúanna er að semja frábært popplag um ástina. Til að gera langa sögu stutta þá er þetta ósköp sæt og metnaðarlítil mynd með afar klassískan boðskap um að maður eigi bara að vera maður sjálfur og fylgja hjartanu því þá verði maður hamingjusamur og frægur. Leikararnir gera hvað þeir geta úr rislitlu handriti, hr. Grant meira að segja syngur og dansar – sem kannski var helsta ögrunin þetta árið? Senurnar eru ekkert augnayndi né eftirminnilegar, þetta er til dæmis ekki týpísk New York-mynd þótt hún eigi að gerast þar. Það má alveg flissa yfir þessu en þá myndi ég frekar gera það eitthvert þynnkulegt og drýldið síðdegi í sófanum heima. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira