Tónlist

Beastie Boys bætast við

Rappararnir í Beastie Boys spila á Hróarskeldu í ár eftir margra ára fjarveru.
Rappararnir í Beastie Boys spila á Hróarskeldu í ár eftir margra ára fjarveru.

Hljómsveitirnar Beastie Boys, The Killers, Peter Björn og John og Slayer eru á meðal þeirra sem hafa bæst við dagskrá Hróarskelduhátíðarinnar sem verður haldin í Danmörku í sumar.

Langt er síðan Beastie Boys spiluðu síðast á Hróarskeldu. Eiga slagarar á borð við Sabotage, Fight For Your Right og Intergalactic eflaust eftir að falla hátíðargestum vel í geð. The Killers frá Las Vegas gáfu á síðasta ári út sína aðra plötu, Sam"s Town og hefur hún m.a. að geyma lagið When You Were Young. Peter, Björn og John gaf út plötuna Writers Block á síðasta ári þar sem hið vinsæla Young Folks er m.a. að finna. Sveitin heldur tónleika hér á landi í vor.

Á meðal fleiri þekktra nafna á Hróarskeldu í ár eru Red Hot Chili Peppers, Björk og The Who.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×