33 atriði staðfest 9. mars 2007 10:00 Tónlistarmaðurinn Mugison kemur fram á Aldrei fór ég suður ásamt 32 öðrum hljómsveitum og listamönnum. MYND/Daníel Alls hafa 33 atriði verið staðfest á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem verður haldin á Ísafirði um páskana. „Við ætluðum að fækka atriðum í ár en þau voru öll svo geðveik sem sóttu um þannig að það var ekki hægt að segja nei,“ segir Mugison sem hefur skipulagt hátíðina undanfarin ár. „Við höfum fengið 80 til 90 umsóknir og þær eru ennþá að berast, þótt við séum eiginlega búin að fylla í öll „slott“. Hátíðin hefur hingað til verið haldin á laugardegi en í þetta sinn hefur föstudeginum langa verið bætt við dagskrána. Á meðal þeirra sem koma fram verða Blonde Redhead, franski raftónlistarmaðurinn Charlie, Lay Low, Æla, Bloodgroup, Jan Mayen, Ham, Mínus, Benny Crespo"s Gang, Dóri DNA og að sjálfsögðu Mugison, sem verður með stærra band með sér en venjulega. Á síðasta ári voru 26 atriði á dagskrá hátíðarinnar í stað 33 núna og því er ljóst að Aldrei fór ég suður verður stærri en nokkru sinni fyrr. Hátíðin verður í þetta sinn haldin í skemmu við Ísafjarðarhöfn en hingað til hefur hún verið haldin í Edinborgarhúsinu sem er nokkuð smærra í sniðum. „Þetta er meira niðri á bryggju þannig að það verður auðvelt fyrir fólk að kæla sig á milli atriða,“ segir Mugison, sem reiknar með stórskemmtilegri hátíð. Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Alls hafa 33 atriði verið staðfest á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem verður haldin á Ísafirði um páskana. „Við ætluðum að fækka atriðum í ár en þau voru öll svo geðveik sem sóttu um þannig að það var ekki hægt að segja nei,“ segir Mugison sem hefur skipulagt hátíðina undanfarin ár. „Við höfum fengið 80 til 90 umsóknir og þær eru ennþá að berast, þótt við séum eiginlega búin að fylla í öll „slott“. Hátíðin hefur hingað til verið haldin á laugardegi en í þetta sinn hefur föstudeginum langa verið bætt við dagskrána. Á meðal þeirra sem koma fram verða Blonde Redhead, franski raftónlistarmaðurinn Charlie, Lay Low, Æla, Bloodgroup, Jan Mayen, Ham, Mínus, Benny Crespo"s Gang, Dóri DNA og að sjálfsögðu Mugison, sem verður með stærra band með sér en venjulega. Á síðasta ári voru 26 atriði á dagskrá hátíðarinnar í stað 33 núna og því er ljóst að Aldrei fór ég suður verður stærri en nokkru sinni fyrr. Hátíðin verður í þetta sinn haldin í skemmu við Ísafjarðarhöfn en hingað til hefur hún verið haldin í Edinborgarhúsinu sem er nokkuð smærra í sniðum. „Þetta er meira niðri á bryggju þannig að það verður auðvelt fyrir fólk að kæla sig á milli atriða,“ segir Mugison, sem reiknar með stórskemmtilegri hátíð.
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira