33 atriði staðfest 9. mars 2007 10:00 Tónlistarmaðurinn Mugison kemur fram á Aldrei fór ég suður ásamt 32 öðrum hljómsveitum og listamönnum. MYND/Daníel Alls hafa 33 atriði verið staðfest á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem verður haldin á Ísafirði um páskana. „Við ætluðum að fækka atriðum í ár en þau voru öll svo geðveik sem sóttu um þannig að það var ekki hægt að segja nei,“ segir Mugison sem hefur skipulagt hátíðina undanfarin ár. „Við höfum fengið 80 til 90 umsóknir og þær eru ennþá að berast, þótt við séum eiginlega búin að fylla í öll „slott“. Hátíðin hefur hingað til verið haldin á laugardegi en í þetta sinn hefur föstudeginum langa verið bætt við dagskrána. Á meðal þeirra sem koma fram verða Blonde Redhead, franski raftónlistarmaðurinn Charlie, Lay Low, Æla, Bloodgroup, Jan Mayen, Ham, Mínus, Benny Crespo"s Gang, Dóri DNA og að sjálfsögðu Mugison, sem verður með stærra band með sér en venjulega. Á síðasta ári voru 26 atriði á dagskrá hátíðarinnar í stað 33 núna og því er ljóst að Aldrei fór ég suður verður stærri en nokkru sinni fyrr. Hátíðin verður í þetta sinn haldin í skemmu við Ísafjarðarhöfn en hingað til hefur hún verið haldin í Edinborgarhúsinu sem er nokkuð smærra í sniðum. „Þetta er meira niðri á bryggju þannig að það verður auðvelt fyrir fólk að kæla sig á milli atriða,“ segir Mugison, sem reiknar með stórskemmtilegri hátíð. Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Alls hafa 33 atriði verið staðfest á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem verður haldin á Ísafirði um páskana. „Við ætluðum að fækka atriðum í ár en þau voru öll svo geðveik sem sóttu um þannig að það var ekki hægt að segja nei,“ segir Mugison sem hefur skipulagt hátíðina undanfarin ár. „Við höfum fengið 80 til 90 umsóknir og þær eru ennþá að berast, þótt við séum eiginlega búin að fylla í öll „slott“. Hátíðin hefur hingað til verið haldin á laugardegi en í þetta sinn hefur föstudeginum langa verið bætt við dagskrána. Á meðal þeirra sem koma fram verða Blonde Redhead, franski raftónlistarmaðurinn Charlie, Lay Low, Æla, Bloodgroup, Jan Mayen, Ham, Mínus, Benny Crespo"s Gang, Dóri DNA og að sjálfsögðu Mugison, sem verður með stærra band með sér en venjulega. Á síðasta ári voru 26 atriði á dagskrá hátíðarinnar í stað 33 núna og því er ljóst að Aldrei fór ég suður verður stærri en nokkru sinni fyrr. Hátíðin verður í þetta sinn haldin í skemmu við Ísafjarðarhöfn en hingað til hefur hún verið haldin í Edinborgarhúsinu sem er nokkuð smærra í sniðum. „Þetta er meira niðri á bryggju þannig að það verður auðvelt fyrir fólk að kæla sig á milli atriða,“ segir Mugison, sem reiknar með stórskemmtilegri hátíð.
Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira