Þórir ferðast um Ítalíu 9. mars 2007 06:30 Tónlistarmaðurinn Þórir Georg Jónsson er að vinna að sinni þriðju plötu. MYND/Anton Tónlistarmaðurinn Þórir ætlar í tónleikaferð um Ítalíu í apríl. Þar mun hann spila einsamall á níu tónleikum á níu dögum. „Það verður mjög gaman enda hef ég aldrei komið til Ítalíu,“ segir Þórir, sem er að vinna að sinni þriðju plötu sem er væntanleg í sumar. „Þetta gengur hægt og bítandi,“ segir hann um plötuna, sem hann tekur upp sjálfur. Að sögn Þóris er ekki að vænta mikilla breytinga frá fyrri plötum nema kannski að hljómurinn verður stærri en áður, með fleiri hljóðfærum. „Öll lögin eru útsett eins og fyrir hljómsveit. Það verða trommur, bassi, píanó, selló og allt mögulegt í þessum lögum. Þetta verður kannski líflegri plata en síðustu tvær,“ segir hann. Þórir spilar sjálfur á hljóðfærin á plötunni en á tónleikum fær hann aðstoð frá félögum sínum úr rokksveitinni Gavin Portland, Hildi Kristínu úr Rökkurró og Ólafi Arnalds. Spilaði hann með Ólafi á tónleikum í Þýskalandi í desember síðastliðinum. „Við spiluðum á fimm eða sex tónleikum. Það gekk ótrúlega vel og þeir voru vel sóttir.“ Gavin Portland, sem spilaði óvænt á tvennum tónleikum hér heima um síðustu helgi, er um þessar mundir að bóka tónleikaferðalag um Evrópu sem verður farið í júní. Vonast er til að fyrsta plata sveitarinnar, sem fékk fádæma góðar undirtektir fyrir síðustu jól, komi út erlendis áður en Evróputúrinn hefst. Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Þórir ætlar í tónleikaferð um Ítalíu í apríl. Þar mun hann spila einsamall á níu tónleikum á níu dögum. „Það verður mjög gaman enda hef ég aldrei komið til Ítalíu,“ segir Þórir, sem er að vinna að sinni þriðju plötu sem er væntanleg í sumar. „Þetta gengur hægt og bítandi,“ segir hann um plötuna, sem hann tekur upp sjálfur. Að sögn Þóris er ekki að vænta mikilla breytinga frá fyrri plötum nema kannski að hljómurinn verður stærri en áður, með fleiri hljóðfærum. „Öll lögin eru útsett eins og fyrir hljómsveit. Það verða trommur, bassi, píanó, selló og allt mögulegt í þessum lögum. Þetta verður kannski líflegri plata en síðustu tvær,“ segir hann. Þórir spilar sjálfur á hljóðfærin á plötunni en á tónleikum fær hann aðstoð frá félögum sínum úr rokksveitinni Gavin Portland, Hildi Kristínu úr Rökkurró og Ólafi Arnalds. Spilaði hann með Ólafi á tónleikum í Þýskalandi í desember síðastliðinum. „Við spiluðum á fimm eða sex tónleikum. Það gekk ótrúlega vel og þeir voru vel sóttir.“ Gavin Portland, sem spilaði óvænt á tvennum tónleikum hér heima um síðustu helgi, er um þessar mundir að bóka tónleikaferðalag um Evrópu sem verður farið í júní. Vonast er til að fyrsta plata sveitarinnar, sem fékk fádæma góðar undirtektir fyrir síðustu jól, komi út erlendis áður en Evróputúrinn hefst.
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira