126 ár að vinna upp í morgunverk bankastjóra Ögmundur Jónasson skrifar 9. mars 2007 05:00 Á fyrstu áratugum síðustu aldar tíðkaðist það fyrirkomulag á bátum og skipum að háseti fengi einn hlut, skipstjóri þrjá en stýrimaður, vélstjóri og kokkur voru þar á milli. Með öðrum orðum; tekjumunurinn var einn á móti þremur. Ég veit ekki hvað sjómenn síðustu aldar hefðu sagt ef þeir hefðu heyrt um tekjuskiptinguna hjá íslenskum fjármálastofnunum nú um stundir. Til dæmis hjá Glitni. Þar átti einn forstjórinn viðskipti við sjálfan sig eina morgunstund fyrir fáeinum dögum. Þau viðskipti gáfu honum rúmar 380 milljónir í vasann. Morgunstund gefur gull í mund var einhvern tímann sagt. Ekki veit ég nákvæmlega hvað almennir starfsmenn Glitnis fá í sinn hlut fyrir sín störf en hitt veit ég að það tæki einstakling með 250 þúsund króna mánaðartekjur 126 ár að vinna sér inn þessa upphæð. Þetta eru náttúrulega smámunir ef haft er í huga að viðkomandi forstjóri og hans nánustu félagar eiga rúma sex milljarða eignarhlut í sama fyrirtæki. Ég átti samtal við bankastjóra í öðrum banka fyrir fáeinum dögum. Ég spurði hvort það væri rétt að einn aðaleigandi þess banka hefði hagnast um milljarð á mánuði frá því ríkisstjórnin einkavæddi bankann og færði honum hann fyrir fáeinum árum. Viðmælandi minn sagði að þetta væri rangt. Upphæðin væri talsvert hærri. Fjölmiðlar – með undantekningum þó - láta sér fátt um þessa þróun finnast þótt manna á milli sé þetta mikið rætt. En fáir láta sér lengur koma til hugar að gera samanburð á milli launaþróunar ofurlaunamannsins annars vegar og verkamannsins hins vegar. Getur verið að það sé vegna þess að menn telji aðstæður þeirra svo gjörólíkar, að þeir séu hreinlega ekki af sama heimi? Ef svo er þá erum við komin ansi langt frá hlutaskiptum fyrri tíðar. Við erum þá ekki lengur á sama bátnum, ein þjóð í einu landi, heldur tvær óskyldar þjóðir. Íslenskt þjóðfélag hefur tekið miklum breytingum á hálfum öðrum áratug. Þegar ég kemst svo að orði minnir ein ágæt vinkona mín mig jafnan á, að þjóðfélagið hafi ekki breyst af sjálfu sér – því hafi verið breytt. Það séu gerendur þar á bak við. Hyldjúp gjá á milli þjóðfélagshópa er birtingarmynd þessara breytinga. Skyldu þeir stjórnmálaflokkar sem eru valdir að því að sundra samfélaginu vera ánægðir með morgunverk sín? Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Á fyrstu áratugum síðustu aldar tíðkaðist það fyrirkomulag á bátum og skipum að háseti fengi einn hlut, skipstjóri þrjá en stýrimaður, vélstjóri og kokkur voru þar á milli. Með öðrum orðum; tekjumunurinn var einn á móti þremur. Ég veit ekki hvað sjómenn síðustu aldar hefðu sagt ef þeir hefðu heyrt um tekjuskiptinguna hjá íslenskum fjármálastofnunum nú um stundir. Til dæmis hjá Glitni. Þar átti einn forstjórinn viðskipti við sjálfan sig eina morgunstund fyrir fáeinum dögum. Þau viðskipti gáfu honum rúmar 380 milljónir í vasann. Morgunstund gefur gull í mund var einhvern tímann sagt. Ekki veit ég nákvæmlega hvað almennir starfsmenn Glitnis fá í sinn hlut fyrir sín störf en hitt veit ég að það tæki einstakling með 250 þúsund króna mánaðartekjur 126 ár að vinna sér inn þessa upphæð. Þetta eru náttúrulega smámunir ef haft er í huga að viðkomandi forstjóri og hans nánustu félagar eiga rúma sex milljarða eignarhlut í sama fyrirtæki. Ég átti samtal við bankastjóra í öðrum banka fyrir fáeinum dögum. Ég spurði hvort það væri rétt að einn aðaleigandi þess banka hefði hagnast um milljarð á mánuði frá því ríkisstjórnin einkavæddi bankann og færði honum hann fyrir fáeinum árum. Viðmælandi minn sagði að þetta væri rangt. Upphæðin væri talsvert hærri. Fjölmiðlar – með undantekningum þó - láta sér fátt um þessa þróun finnast þótt manna á milli sé þetta mikið rætt. En fáir láta sér lengur koma til hugar að gera samanburð á milli launaþróunar ofurlaunamannsins annars vegar og verkamannsins hins vegar. Getur verið að það sé vegna þess að menn telji aðstæður þeirra svo gjörólíkar, að þeir séu hreinlega ekki af sama heimi? Ef svo er þá erum við komin ansi langt frá hlutaskiptum fyrri tíðar. Við erum þá ekki lengur á sama bátnum, ein þjóð í einu landi, heldur tvær óskyldar þjóðir. Íslenskt þjóðfélag hefur tekið miklum breytingum á hálfum öðrum áratug. Þegar ég kemst svo að orði minnir ein ágæt vinkona mín mig jafnan á, að þjóðfélagið hafi ekki breyst af sjálfu sér – því hafi verið breytt. Það séu gerendur þar á bak við. Hyldjúp gjá á milli þjóðfélagshópa er birtingarmynd þessara breytinga. Skyldu þeir stjórnmálaflokkar sem eru valdir að því að sundra samfélaginu vera ánægðir með morgunverk sín? Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar