Um ódýrar eftirlíkingar 8. mars 2007 05:00 Framsóknarmenn virðast hafa fyllst hreinni örvæntingu ef marka má yfirlýsingar þeirra á flokksþingi sínu um helgina. Þar kallast á rangfærslur og tilraunir til þess að eigna sér stefnumál annarra flokka, einkum Samfylkingarinnar. Í ræðu sinni hélt Jón Sigurðsson því fram að Framsóknarflokkurinn hefði átt frumkvæði að lagasetningu um starfsemi stjórnmálaflokkanna og takmörkun á auglýsingum. Þetta er makalaus fullyrðing í ljósi þess að Samfylkingin og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir hafa barist fyrir lagasetningu af þessu tagi um árabil og það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem lagði til við formenn flokkanna fyrir áramótin að samkomulag yrði gert um takmarkanir á auglýsingum. Framsóknarmenn voru ekki tilbúnir í slíkt samkomulag þá fremur en Sjálfstæðisflokkurinn. Framsóknarflokkurinn samþykkti ýmsar ályktanir á flokksþingi sínu og margt kemur okkur jafnaðarmönnum þar kunnuglega fyrir sjónir. Þar má nefna gömul baráttumál okkar eins og jöfnun atkvæðisréttar, að hluta námslána verði breytt í styrki og afnám stimpilgjalda. Framsóknarmenn taka þessi mál nú upp á sína arma og allt í fínu með það. Það er hins vegar góð latína að geta heimilda þegar menn fá lánað frá öðrum. En því er ekki að heilsa, Jón Sigurðsson kvittar upp á lánið með því að saka aðra flokka um ódýrar eftirlíkingar! Það má Jón eiga að hann slær hér frumlegan tón en málflutningur hans verður seint talinn traustvekjandi. Framsóknarflokkurinn í félagi við Sjálfstæðisflokk ber ábyrgð á stuðningsyfirlýsingu við Íraksstríðið, yfirþyrmandi stóriðjustefnu, sviknum loforðum við eldri borgara og öryrkja, Byrgismáli, ofþenslu í efnahagslífinu sem leggur þungar byrðar á heimilin í landinu, himinháu húsnæðisverði og loks kosningaloforðum sem losa nú tæpa 400 milljarða króna og munu binda hendur næstu og þarnæstu ríkisstjórnar. Þessi frammistaða er ekki til fyrirmyndar og hverfandi hætta á eftirlíkingum enda flýja nú Framsóknarmenn flórinn og leita í smiðju okkar jafnaðarmanna. Verið velkomnir. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Framsóknarmenn virðast hafa fyllst hreinni örvæntingu ef marka má yfirlýsingar þeirra á flokksþingi sínu um helgina. Þar kallast á rangfærslur og tilraunir til þess að eigna sér stefnumál annarra flokka, einkum Samfylkingarinnar. Í ræðu sinni hélt Jón Sigurðsson því fram að Framsóknarflokkurinn hefði átt frumkvæði að lagasetningu um starfsemi stjórnmálaflokkanna og takmörkun á auglýsingum. Þetta er makalaus fullyrðing í ljósi þess að Samfylkingin og hinir stjórnarandstöðuflokkarnir hafa barist fyrir lagasetningu af þessu tagi um árabil og það var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sem lagði til við formenn flokkanna fyrir áramótin að samkomulag yrði gert um takmarkanir á auglýsingum. Framsóknarmenn voru ekki tilbúnir í slíkt samkomulag þá fremur en Sjálfstæðisflokkurinn. Framsóknarflokkurinn samþykkti ýmsar ályktanir á flokksþingi sínu og margt kemur okkur jafnaðarmönnum þar kunnuglega fyrir sjónir. Þar má nefna gömul baráttumál okkar eins og jöfnun atkvæðisréttar, að hluta námslána verði breytt í styrki og afnám stimpilgjalda. Framsóknarmenn taka þessi mál nú upp á sína arma og allt í fínu með það. Það er hins vegar góð latína að geta heimilda þegar menn fá lánað frá öðrum. En því er ekki að heilsa, Jón Sigurðsson kvittar upp á lánið með því að saka aðra flokka um ódýrar eftirlíkingar! Það má Jón eiga að hann slær hér frumlegan tón en málflutningur hans verður seint talinn traustvekjandi. Framsóknarflokkurinn í félagi við Sjálfstæðisflokk ber ábyrgð á stuðningsyfirlýsingu við Íraksstríðið, yfirþyrmandi stóriðjustefnu, sviknum loforðum við eldri borgara og öryrkja, Byrgismáli, ofþenslu í efnahagslífinu sem leggur þungar byrðar á heimilin í landinu, himinháu húsnæðisverði og loks kosningaloforðum sem losa nú tæpa 400 milljarða króna og munu binda hendur næstu og þarnæstu ríkisstjórnar. Þessi frammistaða er ekki til fyrirmyndar og hverfandi hætta á eftirlíkingum enda flýja nú Framsóknarmenn flórinn og leita í smiðju okkar jafnaðarmanna. Verið velkomnir. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun