Mjúk eða hörð stjórnun 7. mars 2007 09:36 Sif Sigfúsdóttir, MA í mannauðsstjórnun. Fyrirtæki eru í auknum mæli að ganga í gegnum breytingar, s.s. alþjóðavæðingu, tækninýjungar og aukna samkeppni. Margir líta í því sambandi á mannauð sem lykilþátt í samkeppnishæfni fyrirtækja og stofnana og leggja áherslu á að breyta hefðbundnum starfsmannadeildum úr deildum sem sjá um skipulag og eftirlit í mannauðsdeildir sem skapa augljóst virði innan fyrirtækja. Mannauðsstjórnun er þá borin saman við hefðbundna starfsmannastjórnun sem er af mörgum talin vera bundin kostnaðareftirliti og skrifstofuhaldi sem starfi ekki endilega í takt við stefnu fyrirtækis. Oft velta menn vöngum yfir hvort munur sé á hefðbundinni starfsmannastjórnun og nútíma mannauðsstjórnun og hvort einhver möguleiki sé í raun á að skapa virði í hefðbundnum starfsmannadeildum. Hvort ekki sé um að ræða nýtt nafn á einum og sama hlutnum. Meginmarkmið mannauðsstjórnunar er stjórnun í anda stefnumiðaðra vinnubragða með langtíma markmiðum þar sem fyrirtæki geti á fljótan og öruggan hátt snúið stefnu í framkvæmd. Þá er stefna mannauðsdeilda samræmd viðskiptastefnu fyrirtækisins að öllu leyti. Mannauðsstjórnun hefur einnig verið skipt í mjúka og harða stjórnun þar sem mjúk mannauðsstjórnun er tákn fyrir mannúðlega stefnu í umhverfi sem virðir tryggð, þarfir, tilfinningar og góð samskipti á meðal starfsmanna. Hörð mannauðsstjórnun stendur fyrir áherslu á að minnka kostnað með áherslu á skipulag og áætlanir þar sem full nýting er fengin úr mannauði. Með nýju hlutverki mannauðsdeilda er nauðsynlegt að mæla árangur því deildirnar þurfa að sýna fram á virðisskapandi starfsemi sem sannarlega tekur heildarstefnu fyrirtækis með í reikninginn. Ekki er nóg að sýna fram á lækkun kostnaðar og skilvirkni heldur þarf að skilgreina hlutverk starfsmanna með tilliti til stefnu. Með áherslu á stefnumiðaða mannauðsstjórnun geta mælingar breyst úr hefðbundnum viðmiðum og mælingum sem oftast eru tengdar kostnaði við ráðningar eða kostnaði við þjálfun, yfir í mælingar sem sýna prósentuhlutfall þeirra starfsmanna sem hafa fengið þjálfun, prósentuhlutfall starfsmanna sem mælast hjálplegir við viðskiptavini eða hversu margir starfsmenn eru stundvísir svo dæmi séu tekin. Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira
Fyrirtæki eru í auknum mæli að ganga í gegnum breytingar, s.s. alþjóðavæðingu, tækninýjungar og aukna samkeppni. Margir líta í því sambandi á mannauð sem lykilþátt í samkeppnishæfni fyrirtækja og stofnana og leggja áherslu á að breyta hefðbundnum starfsmannadeildum úr deildum sem sjá um skipulag og eftirlit í mannauðsdeildir sem skapa augljóst virði innan fyrirtækja. Mannauðsstjórnun er þá borin saman við hefðbundna starfsmannastjórnun sem er af mörgum talin vera bundin kostnaðareftirliti og skrifstofuhaldi sem starfi ekki endilega í takt við stefnu fyrirtækis. Oft velta menn vöngum yfir hvort munur sé á hefðbundinni starfsmannastjórnun og nútíma mannauðsstjórnun og hvort einhver möguleiki sé í raun á að skapa virði í hefðbundnum starfsmannadeildum. Hvort ekki sé um að ræða nýtt nafn á einum og sama hlutnum. Meginmarkmið mannauðsstjórnunar er stjórnun í anda stefnumiðaðra vinnubragða með langtíma markmiðum þar sem fyrirtæki geti á fljótan og öruggan hátt snúið stefnu í framkvæmd. Þá er stefna mannauðsdeilda samræmd viðskiptastefnu fyrirtækisins að öllu leyti. Mannauðsstjórnun hefur einnig verið skipt í mjúka og harða stjórnun þar sem mjúk mannauðsstjórnun er tákn fyrir mannúðlega stefnu í umhverfi sem virðir tryggð, þarfir, tilfinningar og góð samskipti á meðal starfsmanna. Hörð mannauðsstjórnun stendur fyrir áherslu á að minnka kostnað með áherslu á skipulag og áætlanir þar sem full nýting er fengin úr mannauði. Með nýju hlutverki mannauðsdeilda er nauðsynlegt að mæla árangur því deildirnar þurfa að sýna fram á virðisskapandi starfsemi sem sannarlega tekur heildarstefnu fyrirtækis með í reikninginn. Ekki er nóg að sýna fram á lækkun kostnaðar og skilvirkni heldur þarf að skilgreina hlutverk starfsmanna með tilliti til stefnu. Með áherslu á stefnumiðaða mannauðsstjórnun geta mælingar breyst úr hefðbundnum viðmiðum og mælingum sem oftast eru tengdar kostnaði við ráðningar eða kostnaði við þjálfun, yfir í mælingar sem sýna prósentuhlutfall þeirra starfsmanna sem hafa fengið þjálfun, prósentuhlutfall starfsmanna sem mælast hjálplegir við viðskiptavini eða hversu margir starfsmenn eru stundvísir svo dæmi séu tekin.
Fréttir Héðan og þaðan Innlent Viðskipti Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fleiri fréttir Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Sjá meira