Kínverskar púðurkerlingar 7. mars 2007 09:36 Kunningi minn hringdi í mig í vikunni alveg að fara á límingunum. „Er þetta allt að hrynja?“ spurði hann æstur. Ég geispaði letilega í símann og spurði hvað væri eiginlega í gangi. Það kom náttúrulega í ljós að vinurinn sem er snarmanískur andskoti, hleypur maraþon og þarf alltaf að vera að gera eitthvað, hafði náttúrulega rifið sig upp fyrir allar aldir og séð ástandið á kínverska markaðnum. Ég geispaði einu sinni enn og sagði svo við hann að það væri óhollt að vakna svona snemma á morgnana. Ég er alveg sallarólegur yfir þessu kínverska pompi. Maður á aldrei að hoppa út á fyrsta skjálfta. Hann á að vera til þess að skoða málin nánar. Markaður kemur venjulega til baka eftir fyrsta fall og ef hann fellur þá fellur hann í annarri eða þriðju atrennu. Ég er með sterkari taugar en svo að ég fari á taugum yfir því að nokkrar taugaveiklaðar kínverskar púðurkerlingar springi. Ég hef lengi verið með fjárfestingar í Kína. Þetta verður sá markaður, ásamt Indlandi, Brasilíu og Rússlandi, sem mun gefa mest af sér þegar horft er til lengri tíma. Það er líka alveg jafn ljóst að þessir markaðir munu sveiflast mikið og stundum mjög dramatískt. Ég er fæddur á ári drekans samkvæmt kínversku stjörnuspekinni og við erum fæddir til valda og forystu við drekarnir. Kína er í mínum huga áhyggjulausa ævikvöldið. Það verða 1,5 milljarðar manna sem munu leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að ég þurfi ekki að leita til Tryggingastofnunar í ellinni og get keypt mig fremst í röðina fyrir kransæðabæpassið. Nú er runnið upp ár svínsins og ég ætla ekki að sleppa því að halda áfram að flá feitan gölt á kínverska markaðnum. Það eina sem ég er hræddur við og gæti verið að þrengja á mér kransæðarnar, fyrir utan óhóf í mat og drykk og almenna sófaveru, er helvítis krónan. Ég bara treysti henni ekki. Ég er reyndar búinn að koma mér í jákvæðan gjaldeyrisjöfnuð eins og allir hinir til að hagnast á krónunni, en einn tyrkneskur bömmer getur sett krónuna óþarflega langt niður. Það er eiginlega ekki búandi við slíkan andskota. Ekki það að ég hafi miklar áhyggjur af mér. Áhyggjurnar hef ég af hinum, því þrátt fyrir allt þá hugsa ég ekki bara um sjálfan mig. Ég stend mig meira að segja óafvitandi að því að hugsa töluvert um aðra. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Kunningi minn hringdi í mig í vikunni alveg að fara á límingunum. „Er þetta allt að hrynja?“ spurði hann æstur. Ég geispaði letilega í símann og spurði hvað væri eiginlega í gangi. Það kom náttúrulega í ljós að vinurinn sem er snarmanískur andskoti, hleypur maraþon og þarf alltaf að vera að gera eitthvað, hafði náttúrulega rifið sig upp fyrir allar aldir og séð ástandið á kínverska markaðnum. Ég geispaði einu sinni enn og sagði svo við hann að það væri óhollt að vakna svona snemma á morgnana. Ég er alveg sallarólegur yfir þessu kínverska pompi. Maður á aldrei að hoppa út á fyrsta skjálfta. Hann á að vera til þess að skoða málin nánar. Markaður kemur venjulega til baka eftir fyrsta fall og ef hann fellur þá fellur hann í annarri eða þriðju atrennu. Ég er með sterkari taugar en svo að ég fari á taugum yfir því að nokkrar taugaveiklaðar kínverskar púðurkerlingar springi. Ég hef lengi verið með fjárfestingar í Kína. Þetta verður sá markaður, ásamt Indlandi, Brasilíu og Rússlandi, sem mun gefa mest af sér þegar horft er til lengri tíma. Það er líka alveg jafn ljóst að þessir markaðir munu sveiflast mikið og stundum mjög dramatískt. Ég er fæddur á ári drekans samkvæmt kínversku stjörnuspekinni og við erum fæddir til valda og forystu við drekarnir. Kína er í mínum huga áhyggjulausa ævikvöldið. Það verða 1,5 milljarðar manna sem munu leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að ég þurfi ekki að leita til Tryggingastofnunar í ellinni og get keypt mig fremst í röðina fyrir kransæðabæpassið. Nú er runnið upp ár svínsins og ég ætla ekki að sleppa því að halda áfram að flá feitan gölt á kínverska markaðnum. Það eina sem ég er hræddur við og gæti verið að þrengja á mér kransæðarnar, fyrir utan óhóf í mat og drykk og almenna sófaveru, er helvítis krónan. Ég bara treysti henni ekki. Ég er reyndar búinn að koma mér í jákvæðan gjaldeyrisjöfnuð eins og allir hinir til að hagnast á krónunni, en einn tyrkneskur bömmer getur sett krónuna óþarflega langt niður. Það er eiginlega ekki búandi við slíkan andskota. Ekki það að ég hafi miklar áhyggjur af mér. Áhyggjurnar hef ég af hinum, því þrátt fyrir allt þá hugsa ég ekki bara um sjálfan mig. Ég stend mig meira að segja óafvitandi að því að hugsa töluvert um aðra. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Viðskipti innlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira