Hljómfagur hvalreki 7. mars 2007 06:30 Danski sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson heldur tónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit í kvöld ásamt píanóleikaranum Ninu Kavtaradze og Einari Jóhannessyni klarinettuleikara. Erling er íslenskum tónleikagestum að góðu kunnur en hann hefur haldið reglulega tónleika hér á landi um áratugaskeið enda á Ísland sérstakan stað í hjarta hans og hann á hingað rætur að rekja. Á tónleikunum í kvöld leikur hann ásamt tengdadóttur sinni en þau héldu einnig tónleika hér á landi fyrir fjórum árum. Hann var aðeins þriggja ára þegar faðir hans kynnti hann fyrir sellóinu og ári síðar var hann farinn að koma fram á tónleikum. Sextán ára var honum veitt innganga í einn virtasta tónlistarskóla Bandaríkjanna, Curtis Institute of Music í Fíladelfíu, og varð nemandi hins heimsfræga sellósnillings Gregors Píatígorskís. Erling hefur komið fram sem einleikari víða um heim og leikið með flestum af fremstu hljómsveitum veraldar og hefur hljóðritað yfir 50 hljómplötur og geisladiska. Hann hefur enn fremur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir leik sinn. Á efnisskrá tónleikanna í kvöld eru verk eftir Ludwig van Beethoven, Johannes Brahms og Dímítríj Sjostakovitsj. Tónleikar hefjast kl. 20.30. Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Danski sellóleikarinn Erling Blöndal Bengtsson heldur tónleika í Laugarborg í Eyjafjarðarsveit í kvöld ásamt píanóleikaranum Ninu Kavtaradze og Einari Jóhannessyni klarinettuleikara. Erling er íslenskum tónleikagestum að góðu kunnur en hann hefur haldið reglulega tónleika hér á landi um áratugaskeið enda á Ísland sérstakan stað í hjarta hans og hann á hingað rætur að rekja. Á tónleikunum í kvöld leikur hann ásamt tengdadóttur sinni en þau héldu einnig tónleika hér á landi fyrir fjórum árum. Hann var aðeins þriggja ára þegar faðir hans kynnti hann fyrir sellóinu og ári síðar var hann farinn að koma fram á tónleikum. Sextán ára var honum veitt innganga í einn virtasta tónlistarskóla Bandaríkjanna, Curtis Institute of Music í Fíladelfíu, og varð nemandi hins heimsfræga sellósnillings Gregors Píatígorskís. Erling hefur komið fram sem einleikari víða um heim og leikið með flestum af fremstu hljómsveitum veraldar og hefur hljóðritað yfir 50 hljómplötur og geisladiska. Hann hefur enn fremur hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir leik sinn. Á efnisskrá tónleikanna í kvöld eru verk eftir Ludwig van Beethoven, Johannes Brahms og Dímítríj Sjostakovitsj. Tónleikar hefjast kl. 20.30.
Mest lesið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Halla í peysufötum langömmu sinnar Tíska og hönnun Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira