Grátur og gnístran tanna hjá Höllu og Einari í X-Factor 5. mars 2007 09:30 Lag og flutningu Alan á laginu Lately snart Höllu á einstakan hátt þannig að tárin streymdu niður í lok þáttarins þegar söngvarinn var sendur heim. MYND/ Sigurjón Ragnar „Ég var eitthvað viðkvæm fyrir og mátti eiginlega bara ekki við þessu,“ segir Halla Vilhjálmsdóttir, kynnirinn skeleggi í X-Factor, sem átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar Alan var rekin heim úr síðasta X-Factor þættinum á föstudaginn. Sjónvarpsáhorfendur heima í stofu voru þrumu lostnir þegar táraflóðið rann niður kinnar Höllu og Einars Bárðarsonar eftir að Ellý hafði sent Alan heim. En pönkdrottningin var síður en svo öfundsverð af hlutverki sínu, þurfti að velja á milli hans og stúlknadúettsins Höru frá Hveragerði. Halla segist hins vegar ekki vera hlutdræg þótt hún gráti kannski ekki næst þegar einhver verður sendur heim. Lagið Lately- um eiginmanninn sem kemst að framhjáhaldi eiginkonu sinnar og syngur til hennar kveðjuóð- sem Alan söng svona snilldarlega hafi einfaldlega snert gráttaugarnar með einstökum hætti. „Þegar hann söng þetta fyrr í þættinum fór ég líka að gráta en tókst að fela það með meiki og láta eins og ekkert hefði í skorist. Ég er hins vegar svo mikil pabbastelpa og þegar ég sá Einar Bárðarson, fullorðinn og fullkomlega heilbrigðan karlmann, fella tár gat ég hreinlega ekki haldið aftur af mér,“ útskýrir Halla. Einar Bárðarson var að vonum niðurlútir vegna brottrekstra Alan en hann hefur nú þegar misst tvo mjög sterka söngvara úr sínum hópi, þá Sigga kaftein, og nú Alan. „Þetta var í fyrsta skipti sem Alan tókst að yfirvinna sviðskrekkinn og stressið og sýna hvers hann er megnugur. Þess vegna var mjög erfitt að sjá á eftir honum,“ segir Einar sem fannst það fáranlegt að þessir tveir keppendur skyldu verma botnsætin tvö. „Það verður mikill söknuður af Alan og ég fann það á leiðinni út til London að allir í flugvélinni voru í sjokki og reyndu að hughreysta mig,“ bætir Einar við og segir að þarna hafi einfaldlega birst hinn nýji mjúki maður sem óhikað grætur í sjónvarpi. „Ég er bara í góðu sambandi við mig og mínar tilfinningar.“ Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég var eitthvað viðkvæm fyrir og mátti eiginlega bara ekki við þessu,“ segir Halla Vilhjálmsdóttir, kynnirinn skeleggi í X-Factor, sem átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar Alan var rekin heim úr síðasta X-Factor þættinum á föstudaginn. Sjónvarpsáhorfendur heima í stofu voru þrumu lostnir þegar táraflóðið rann niður kinnar Höllu og Einars Bárðarsonar eftir að Ellý hafði sent Alan heim. En pönkdrottningin var síður en svo öfundsverð af hlutverki sínu, þurfti að velja á milli hans og stúlknadúettsins Höru frá Hveragerði. Halla segist hins vegar ekki vera hlutdræg þótt hún gráti kannski ekki næst þegar einhver verður sendur heim. Lagið Lately- um eiginmanninn sem kemst að framhjáhaldi eiginkonu sinnar og syngur til hennar kveðjuóð- sem Alan söng svona snilldarlega hafi einfaldlega snert gráttaugarnar með einstökum hætti. „Þegar hann söng þetta fyrr í þættinum fór ég líka að gráta en tókst að fela það með meiki og láta eins og ekkert hefði í skorist. Ég er hins vegar svo mikil pabbastelpa og þegar ég sá Einar Bárðarson, fullorðinn og fullkomlega heilbrigðan karlmann, fella tár gat ég hreinlega ekki haldið aftur af mér,“ útskýrir Halla. Einar Bárðarson var að vonum niðurlútir vegna brottrekstra Alan en hann hefur nú þegar misst tvo mjög sterka söngvara úr sínum hópi, þá Sigga kaftein, og nú Alan. „Þetta var í fyrsta skipti sem Alan tókst að yfirvinna sviðskrekkinn og stressið og sýna hvers hann er megnugur. Þess vegna var mjög erfitt að sjá á eftir honum,“ segir Einar sem fannst það fáranlegt að þessir tveir keppendur skyldu verma botnsætin tvö. „Það verður mikill söknuður af Alan og ég fann það á leiðinni út til London að allir í flugvélinni voru í sjokki og reyndu að hughreysta mig,“ bætir Einar við og segir að þarna hafi einfaldlega birst hinn nýji mjúki maður sem óhikað grætur í sjónvarpi. „Ég er bara í góðu sambandi við mig og mínar tilfinningar.“
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira