Stjörnumenn voru sjálfum sér verstir 4. mars 2007 07:00 Patrekur Jóhannesson fékk þungt högg í fyrri hálfleik og sneri ekki aftur á völlinn. MYND/Daníel Stjörnumenn drógust aftur úr í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í gær þegar liðið tapaði gegn Íslandsmeisturum Fram á heimavelli, 25-29, í fjörugum og hörðum leik. Stjarnan leiddi með þremur mörkum í leikhléi en kastaði síðan frá sér leiknum með klaufaskap. Stjörnumenn fá tækifæri til hefnda í bikarúrslitaleiknum um næstu helgi. Það dugðu engin vettlingatök á milli þessara liða í gær og leikmenn gengu æði vasklega fram í varnarleiknum og stundum einum of þar sem áberandi var að leikmenn beittu olnbogum og auk þess fóru menn oft með hendur í andlit andstæðinga. Patrekur Jóhannesson varð fórnarlamb þessara átaka en hann yfirgaf leikvöllinn í fyrri hálfleik með skurð á auga og kom ekki aftur við sögu. Varnarleikur beggja liða var góður í fyrri hálfleiknum en markvarsla Rolands lagði grunninn að þriggja marka forskoti Stjörnunnar í leikhléi en kollegi hans hinum megin, Björgvin, varði aðeins fjögur skot í fyrri hálfleik og hefði að ósekju mátt koma fyrr af velli. Framarar settu Magnús í markið í síðari hálfleik og hinn síunga Belanyi í hornið og það skilaði sínu því Fram skoraði þrjú fyrstu mörk hálfleiksins og þar af tvö frá Belanyi. Stjörnumenn brotnuðu við mótlætið og fóru að kasta frá sér boltanum á ævintýralega klaufalegan hátt hvað eftir annað og þeim var grimmilega refsað með mörkum úr hraðaupphlaupum. Til að bæta gráu ofan á svart voru leikmenn liðsins að láta reka sig af velli fyrir vitleysisgang. Fram náði fljótt þriggja marka forystu, 15-18, og leit aldrei til baka. Stjarnan náði ekkert að ógna meisturunum það sem eftir lifði leiks. „Við lékum eins og Stjarnan vildi að við spiluðum í fyrri hálfleik. Við náðum síðan að keyra upp hraðann í síðari hálfleik og þá gekk þetta," sagði Jóhann Gunnar Einarsson sem dró vagninn hjá Fram enn eina ferðina og var með ólíkindum að Stjarnan skyldi ekki taka hann úr umferð fyrr en rétt í lokin. „Það er vonandi ekki slæmt að vinna leikinn því það er oft sagt að liðið sem vinnur fyrri leikinn, þegar lið mætast tvisvar í röð, tapar seinni leiknum. Við verðum að afsanna það." Fyrir utan Jóhann átti Belanyi frábæra innkomu í leikinn. Kalandadze var yfirburðamaður hjá Stjörnunni, Roland varði vel en liðið réð einfaldlega ekki við það að missa Patrek úr leiknum. Það kom aðeins framlag frá þremur mönnum í sókn, hinir voru áhorfendur með bestu sætin í húsinu. Olís-deild karla Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira
Stjörnumenn drógust aftur úr í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í gær þegar liðið tapaði gegn Íslandsmeisturum Fram á heimavelli, 25-29, í fjörugum og hörðum leik. Stjarnan leiddi með þremur mörkum í leikhléi en kastaði síðan frá sér leiknum með klaufaskap. Stjörnumenn fá tækifæri til hefnda í bikarúrslitaleiknum um næstu helgi. Það dugðu engin vettlingatök á milli þessara liða í gær og leikmenn gengu æði vasklega fram í varnarleiknum og stundum einum of þar sem áberandi var að leikmenn beittu olnbogum og auk þess fóru menn oft með hendur í andlit andstæðinga. Patrekur Jóhannesson varð fórnarlamb þessara átaka en hann yfirgaf leikvöllinn í fyrri hálfleik með skurð á auga og kom ekki aftur við sögu. Varnarleikur beggja liða var góður í fyrri hálfleiknum en markvarsla Rolands lagði grunninn að þriggja marka forskoti Stjörnunnar í leikhléi en kollegi hans hinum megin, Björgvin, varði aðeins fjögur skot í fyrri hálfleik og hefði að ósekju mátt koma fyrr af velli. Framarar settu Magnús í markið í síðari hálfleik og hinn síunga Belanyi í hornið og það skilaði sínu því Fram skoraði þrjú fyrstu mörk hálfleiksins og þar af tvö frá Belanyi. Stjörnumenn brotnuðu við mótlætið og fóru að kasta frá sér boltanum á ævintýralega klaufalegan hátt hvað eftir annað og þeim var grimmilega refsað með mörkum úr hraðaupphlaupum. Til að bæta gráu ofan á svart voru leikmenn liðsins að láta reka sig af velli fyrir vitleysisgang. Fram náði fljótt þriggja marka forystu, 15-18, og leit aldrei til baka. Stjarnan náði ekkert að ógna meisturunum það sem eftir lifði leiks. „Við lékum eins og Stjarnan vildi að við spiluðum í fyrri hálfleik. Við náðum síðan að keyra upp hraðann í síðari hálfleik og þá gekk þetta," sagði Jóhann Gunnar Einarsson sem dró vagninn hjá Fram enn eina ferðina og var með ólíkindum að Stjarnan skyldi ekki taka hann úr umferð fyrr en rétt í lokin. „Það er vonandi ekki slæmt að vinna leikinn því það er oft sagt að liðið sem vinnur fyrri leikinn, þegar lið mætast tvisvar í röð, tapar seinni leiknum. Við verðum að afsanna það." Fyrir utan Jóhann átti Belanyi frábæra innkomu í leikinn. Kalandadze var yfirburðamaður hjá Stjörnunni, Roland varði vel en liðið réð einfaldlega ekki við það að missa Patrek úr leiknum. Það kom aðeins framlag frá þremur mönnum í sókn, hinir voru áhorfendur með bestu sætin í húsinu.
Olís-deild karla Mest lesið Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta Körfubolti „Getum verið fjandi góðir“ Körfubolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Sport ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Handbolti Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Körfubolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Fleiri fréttir ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Sjá meira