Eignarréttur og forræði þjóðarinnar 4. mars 2007 06:00 Eitt merkasta umræðuefni stjórnmálanna snýr að því hvernig eignarréttur myndast. Stjórnmálasaga Vesturlanda markast mjög af þessari spurningu og gæfa þjóða hefur risið og hnigið í tengslum við hvernig spurningunni er svarað. Frjálslyndir menn hafa lengi lagt á það áherslu að eignarrétturinn sé forsenda blómlegs, fjölbreytts og umburðarlynds þjóðfélags. Því meiri eignum sem ríkisvaldið ræður yfir, því meiri hætta er á miðstýrðu einsleitu samfélagi sem umber illa frávik frá því sem valdhöfum þóknast. Þetta er mikilvægt, en ekki er síður mikilvægt að séreignarrétturinn er ein frumforsenda efnahagsframfara, tækninýjunga og almennrar velmegunar. Eignarréttur á náttúruauðlindum er mjög áhugavert viðfangsefni fyrir okkur Íslendinga, við eigum meira undir slíkum auðlindum en flestar aðrar þjóðir veraldar. Nýting náttúrunnar, sérstaklega þeirra auðlinda sem eru endurnýjanlegar eins og ræktað land og fiskistofnar, mynda grunninn að efnahagslegri velferð okkar og það er því eðlilegt að við deilum um hvernig þessum málum sé best fyrirkomið. Umræðan skiptist í tvö horn og ráða stjórnmálaskoðanir þar mestu um. Annars vegar eru þeir sem telja að ríkið eigi að eiga allar auðlindir og hins vegar hinir sem leggja áherslu á séreignarrétt. Nálgun mín og margra þeirra sem telja að séreignarrétturinn sé farsæl lausn hvílir á eftirfarandi hugsun: Auðlind, til dæmis fiskurinn í sjónum, hefur ekkert verðgildi í sjálfum sér. Fiskur sem syndir um í hafinu, sem enginn kann að veiða, verka eða koma í verð er ekki auðlind í þeirri merkingu orðsins að um sé að ræða verðmæti sem meta megi til fjár. Verðmætið myndast þannig að einhverjir taka áhættu og finna út leiðir til að veiða fiskinn og verka með minni tilkostnaði en þeim tekjum sem má fá þegar hann er seldur. Verðmæti fiskauðlindarinnar er því munurinn á kostnaði við að veiða og vinna annars vegar og tekjunum hins vegar. Þetta verðmæti hafa því einstaklingar skapað, ekki ríkisvaldið nema að þeim hluta sem felst í því að halda uppi almannareglu, verja landið og miðin fyrir ágangi annarra þjóða o.s.frv. Fiskveiðiauðlindin er takmörkuð og þegar kom að því að takmarka varð aðgang að henni áttu þeir sem höfðu nýtingarsögu að eignast nýtingarréttinn. Ég er því þeirrar skoðunar að það geti vel farið saman að ríkið, fyrir hönd þjóðarinnar, hafi eignar- og yfirráðarétt yfir fiskistofnunum en nýtingarrétturinn sé í höndum útgerðarmanna. Ég tel að þessi hugsun hafi legið að baki þegar eftirfarandi setning var samþykkt í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar: „Ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar verði bundið í stjórnarskrá." Fiskistofnarnir í kringum landið yrðu þar með á forræði ríkisins, ákvarðanir um heildarafla, veiðistýring o.s.frv. væru þar með teknar af stjórnvöldum á grundvelli þessa ákvæðis. Útgerðarmenn ættu sóknarréttinn, en yrðu að hlíta almennum ákvörðunum ríkisvaldsins um hvernig farið er með auðlindina. Stefna Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum er mjög skýr og þetta ákvæði stjórnarsáttmálans er í góðu samræmi við þá stefnu. Því miður tókst ekki að ná samstöðu um útfærslu á ákvæðinu í stjórnarskrárnefndinni og er vel skiljanlegt að margir séu óánægðir með það. Versta sem gæti þó gerst núna er að menn fari að hlaupa til í bráðræði í jafn mikilvægu máli eins og hér er um að ræða. Útfærsluna á að vinna í tengslum við aðrar stjórnarskrárbreytingar, með yfirveguðum hætti en ekki í einhverju panikkasti nokkrum dögum fyrir kosningar. Fyrir kjósendur skiptir miklu máli að stjórnmálaflokkarnir hafi skýra stefnu í sjávarútvegsmálum. Fyrir síðustu kosningar fóru forystumenn Samfylkingarinnar um landið og boðuðu svokallaða afskrifarleið í sjávarútvegi. Sú leið byggði á því að sérstakur skattur yrði lagður á sjávarútveginn og þar með á sjávarbyggðirnar um allt land. Milljarðar áttu að fara úr atvinnurekstri þorpana og kaupstaðanna við sjávarsíðuna, en áfram átti að búa við aflamarkskerfið. Viðtökurnar voru í samræmi við tillögurnar, hörmulegar. Kosningar verða nú eftir nokkra daga. Samfylkingin hefur marg sinnis lýst því yfir að aflamarkskerfið sé mesta óréttlæti Íslandssögunnar, og er þó af nógu að taka í þeirri rúmlega ellefuhundruð ára löngu sögu. Þögn Samfylkingarinnar nú um sjávarútvegsmál er útaf fyrir sig áhugaverð og það er áberandi að talsmenn flokksins, að Jóhanni Ársælssyni slepptum, virðast engan áhuga hafa á þessum málum. Enn á ný er því spurt: Er afskriftastefnan enn stefna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum eða verður ný stefna kokkuð upp á næstu vikum? Greinin er hér birt í heild sinni en tæknileg mistök ollu því að niðurlag greinarinnar datt út þegar greinin var birt í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt merkasta umræðuefni stjórnmálanna snýr að því hvernig eignarréttur myndast. Stjórnmálasaga Vesturlanda markast mjög af þessari spurningu og gæfa þjóða hefur risið og hnigið í tengslum við hvernig spurningunni er svarað. Frjálslyndir menn hafa lengi lagt á það áherslu að eignarrétturinn sé forsenda blómlegs, fjölbreytts og umburðarlynds þjóðfélags. Því meiri eignum sem ríkisvaldið ræður yfir, því meiri hætta er á miðstýrðu einsleitu samfélagi sem umber illa frávik frá því sem valdhöfum þóknast. Þetta er mikilvægt, en ekki er síður mikilvægt að séreignarrétturinn er ein frumforsenda efnahagsframfara, tækninýjunga og almennrar velmegunar. Eignarréttur á náttúruauðlindum er mjög áhugavert viðfangsefni fyrir okkur Íslendinga, við eigum meira undir slíkum auðlindum en flestar aðrar þjóðir veraldar. Nýting náttúrunnar, sérstaklega þeirra auðlinda sem eru endurnýjanlegar eins og ræktað land og fiskistofnar, mynda grunninn að efnahagslegri velferð okkar og það er því eðlilegt að við deilum um hvernig þessum málum sé best fyrirkomið. Umræðan skiptist í tvö horn og ráða stjórnmálaskoðanir þar mestu um. Annars vegar eru þeir sem telja að ríkið eigi að eiga allar auðlindir og hins vegar hinir sem leggja áherslu á séreignarrétt. Nálgun mín og margra þeirra sem telja að séreignarrétturinn sé farsæl lausn hvílir á eftirfarandi hugsun: Auðlind, til dæmis fiskurinn í sjónum, hefur ekkert verðgildi í sjálfum sér. Fiskur sem syndir um í hafinu, sem enginn kann að veiða, verka eða koma í verð er ekki auðlind í þeirri merkingu orðsins að um sé að ræða verðmæti sem meta megi til fjár. Verðmætið myndast þannig að einhverjir taka áhættu og finna út leiðir til að veiða fiskinn og verka með minni tilkostnaði en þeim tekjum sem má fá þegar hann er seldur. Verðmæti fiskauðlindarinnar er því munurinn á kostnaði við að veiða og vinna annars vegar og tekjunum hins vegar. Þetta verðmæti hafa því einstaklingar skapað, ekki ríkisvaldið nema að þeim hluta sem felst í því að halda uppi almannareglu, verja landið og miðin fyrir ágangi annarra þjóða o.s.frv. Fiskveiðiauðlindin er takmörkuð og þegar kom að því að takmarka varð aðgang að henni áttu þeir sem höfðu nýtingarsögu að eignast nýtingarréttinn. Ég er því þeirrar skoðunar að það geti vel farið saman að ríkið, fyrir hönd þjóðarinnar, hafi eignar- og yfirráðarétt yfir fiskistofnunum en nýtingarrétturinn sé í höndum útgerðarmanna. Ég tel að þessi hugsun hafi legið að baki þegar eftirfarandi setning var samþykkt í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar: „Ákvæði um að auðlindir sjávar séu sameign íslensku þjóðarinnar verði bundið í stjórnarskrá." Fiskistofnarnir í kringum landið yrðu þar með á forræði ríkisins, ákvarðanir um heildarafla, veiðistýring o.s.frv. væru þar með teknar af stjórnvöldum á grundvelli þessa ákvæðis. Útgerðarmenn ættu sóknarréttinn, en yrðu að hlíta almennum ákvörðunum ríkisvaldsins um hvernig farið er með auðlindina. Stefna Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsmálum er mjög skýr og þetta ákvæði stjórnarsáttmálans er í góðu samræmi við þá stefnu. Því miður tókst ekki að ná samstöðu um útfærslu á ákvæðinu í stjórnarskrárnefndinni og er vel skiljanlegt að margir séu óánægðir með það. Versta sem gæti þó gerst núna er að menn fari að hlaupa til í bráðræði í jafn mikilvægu máli eins og hér er um að ræða. Útfærsluna á að vinna í tengslum við aðrar stjórnarskrárbreytingar, með yfirveguðum hætti en ekki í einhverju panikkasti nokkrum dögum fyrir kosningar. Fyrir kjósendur skiptir miklu máli að stjórnmálaflokkarnir hafi skýra stefnu í sjávarútvegsmálum. Fyrir síðustu kosningar fóru forystumenn Samfylkingarinnar um landið og boðuðu svokallaða afskrifarleið í sjávarútvegi. Sú leið byggði á því að sérstakur skattur yrði lagður á sjávarútveginn og þar með á sjávarbyggðirnar um allt land. Milljarðar áttu að fara úr atvinnurekstri þorpana og kaupstaðanna við sjávarsíðuna, en áfram átti að búa við aflamarkskerfið. Viðtökurnar voru í samræmi við tillögurnar, hörmulegar. Kosningar verða nú eftir nokkra daga. Samfylkingin hefur marg sinnis lýst því yfir að aflamarkskerfið sé mesta óréttlæti Íslandssögunnar, og er þó af nógu að taka í þeirri rúmlega ellefuhundruð ára löngu sögu. Þögn Samfylkingarinnar nú um sjávarútvegsmál er útaf fyrir sig áhugaverð og það er áberandi að talsmenn flokksins, að Jóhanni Ársælssyni slepptum, virðast engan áhuga hafa á þessum málum. Enn á ný er því spurt: Er afskriftastefnan enn stefna Samfylkingarinnar í sjávarútvegsmálum eða verður ný stefna kokkuð upp á næstu vikum? Greinin er hér birt í heild sinni en tæknileg mistök ollu því að niðurlag greinarinnar datt út þegar greinin var birt í Fréttablaðinu.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun