Leið til þjóðarsáttar í auðlindamálum Jón Sigurðsson skrifar 26. febrúar 2007 10:59 Frumvarp um heildaráætlun um nýtingu og vernd náttúruauðlinda Íslands markar leið til þjóðarsáttar um þessi mikilvægu málefni. Frumvarpið er kaflaskil í þessu mikla deilumáli. Frumvarpið er afrakstur nefndarvinnu með þátttöku allra flokka undir forsæti Karls Axelssonar lögmanns, en fyrrverandi iðnaðarráðherra Valgerður Sverrisdóttir beitti sér fyrir málinu á alþingi. Nefndin komst að sameiginlegri niðurstöðu í flestum atriðum. Að óreyndu verður því ekki trúað að stjórnarandstaðan snúist gegn þessu þjóðþrifamáli. Það er mjög mikilvægt að okkur takist að koma þessu máli upp úr því hjólfari deilna og streitu sem verið hefur um skeið. Auðvitað verða menn aldrei alveg á eitt sáttir um einstök verkefni eða framkvæmdir, en miklu skiptir þó að sem allra mest sátt geti náðst um almennan heildarramma. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að tveir starfshópar, annar á vegum iðnaðarráðherra og hinn á vegum umhverfisráðherra, vinni að undirbúningi heildaráætlunar, en síðan yfirtaki forsætisráðherra málið enda er þetta sameiginlegt verkefni allra stjórnvalda. Stefnt er að því að frumvarp um heildaráætlun verði síðan lagt fyrir Alþingi á árinu 2010. Heildaráætlunin taki bæði til fallvatna og jarðhita og lýsi annars vegar þeim stöðum og svæðum þar sem talið er óhætt og skynsamlegt að virkja og einnig þeim stöðum og svæðum sem talið er réttmætt að vernda af umhverfisástæðum og af öðrum sökum. Síðan muni Alþingi fjalla um slíka áætlun með reglulegu millibili í framtíðinni. Gert er ráð fyrir breytingum á stjórnsýslu orkumála, en einkum þeirri að nánari ákvarðanir um útfærslur og heimildir færist frá iðnaðarráðherra til Orkustofnunar. Þá eru í frumvarpinu ákvæði um stjórnsýslu og tilhögun þegar velja þarf á milli tveggja eða fleiri umsækjenda um sömu verkefni. Ákvæði um þetta hafa ekki verið fyrir hendi og er þetta mikilvægt skref í framþróun orkumarkaðar á landi hér. Þá er í frumvarpinu ráð fyrir því gert að á meðan unnið er að heildaráætluninni verði engin ný - áður ósamþykkt - virkjanaverkefni tekin fyrir án þess að Alþingi samþykki hvert slíkt sérstaklega enda hafi verkefnið hlotið viðhlítandi umsagnir og umhverfismat. Loks eru í frumvarpinu mikilvæg ákvæði um að skylt verði að taka gjald fyrir rannsóknarleyfi og nýtingarleyfi. Auk þess geta aðilar sem fyrr samið um gjald fyrir nýtingu. Þetta auðlindagjald getur í framtíðinni orðið grundvöllur að auðlindasjóði íslensku þjóðarinnar, en t.d. í Alaska hafa menn slíkan sjóð og nýta þar arðinn af auðlindunum til þjóðþrifamála og sérstakra verkefna eða endurgreiða almenningi beint út af tekjum sjóðsins.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Frumvarp um heildaráætlun um nýtingu og vernd náttúruauðlinda Íslands markar leið til þjóðarsáttar um þessi mikilvægu málefni. Frumvarpið er kaflaskil í þessu mikla deilumáli. Frumvarpið er afrakstur nefndarvinnu með þátttöku allra flokka undir forsæti Karls Axelssonar lögmanns, en fyrrverandi iðnaðarráðherra Valgerður Sverrisdóttir beitti sér fyrir málinu á alþingi. Nefndin komst að sameiginlegri niðurstöðu í flestum atriðum. Að óreyndu verður því ekki trúað að stjórnarandstaðan snúist gegn þessu þjóðþrifamáli. Það er mjög mikilvægt að okkur takist að koma þessu máli upp úr því hjólfari deilna og streitu sem verið hefur um skeið. Auðvitað verða menn aldrei alveg á eitt sáttir um einstök verkefni eða framkvæmdir, en miklu skiptir þó að sem allra mest sátt geti náðst um almennan heildarramma. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að tveir starfshópar, annar á vegum iðnaðarráðherra og hinn á vegum umhverfisráðherra, vinni að undirbúningi heildaráætlunar, en síðan yfirtaki forsætisráðherra málið enda er þetta sameiginlegt verkefni allra stjórnvalda. Stefnt er að því að frumvarp um heildaráætlun verði síðan lagt fyrir Alþingi á árinu 2010. Heildaráætlunin taki bæði til fallvatna og jarðhita og lýsi annars vegar þeim stöðum og svæðum þar sem talið er óhætt og skynsamlegt að virkja og einnig þeim stöðum og svæðum sem talið er réttmætt að vernda af umhverfisástæðum og af öðrum sökum. Síðan muni Alþingi fjalla um slíka áætlun með reglulegu millibili í framtíðinni. Gert er ráð fyrir breytingum á stjórnsýslu orkumála, en einkum þeirri að nánari ákvarðanir um útfærslur og heimildir færist frá iðnaðarráðherra til Orkustofnunar. Þá eru í frumvarpinu ákvæði um stjórnsýslu og tilhögun þegar velja þarf á milli tveggja eða fleiri umsækjenda um sömu verkefni. Ákvæði um þetta hafa ekki verið fyrir hendi og er þetta mikilvægt skref í framþróun orkumarkaðar á landi hér. Þá er í frumvarpinu ráð fyrir því gert að á meðan unnið er að heildaráætluninni verði engin ný - áður ósamþykkt - virkjanaverkefni tekin fyrir án þess að Alþingi samþykki hvert slíkt sérstaklega enda hafi verkefnið hlotið viðhlítandi umsagnir og umhverfismat. Loks eru í frumvarpinu mikilvæg ákvæði um að skylt verði að taka gjald fyrir rannsóknarleyfi og nýtingarleyfi. Auk þess geta aðilar sem fyrr samið um gjald fyrir nýtingu. Þetta auðlindagjald getur í framtíðinni orðið grundvöllur að auðlindasjóði íslensku þjóðarinnar, en t.d. í Alaska hafa menn slíkan sjóð og nýta þar arðinn af auðlindunum til þjóðþrifamála og sérstakra verkefna eða endurgreiða almenningi beint út af tekjum sjóðsins.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar