Leið til þjóðarsáttar í auðlindamálum Jón Sigurðsson skrifar 26. febrúar 2007 10:59 Frumvarp um heildaráætlun um nýtingu og vernd náttúruauðlinda Íslands markar leið til þjóðarsáttar um þessi mikilvægu málefni. Frumvarpið er kaflaskil í þessu mikla deilumáli. Frumvarpið er afrakstur nefndarvinnu með þátttöku allra flokka undir forsæti Karls Axelssonar lögmanns, en fyrrverandi iðnaðarráðherra Valgerður Sverrisdóttir beitti sér fyrir málinu á alþingi. Nefndin komst að sameiginlegri niðurstöðu í flestum atriðum. Að óreyndu verður því ekki trúað að stjórnarandstaðan snúist gegn þessu þjóðþrifamáli. Það er mjög mikilvægt að okkur takist að koma þessu máli upp úr því hjólfari deilna og streitu sem verið hefur um skeið. Auðvitað verða menn aldrei alveg á eitt sáttir um einstök verkefni eða framkvæmdir, en miklu skiptir þó að sem allra mest sátt geti náðst um almennan heildarramma. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að tveir starfshópar, annar á vegum iðnaðarráðherra og hinn á vegum umhverfisráðherra, vinni að undirbúningi heildaráætlunar, en síðan yfirtaki forsætisráðherra málið enda er þetta sameiginlegt verkefni allra stjórnvalda. Stefnt er að því að frumvarp um heildaráætlun verði síðan lagt fyrir Alþingi á árinu 2010. Heildaráætlunin taki bæði til fallvatna og jarðhita og lýsi annars vegar þeim stöðum og svæðum þar sem talið er óhætt og skynsamlegt að virkja og einnig þeim stöðum og svæðum sem talið er réttmætt að vernda af umhverfisástæðum og af öðrum sökum. Síðan muni Alþingi fjalla um slíka áætlun með reglulegu millibili í framtíðinni. Gert er ráð fyrir breytingum á stjórnsýslu orkumála, en einkum þeirri að nánari ákvarðanir um útfærslur og heimildir færist frá iðnaðarráðherra til Orkustofnunar. Þá eru í frumvarpinu ákvæði um stjórnsýslu og tilhögun þegar velja þarf á milli tveggja eða fleiri umsækjenda um sömu verkefni. Ákvæði um þetta hafa ekki verið fyrir hendi og er þetta mikilvægt skref í framþróun orkumarkaðar á landi hér. Þá er í frumvarpinu ráð fyrir því gert að á meðan unnið er að heildaráætluninni verði engin ný - áður ósamþykkt - virkjanaverkefni tekin fyrir án þess að Alþingi samþykki hvert slíkt sérstaklega enda hafi verkefnið hlotið viðhlítandi umsagnir og umhverfismat. Loks eru í frumvarpinu mikilvæg ákvæði um að skylt verði að taka gjald fyrir rannsóknarleyfi og nýtingarleyfi. Auk þess geta aðilar sem fyrr samið um gjald fyrir nýtingu. Þetta auðlindagjald getur í framtíðinni orðið grundvöllur að auðlindasjóði íslensku þjóðarinnar, en t.d. í Alaska hafa menn slíkan sjóð og nýta þar arðinn af auðlindunum til þjóðþrifamála og sérstakra verkefna eða endurgreiða almenningi beint út af tekjum sjóðsins.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Frumvarp um heildaráætlun um nýtingu og vernd náttúruauðlinda Íslands markar leið til þjóðarsáttar um þessi mikilvægu málefni. Frumvarpið er kaflaskil í þessu mikla deilumáli. Frumvarpið er afrakstur nefndarvinnu með þátttöku allra flokka undir forsæti Karls Axelssonar lögmanns, en fyrrverandi iðnaðarráðherra Valgerður Sverrisdóttir beitti sér fyrir málinu á alþingi. Nefndin komst að sameiginlegri niðurstöðu í flestum atriðum. Að óreyndu verður því ekki trúað að stjórnarandstaðan snúist gegn þessu þjóðþrifamáli. Það er mjög mikilvægt að okkur takist að koma þessu máli upp úr því hjólfari deilna og streitu sem verið hefur um skeið. Auðvitað verða menn aldrei alveg á eitt sáttir um einstök verkefni eða framkvæmdir, en miklu skiptir þó að sem allra mest sátt geti náðst um almennan heildarramma. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að tveir starfshópar, annar á vegum iðnaðarráðherra og hinn á vegum umhverfisráðherra, vinni að undirbúningi heildaráætlunar, en síðan yfirtaki forsætisráðherra málið enda er þetta sameiginlegt verkefni allra stjórnvalda. Stefnt er að því að frumvarp um heildaráætlun verði síðan lagt fyrir Alþingi á árinu 2010. Heildaráætlunin taki bæði til fallvatna og jarðhita og lýsi annars vegar þeim stöðum og svæðum þar sem talið er óhætt og skynsamlegt að virkja og einnig þeim stöðum og svæðum sem talið er réttmætt að vernda af umhverfisástæðum og af öðrum sökum. Síðan muni Alþingi fjalla um slíka áætlun með reglulegu millibili í framtíðinni. Gert er ráð fyrir breytingum á stjórnsýslu orkumála, en einkum þeirri að nánari ákvarðanir um útfærslur og heimildir færist frá iðnaðarráðherra til Orkustofnunar. Þá eru í frumvarpinu ákvæði um stjórnsýslu og tilhögun þegar velja þarf á milli tveggja eða fleiri umsækjenda um sömu verkefni. Ákvæði um þetta hafa ekki verið fyrir hendi og er þetta mikilvægt skref í framþróun orkumarkaðar á landi hér. Þá er í frumvarpinu ráð fyrir því gert að á meðan unnið er að heildaráætluninni verði engin ný - áður ósamþykkt - virkjanaverkefni tekin fyrir án þess að Alþingi samþykki hvert slíkt sérstaklega enda hafi verkefnið hlotið viðhlítandi umsagnir og umhverfismat. Loks eru í frumvarpinu mikilvæg ákvæði um að skylt verði að taka gjald fyrir rannsóknarleyfi og nýtingarleyfi. Auk þess geta aðilar sem fyrr samið um gjald fyrir nýtingu. Þetta auðlindagjald getur í framtíðinni orðið grundvöllur að auðlindasjóði íslensku þjóðarinnar, en t.d. í Alaska hafa menn slíkan sjóð og nýta þar arðinn af auðlindunum til þjóðþrifamála og sérstakra verkefna eða endurgreiða almenningi beint út af tekjum sjóðsins.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar