Leið til þjóðarsáttar í auðlindamálum Jón Sigurðsson skrifar 26. febrúar 2007 10:59 Frumvarp um heildaráætlun um nýtingu og vernd náttúruauðlinda Íslands markar leið til þjóðarsáttar um þessi mikilvægu málefni. Frumvarpið er kaflaskil í þessu mikla deilumáli. Frumvarpið er afrakstur nefndarvinnu með þátttöku allra flokka undir forsæti Karls Axelssonar lögmanns, en fyrrverandi iðnaðarráðherra Valgerður Sverrisdóttir beitti sér fyrir málinu á alþingi. Nefndin komst að sameiginlegri niðurstöðu í flestum atriðum. Að óreyndu verður því ekki trúað að stjórnarandstaðan snúist gegn þessu þjóðþrifamáli. Það er mjög mikilvægt að okkur takist að koma þessu máli upp úr því hjólfari deilna og streitu sem verið hefur um skeið. Auðvitað verða menn aldrei alveg á eitt sáttir um einstök verkefni eða framkvæmdir, en miklu skiptir þó að sem allra mest sátt geti náðst um almennan heildarramma. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að tveir starfshópar, annar á vegum iðnaðarráðherra og hinn á vegum umhverfisráðherra, vinni að undirbúningi heildaráætlunar, en síðan yfirtaki forsætisráðherra málið enda er þetta sameiginlegt verkefni allra stjórnvalda. Stefnt er að því að frumvarp um heildaráætlun verði síðan lagt fyrir Alþingi á árinu 2010. Heildaráætlunin taki bæði til fallvatna og jarðhita og lýsi annars vegar þeim stöðum og svæðum þar sem talið er óhætt og skynsamlegt að virkja og einnig þeim stöðum og svæðum sem talið er réttmætt að vernda af umhverfisástæðum og af öðrum sökum. Síðan muni Alþingi fjalla um slíka áætlun með reglulegu millibili í framtíðinni. Gert er ráð fyrir breytingum á stjórnsýslu orkumála, en einkum þeirri að nánari ákvarðanir um útfærslur og heimildir færist frá iðnaðarráðherra til Orkustofnunar. Þá eru í frumvarpinu ákvæði um stjórnsýslu og tilhögun þegar velja þarf á milli tveggja eða fleiri umsækjenda um sömu verkefni. Ákvæði um þetta hafa ekki verið fyrir hendi og er þetta mikilvægt skref í framþróun orkumarkaðar á landi hér. Þá er í frumvarpinu ráð fyrir því gert að á meðan unnið er að heildaráætluninni verði engin ný - áður ósamþykkt - virkjanaverkefni tekin fyrir án þess að Alþingi samþykki hvert slíkt sérstaklega enda hafi verkefnið hlotið viðhlítandi umsagnir og umhverfismat. Loks eru í frumvarpinu mikilvæg ákvæði um að skylt verði að taka gjald fyrir rannsóknarleyfi og nýtingarleyfi. Auk þess geta aðilar sem fyrr samið um gjald fyrir nýtingu. Þetta auðlindagjald getur í framtíðinni orðið grundvöllur að auðlindasjóði íslensku þjóðarinnar, en t.d. í Alaska hafa menn slíkan sjóð og nýta þar arðinn af auðlindunum til þjóðþrifamála og sérstakra verkefna eða endurgreiða almenningi beint út af tekjum sjóðsins.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Frumvarp um heildaráætlun um nýtingu og vernd náttúruauðlinda Íslands markar leið til þjóðarsáttar um þessi mikilvægu málefni. Frumvarpið er kaflaskil í þessu mikla deilumáli. Frumvarpið er afrakstur nefndarvinnu með þátttöku allra flokka undir forsæti Karls Axelssonar lögmanns, en fyrrverandi iðnaðarráðherra Valgerður Sverrisdóttir beitti sér fyrir málinu á alþingi. Nefndin komst að sameiginlegri niðurstöðu í flestum atriðum. Að óreyndu verður því ekki trúað að stjórnarandstaðan snúist gegn þessu þjóðþrifamáli. Það er mjög mikilvægt að okkur takist að koma þessu máli upp úr því hjólfari deilna og streitu sem verið hefur um skeið. Auðvitað verða menn aldrei alveg á eitt sáttir um einstök verkefni eða framkvæmdir, en miklu skiptir þó að sem allra mest sátt geti náðst um almennan heildarramma. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að tveir starfshópar, annar á vegum iðnaðarráðherra og hinn á vegum umhverfisráðherra, vinni að undirbúningi heildaráætlunar, en síðan yfirtaki forsætisráðherra málið enda er þetta sameiginlegt verkefni allra stjórnvalda. Stefnt er að því að frumvarp um heildaráætlun verði síðan lagt fyrir Alþingi á árinu 2010. Heildaráætlunin taki bæði til fallvatna og jarðhita og lýsi annars vegar þeim stöðum og svæðum þar sem talið er óhætt og skynsamlegt að virkja og einnig þeim stöðum og svæðum sem talið er réttmætt að vernda af umhverfisástæðum og af öðrum sökum. Síðan muni Alþingi fjalla um slíka áætlun með reglulegu millibili í framtíðinni. Gert er ráð fyrir breytingum á stjórnsýslu orkumála, en einkum þeirri að nánari ákvarðanir um útfærslur og heimildir færist frá iðnaðarráðherra til Orkustofnunar. Þá eru í frumvarpinu ákvæði um stjórnsýslu og tilhögun þegar velja þarf á milli tveggja eða fleiri umsækjenda um sömu verkefni. Ákvæði um þetta hafa ekki verið fyrir hendi og er þetta mikilvægt skref í framþróun orkumarkaðar á landi hér. Þá er í frumvarpinu ráð fyrir því gert að á meðan unnið er að heildaráætluninni verði engin ný - áður ósamþykkt - virkjanaverkefni tekin fyrir án þess að Alþingi samþykki hvert slíkt sérstaklega enda hafi verkefnið hlotið viðhlítandi umsagnir og umhverfismat. Loks eru í frumvarpinu mikilvæg ákvæði um að skylt verði að taka gjald fyrir rannsóknarleyfi og nýtingarleyfi. Auk þess geta aðilar sem fyrr samið um gjald fyrir nýtingu. Þetta auðlindagjald getur í framtíðinni orðið grundvöllur að auðlindasjóði íslensku þjóðarinnar, en t.d. í Alaska hafa menn slíkan sjóð og nýta þar arðinn af auðlindunum til þjóðþrifamála og sérstakra verkefna eða endurgreiða almenningi beint út af tekjum sjóðsins.Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar