The Abbatoir Blues Tour - fjórar stjörnur 26. febrúar 2007 07:00 Mikið hnossgæti fyrir aðdáendur Nick Cave, sem heldur áhorfendum í heljargreipum frá upphafi til enda. Þessi tvöfaldi DVD-mynddiskur hefur að geyma lög sem Nick Cave tók upp með hljómsveit sinni The Bad Seeds á tvennum tónleikum í London 2003 og 2004. Þeir fyrri voru haldnir til að fylgja eftir tvöföldu plötunni Abbatoir Blues/The Lyre of Orpheus en hinir síðari til að fylgja eftir Nocturama. Fyrir aðdáendur Cave er hér um mikið hnossgæti að ræða. Báðir tónleikarnir í London eru ákaflega vel heppnaðir og fara Cave og félagar á kostum á sviðinu eins og þeirra er von og vísa. Cave líkist mest predikara þegar hann þrumar út úr sér textunum, oftast nær einn með mígrafóninn á meðan hinir spila í bakgrunninum. Lokalag fyrri disksins, Stagger Lee, er sérstaklega eftirminnilegt og fer ekki á milli mála að Cave og félagar gefa sig alla í spilamennskuna. Lýsingin á sviðinu gerir útkomuna ennþá magnaðari, þar sem skiptist á rauð og hvít ljósadýrð. Fyrir þá sem fóru á eftirminnilega tónleika Cave í Laugardalshöll í fyrra eru DVD-diskarnir tveir jafnframt mjög góð upprifjun því flest laganna þar hljómuðu einnig í London. Má þar nefna gullmola á borð við God is in the House, Red Right Hand, Bring it On og hið áðurnefnda Stagger Lee. Í viðhafnarútgáfu fylgja jafnframt með tveir geisladiskar, um 90 mínútur alls að lengd, sem voru teknir upp á The Abbatoir Blues-tónleikaferðinni víðs vegar um Evrópu og standa þeir vel fyrir sínu. Freyr Bjarnason Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Þessi tvöfaldi DVD-mynddiskur hefur að geyma lög sem Nick Cave tók upp með hljómsveit sinni The Bad Seeds á tvennum tónleikum í London 2003 og 2004. Þeir fyrri voru haldnir til að fylgja eftir tvöföldu plötunni Abbatoir Blues/The Lyre of Orpheus en hinir síðari til að fylgja eftir Nocturama. Fyrir aðdáendur Cave er hér um mikið hnossgæti að ræða. Báðir tónleikarnir í London eru ákaflega vel heppnaðir og fara Cave og félagar á kostum á sviðinu eins og þeirra er von og vísa. Cave líkist mest predikara þegar hann þrumar út úr sér textunum, oftast nær einn með mígrafóninn á meðan hinir spila í bakgrunninum. Lokalag fyrri disksins, Stagger Lee, er sérstaklega eftirminnilegt og fer ekki á milli mála að Cave og félagar gefa sig alla í spilamennskuna. Lýsingin á sviðinu gerir útkomuna ennþá magnaðari, þar sem skiptist á rauð og hvít ljósadýrð. Fyrir þá sem fóru á eftirminnilega tónleika Cave í Laugardalshöll í fyrra eru DVD-diskarnir tveir jafnframt mjög góð upprifjun því flest laganna þar hljómuðu einnig í London. Má þar nefna gullmola á borð við God is in the House, Red Right Hand, Bring it On og hið áðurnefnda Stagger Lee. Í viðhafnarútgáfu fylgja jafnframt með tveir geisladiskar, um 90 mínútur alls að lengd, sem voru teknir upp á The Abbatoir Blues-tónleikaferðinni víðs vegar um Evrópu og standa þeir vel fyrir sínu. Freyr Bjarnason
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Fleiri fréttir Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira