Íslensk tónlist á Amie Street 21. febrúar 2007 08:45 Ingi Björn starfar við heimasíðuna amiestreet.com. MYND/Vilhelm Fjölmargar íslenskar hljómsveitir og listamenn hafa undanfarið nýtt sér Amie Street, sem er tónlistarbúð á netinu þar sem hver sem er getur opnað sitt búðarhorn og selt sína tónlist. „Þetta er frekar ungt fyrirtæki. Það var stofnað í júlí í fyrra en er orðið rosalega vinsælt,“ segir Ingi Björn Sigurðsson, sem hefur starfað við síðuna. „Síðan hefur líklega hundraðfaldað sig á þremur mánuðum og hefur vakið athygli á meðal fagaðila í tónlistarbransanum. Amie Street var til dæmis valið eitt af 25 efnilegustu ungu fyrirtækjunum hjá Businessweek og Myspace var að spá í að kaupa það. Það eru tuttugu þúsund meðlimir núna en þeir stefna að því að ná 200 þúsund í desember,“ segir hann. Á meðal íslenskra hljómsveita sem hafa nýtt sér búðina eru Telepathetics, Tony The Pony, Morðingjarnir, Bob og Beatmakin Troopa og fer þeim fjölgandi með degi hverjum. Sérstaða Amie Street er að verðið fer eftir eftirspurn. Öll lög byrja frítt og hækka síðan í verði eftir því sem oftar er náð er í þau, upp að 0,98 dollurum. Eftir því sem lögin verða vinsælli því verðmætari verða þau. Ólíkt mörgum öðrum tónlistarmiðlum þá er ekkert sérstakt áskriftargjald. Jafnframt er hægt að spila lögin í öllum tónlistarspilurum. Þeir sem kaupa lög á Amie Street geta mælt með þeim lögum sem þeir kaupa og mæli þeir með lögum sem verða vinsæl fá þeir umbun fyrir. Áhugasamir geta kíkt á síðuna amiestreet.com og forvitnast um þessa nýstárlegu tónlistarbúð. - Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Fjölmargar íslenskar hljómsveitir og listamenn hafa undanfarið nýtt sér Amie Street, sem er tónlistarbúð á netinu þar sem hver sem er getur opnað sitt búðarhorn og selt sína tónlist. „Þetta er frekar ungt fyrirtæki. Það var stofnað í júlí í fyrra en er orðið rosalega vinsælt,“ segir Ingi Björn Sigurðsson, sem hefur starfað við síðuna. „Síðan hefur líklega hundraðfaldað sig á þremur mánuðum og hefur vakið athygli á meðal fagaðila í tónlistarbransanum. Amie Street var til dæmis valið eitt af 25 efnilegustu ungu fyrirtækjunum hjá Businessweek og Myspace var að spá í að kaupa það. Það eru tuttugu þúsund meðlimir núna en þeir stefna að því að ná 200 þúsund í desember,“ segir hann. Á meðal íslenskra hljómsveita sem hafa nýtt sér búðina eru Telepathetics, Tony The Pony, Morðingjarnir, Bob og Beatmakin Troopa og fer þeim fjölgandi með degi hverjum. Sérstaða Amie Street er að verðið fer eftir eftirspurn. Öll lög byrja frítt og hækka síðan í verði eftir því sem oftar er náð er í þau, upp að 0,98 dollurum. Eftir því sem lögin verða vinsælli því verðmætari verða þau. Ólíkt mörgum öðrum tónlistarmiðlum þá er ekkert sérstakt áskriftargjald. Jafnframt er hægt að spila lögin í öllum tónlistarspilurum. Þeir sem kaupa lög á Amie Street geta mælt með þeim lögum sem þeir kaupa og mæli þeir með lögum sem verða vinsæl fá þeir umbun fyrir. Áhugasamir geta kíkt á síðuna amiestreet.com og forvitnast um þessa nýstárlegu tónlistarbúð. -
Mest lesið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira