Fengið að láni frá börnunum Svandís Svavarsdóttir skrifar 21. febrúar 2007 05:00 Staða barna er okkur Vinstri grænum sérlega hugleikin. Að okkar mati er það samfélagslegt verkefni að skapa öllum börnum skilyrði til að þroskast og menntast. Við eigum að gefa þeim tækifæri til að þroska hæfileika sína óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Mannsæmandi kjör koma börnum nefnilega heilmikið við. Lægstu laun eru fyrir neðan allar hellur og börn á heimilum öryrkja búa mörg hver við algjöra fátækt. Það gefur augaleið að á slíkum heimilum eru ekki aurar fyrir grunnþörfum nútímasamfélagsins, eins og þátttöku í íþróttum og tómstundastarfi. Stéttaskipting verður til þegar á barnsaldri þegar skólamaturinn er dýr og önnur félagsleg aðgreining skammt undan. Enn ríkir umtalsverður kynbundinn launamunur og kynbundið ofbeldi er alltof algengt. Tækifæri karla og kvenna - stelpna og stráka, eru hvergi nærri jafnmikil. Með því að leggja stóraukna áherslu á kynjajafnréttisumræðu, jafnréttisfræðslu á öllum stigum skólagöngunnar og auka vægi kvenfrelsis hvarvetnaí samfélaginu leggjum við grunn að jafnrétti kynjanna. Að dætur okkar eigi sömu möguleika í lífinu og synir okkar. Innflytjendur eru hluti af samfélaginu og eiga að vera þáttakendur í því að móta það og skapa. Til þess að þeim sé það að unnt þurfum við að læra þeirra siði og þeir okkar. Við þurfum ekki aðeins að bera virðingu fyrir móðurmáli hvers og eins í skólunum, heldur líka menningu þeirra og siðum. Og við þurfum að muna eftir að kenna innflytjendum ekki aðeins íslensku heldur einnig íslenska siði, sögu, gildismat og menningu í fortíð og nútíð. List- og verknám verður að fá meira rými í grunnmenntun til að allir fái notið sinna hæfileika og getu. Þannig sköpum við glaða þjóð með sterka og öfluga sjálfsmynd. Skólakerfi sem leggur áherslu á styrkleika nemenda en ekki veikleika þeirra er manneskjulegra, fjölbreyttara og öflugra en það sem við búum við nú. Eitt stórt og kjarkmikið skref í þá átt er að afleggja samræmd próf og taka upp annað og markvissara mat á skólastarfi. Auk þess þarf að losa skólann undan viðjum aðalnámskrár til að okkar góðu kennarar og fagfólk í skólaumhverfinu fái notið sinnar menntunar og reynslu með því að koma til móts við hvern og einn nemanda á forsendum viðkomandi. Jöfnuður og fjölbreytni eru hér lykilorðin. Barnalýðræði er einn angi aukins lýðræðis, þátttöku og sköpunar í samfélagi. Við ættum að hlusta á börnin í ríkari mæli, með því að tala við börnin beint og gefa þeim svigrúm og tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þannig getum við skilið og skynjað hvernig þeim líður við fjölbreyttar aðstæður. Barnapólitík hverfist öll um hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar eða þá hugsun að við höfum jörðina að láni frá börnunum okkar og berum ríka skyldu til þess að skila henni jafngóðri til þeirra. Barnapólitík snýst því um að gera framtíð barnanna okkar sem allra bjartasta. Þannig framtíð vilja Vinstri græn. Höfundur er borgarfulltrúi vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Sjá meira
Staða barna er okkur Vinstri grænum sérlega hugleikin. Að okkar mati er það samfélagslegt verkefni að skapa öllum börnum skilyrði til að þroskast og menntast. Við eigum að gefa þeim tækifæri til að þroska hæfileika sína óháð efnahag og félagslegum aðstæðum. Mannsæmandi kjör koma börnum nefnilega heilmikið við. Lægstu laun eru fyrir neðan allar hellur og börn á heimilum öryrkja búa mörg hver við algjöra fátækt. Það gefur augaleið að á slíkum heimilum eru ekki aurar fyrir grunnþörfum nútímasamfélagsins, eins og þátttöku í íþróttum og tómstundastarfi. Stéttaskipting verður til þegar á barnsaldri þegar skólamaturinn er dýr og önnur félagsleg aðgreining skammt undan. Enn ríkir umtalsverður kynbundinn launamunur og kynbundið ofbeldi er alltof algengt. Tækifæri karla og kvenna - stelpna og stráka, eru hvergi nærri jafnmikil. Með því að leggja stóraukna áherslu á kynjajafnréttisumræðu, jafnréttisfræðslu á öllum stigum skólagöngunnar og auka vægi kvenfrelsis hvarvetnaí samfélaginu leggjum við grunn að jafnrétti kynjanna. Að dætur okkar eigi sömu möguleika í lífinu og synir okkar. Innflytjendur eru hluti af samfélaginu og eiga að vera þáttakendur í því að móta það og skapa. Til þess að þeim sé það að unnt þurfum við að læra þeirra siði og þeir okkar. Við þurfum ekki aðeins að bera virðingu fyrir móðurmáli hvers og eins í skólunum, heldur líka menningu þeirra og siðum. Og við þurfum að muna eftir að kenna innflytjendum ekki aðeins íslensku heldur einnig íslenska siði, sögu, gildismat og menningu í fortíð og nútíð. List- og verknám verður að fá meira rými í grunnmenntun til að allir fái notið sinna hæfileika og getu. Þannig sköpum við glaða þjóð með sterka og öfluga sjálfsmynd. Skólakerfi sem leggur áherslu á styrkleika nemenda en ekki veikleika þeirra er manneskjulegra, fjölbreyttara og öflugra en það sem við búum við nú. Eitt stórt og kjarkmikið skref í þá átt er að afleggja samræmd próf og taka upp annað og markvissara mat á skólastarfi. Auk þess þarf að losa skólann undan viðjum aðalnámskrár til að okkar góðu kennarar og fagfólk í skólaumhverfinu fái notið sinnar menntunar og reynslu með því að koma til móts við hvern og einn nemanda á forsendum viðkomandi. Jöfnuður og fjölbreytni eru hér lykilorðin. Barnalýðræði er einn angi aukins lýðræðis, þátttöku og sköpunar í samfélagi. Við ættum að hlusta á börnin í ríkari mæli, með því að tala við börnin beint og gefa þeim svigrúm og tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Þannig getum við skilið og skynjað hvernig þeim líður við fjölbreyttar aðstæður. Barnapólitík hverfist öll um hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar eða þá hugsun að við höfum jörðina að láni frá börnunum okkar og berum ríka skyldu til þess að skila henni jafngóðri til þeirra. Barnapólitík snýst því um að gera framtíð barnanna okkar sem allra bjartasta. Þannig framtíð vilja Vinstri græn. Höfundur er borgarfulltrúi vinstri grænna.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun