Spákaupmaðurinn... Exista í nýja deild 14. febrúar 2007 00:01 Ég er búinn að vera á algjöru flugi síðustu daga eftir að Exista keypti hlutinn í Sampo. Þetta minnir mig mest á þegar maður var búinn að átta sig á að Bjöggarnir ætluðu að taka kolkrabbann. Það byrjaði ósköp rólega. Þórður í Straumi fór að kaupa í Eimskip og svo Albert sem þá var hjá LSR. Þessir strákar voru búnir að lesa í stöðuna og vissu hvað klukkan sló. Svo fór allt af stað og nokkrum árum síðar eru allir sem stukku á lestina búnir að græða ógrynni fjár. Ég var með frá upphafi og nú er verið að stilla upp fyrir annan rússíbana. Ég sat því og reiknaði alla helgina og spáði í spilin. Íslendingar og Finnar munu líklega í sameiningu byggja upp leiðandi stöðu á norrænum fjármálamarkaði. Ég spái því að Nordea sé hið endanlega skotmark. Sampo mun reyna að taka hlut sænska ríkisins í Nordea. Björn Wahlroos er lykilmaðurinn. Takist Lýð og Existastrákunum að sannfæra karlinn um að fram undan sé gott partí, þá eru allir vegir færir. Kaupþing fer líklega í Storebrand og selur svo tryggingahlutann þar inn í Sampo eða Exista, eftir því hvað Lýður vill gera. Svo er spurningin hvað gerist hér heima. Menn gera sér grein fyrir því að til að ná sterkri stöðu í Nordea þá þurfa menn mikið afl. Hluthafahópar Kaupþings og Glitnis samanlagt hafa aflið sem þarf. Ég held að niðurstaðan verði sú að Kaupþing og Glitnir sameinist og sameinist síðan Nordea. Sampo, Exista, FL Group, Baugur og Mileston ásamt Gnúpi yrðu svo stórir hluthafar í stærsta banka á Norðurlöndum. Þetta er bjútifúl. Ég bar þetta undir einn um helgina sem var fullur efasemda. Varkára týpan sem hefur náttúrlega aldrei grætt neitt. Hann fór strax að tala um samkeppnislög. Landsbankinn ætlaði á sínum tíma að taka Glitni. Ég held að menn myndu einfaldlega selja útibúanet Kaupþings á Spron og komast þannig hjá hindrun af samkeppnislögum. Bjöggarnir voru búnir að reikna þetta út svona og Landsbankinn er með meiri markaðshlutdeild í viðskiptabankastarfsemi en Kaupþing. Þetta eða eitthvað í þessa veru mun keyra markaðinn áfram á árinu. Ef það gengur eftir er ný hraðlest að leggja af stað í íslensku viðskiptalífi og áfangastaðurinn er fjarlægari og stærri en okkur grunar. Þeir sem stýra lestinni eru allir á besta aldri og þeir sem taka sér far þurfa ekki að éta skófir í ellinni. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Ég er búinn að vera á algjöru flugi síðustu daga eftir að Exista keypti hlutinn í Sampo. Þetta minnir mig mest á þegar maður var búinn að átta sig á að Bjöggarnir ætluðu að taka kolkrabbann. Það byrjaði ósköp rólega. Þórður í Straumi fór að kaupa í Eimskip og svo Albert sem þá var hjá LSR. Þessir strákar voru búnir að lesa í stöðuna og vissu hvað klukkan sló. Svo fór allt af stað og nokkrum árum síðar eru allir sem stukku á lestina búnir að græða ógrynni fjár. Ég var með frá upphafi og nú er verið að stilla upp fyrir annan rússíbana. Ég sat því og reiknaði alla helgina og spáði í spilin. Íslendingar og Finnar munu líklega í sameiningu byggja upp leiðandi stöðu á norrænum fjármálamarkaði. Ég spái því að Nordea sé hið endanlega skotmark. Sampo mun reyna að taka hlut sænska ríkisins í Nordea. Björn Wahlroos er lykilmaðurinn. Takist Lýð og Existastrákunum að sannfæra karlinn um að fram undan sé gott partí, þá eru allir vegir færir. Kaupþing fer líklega í Storebrand og selur svo tryggingahlutann þar inn í Sampo eða Exista, eftir því hvað Lýður vill gera. Svo er spurningin hvað gerist hér heima. Menn gera sér grein fyrir því að til að ná sterkri stöðu í Nordea þá þurfa menn mikið afl. Hluthafahópar Kaupþings og Glitnis samanlagt hafa aflið sem þarf. Ég held að niðurstaðan verði sú að Kaupþing og Glitnir sameinist og sameinist síðan Nordea. Sampo, Exista, FL Group, Baugur og Mileston ásamt Gnúpi yrðu svo stórir hluthafar í stærsta banka á Norðurlöndum. Þetta er bjútifúl. Ég bar þetta undir einn um helgina sem var fullur efasemda. Varkára týpan sem hefur náttúrlega aldrei grætt neitt. Hann fór strax að tala um samkeppnislög. Landsbankinn ætlaði á sínum tíma að taka Glitni. Ég held að menn myndu einfaldlega selja útibúanet Kaupþings á Spron og komast þannig hjá hindrun af samkeppnislögum. Bjöggarnir voru búnir að reikna þetta út svona og Landsbankinn er með meiri markaðshlutdeild í viðskiptabankastarfsemi en Kaupþing. Þetta eða eitthvað í þessa veru mun keyra markaðinn áfram á árinu. Ef það gengur eftir er ný hraðlest að leggja af stað í íslensku viðskiptalífi og áfangastaðurinn er fjarlægari og stærri en okkur grunar. Þeir sem stýra lestinni eru allir á besta aldri og þeir sem taka sér far þurfa ekki að éta skófir í ellinni. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira