Spákaupmaðurinn... Exista í nýja deild 14. febrúar 2007 00:01 Ég er búinn að vera á algjöru flugi síðustu daga eftir að Exista keypti hlutinn í Sampo. Þetta minnir mig mest á þegar maður var búinn að átta sig á að Bjöggarnir ætluðu að taka kolkrabbann. Það byrjaði ósköp rólega. Þórður í Straumi fór að kaupa í Eimskip og svo Albert sem þá var hjá LSR. Þessir strákar voru búnir að lesa í stöðuna og vissu hvað klukkan sló. Svo fór allt af stað og nokkrum árum síðar eru allir sem stukku á lestina búnir að græða ógrynni fjár. Ég var með frá upphafi og nú er verið að stilla upp fyrir annan rússíbana. Ég sat því og reiknaði alla helgina og spáði í spilin. Íslendingar og Finnar munu líklega í sameiningu byggja upp leiðandi stöðu á norrænum fjármálamarkaði. Ég spái því að Nordea sé hið endanlega skotmark. Sampo mun reyna að taka hlut sænska ríkisins í Nordea. Björn Wahlroos er lykilmaðurinn. Takist Lýð og Existastrákunum að sannfæra karlinn um að fram undan sé gott partí, þá eru allir vegir færir. Kaupþing fer líklega í Storebrand og selur svo tryggingahlutann þar inn í Sampo eða Exista, eftir því hvað Lýður vill gera. Svo er spurningin hvað gerist hér heima. Menn gera sér grein fyrir því að til að ná sterkri stöðu í Nordea þá þurfa menn mikið afl. Hluthafahópar Kaupþings og Glitnis samanlagt hafa aflið sem þarf. Ég held að niðurstaðan verði sú að Kaupþing og Glitnir sameinist og sameinist síðan Nordea. Sampo, Exista, FL Group, Baugur og Mileston ásamt Gnúpi yrðu svo stórir hluthafar í stærsta banka á Norðurlöndum. Þetta er bjútifúl. Ég bar þetta undir einn um helgina sem var fullur efasemda. Varkára týpan sem hefur náttúrlega aldrei grætt neitt. Hann fór strax að tala um samkeppnislög. Landsbankinn ætlaði á sínum tíma að taka Glitni. Ég held að menn myndu einfaldlega selja útibúanet Kaupþings á Spron og komast þannig hjá hindrun af samkeppnislögum. Bjöggarnir voru búnir að reikna þetta út svona og Landsbankinn er með meiri markaðshlutdeild í viðskiptabankastarfsemi en Kaupþing. Þetta eða eitthvað í þessa veru mun keyra markaðinn áfram á árinu. Ef það gengur eftir er ný hraðlest að leggja af stað í íslensku viðskiptalífi og áfangastaðurinn er fjarlægari og stærri en okkur grunar. Þeir sem stýra lestinni eru allir á besta aldri og þeir sem taka sér far þurfa ekki að éta skófir í ellinni. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Ég er búinn að vera á algjöru flugi síðustu daga eftir að Exista keypti hlutinn í Sampo. Þetta minnir mig mest á þegar maður var búinn að átta sig á að Bjöggarnir ætluðu að taka kolkrabbann. Það byrjaði ósköp rólega. Þórður í Straumi fór að kaupa í Eimskip og svo Albert sem þá var hjá LSR. Þessir strákar voru búnir að lesa í stöðuna og vissu hvað klukkan sló. Svo fór allt af stað og nokkrum árum síðar eru allir sem stukku á lestina búnir að græða ógrynni fjár. Ég var með frá upphafi og nú er verið að stilla upp fyrir annan rússíbana. Ég sat því og reiknaði alla helgina og spáði í spilin. Íslendingar og Finnar munu líklega í sameiningu byggja upp leiðandi stöðu á norrænum fjármálamarkaði. Ég spái því að Nordea sé hið endanlega skotmark. Sampo mun reyna að taka hlut sænska ríkisins í Nordea. Björn Wahlroos er lykilmaðurinn. Takist Lýð og Existastrákunum að sannfæra karlinn um að fram undan sé gott partí, þá eru allir vegir færir. Kaupþing fer líklega í Storebrand og selur svo tryggingahlutann þar inn í Sampo eða Exista, eftir því hvað Lýður vill gera. Svo er spurningin hvað gerist hér heima. Menn gera sér grein fyrir því að til að ná sterkri stöðu í Nordea þá þurfa menn mikið afl. Hluthafahópar Kaupþings og Glitnis samanlagt hafa aflið sem þarf. Ég held að niðurstaðan verði sú að Kaupþing og Glitnir sameinist og sameinist síðan Nordea. Sampo, Exista, FL Group, Baugur og Mileston ásamt Gnúpi yrðu svo stórir hluthafar í stærsta banka á Norðurlöndum. Þetta er bjútifúl. Ég bar þetta undir einn um helgina sem var fullur efasemda. Varkára týpan sem hefur náttúrlega aldrei grætt neitt. Hann fór strax að tala um samkeppnislög. Landsbankinn ætlaði á sínum tíma að taka Glitni. Ég held að menn myndu einfaldlega selja útibúanet Kaupþings á Spron og komast þannig hjá hindrun af samkeppnislögum. Bjöggarnir voru búnir að reikna þetta út svona og Landsbankinn er með meiri markaðshlutdeild í viðskiptabankastarfsemi en Kaupþing. Þetta eða eitthvað í þessa veru mun keyra markaðinn áfram á árinu. Ef það gengur eftir er ný hraðlest að leggja af stað í íslensku viðskiptalífi og áfangastaðurinn er fjarlægari og stærri en okkur grunar. Þeir sem stýra lestinni eru allir á besta aldri og þeir sem taka sér far þurfa ekki að éta skófir í ellinni. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun