Hljómsveitin Kimono og listamaðurinn Curver héldu útgáfupartí á dögunum í tilefni af útkomu plötunnar Kimono + Curver.

Ljósmyndir sem prýða umslag plötunnar voru einnig sýndar en þær voru teknar í London.

Eftir veisluna, sem var haldin í galleríinu Auga fyrir auga á Hverfisgötu, þeytti Curver skífum á Sirkus.

Daginn eftir héldu Curver og Kimono síðan þriggja klukkustunda spunatónleika í Gallerí Kling og Bang til að kynna plötuna enn frekar.