Körfubolti

Muhammad lék aðeins sex leiki

Nick Bradford er síðasti bandaríski leikmaðurinn til þess að vinna stóran titil með liðinu en Keflavík varð Íslandsmeistari 2004 og 2005 með hann innanborðs.
Nick Bradford er síðasti bandaríski leikmaðurinn til þess að vinna stóran titil með liðinu en Keflavík varð Íslandsmeistari 2004 og 2005 með hann innanborðs. Fréttablaðið/Pjetur

Bandaríski leikmaðurinn Ismail Muhammad er á heimleið eftir að hafa spilað aðeins sex leiki með Keflavík. Keflavík hafði aðeins unnið 2 af þessum 6 leikjum og Muhammad var með 17,0 stig og 6,3 fráköst að meðaltali í fjórum leikjum sínum í Iceland Express-deildinni.



Ismail hafði hins vegar aðeins gefið samtals 6 stoðsendingar í þessum fjórum leikjum, á móti 59 skotum og náði því greinilega ekki að gera aðra leikmenn liðsins betri í kringum sig. Í undanúrslitaleiknum gegn Hamar/Selfoss á sunnudagskvöldið skoraði hann hins vegar aðeins tvö stig á síðustu 15 mínútum leiksins. Á sama leikkafla vann Hamars/Selfoss-liðið upp 16 stiga forskot Keflvíkinga og tryggði sér sæti í bikarúrslitunum.



Leikmannamál Keflavíkurliðanna hafa reynt á stjórnarmenn í vetur. Karlaliðið hefur látið fjóra erlenda leikmenn fara og eru á leiðinni að fá sinn sjötta erlenda leikmann og á dögunum kom í ljós að Kesha Watson væri á leið heim í aðgerð og að kvennaliðið þyrfti þar með sinn þriðja bandaríska leikmann.



Þegar nýju leikmennirnir lenda í Keflavík verður heildarfjöldi atvinnumanna Keflavíkur kominn upp í níu leikmenn á þessum fjórum mánuðum sem eru búnir af tímabilinu. - óój



Gengi Keflavíkur með erlenda leikmenn:



Bandaríkjamenn:

Jermaine Williams* 4 sigrar -1 (80%)

Tim Ellis* 8-2 töp (80%)

Ismail Muhammad* 2-4 (33%)

Bosmann-leikmenn:

Thomas Soltau* 11-2 (85%)

Sebastian Hermanier 2-3 (40%)

* farnir frá liðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×