Kaupþing í hópi vinsælustu lánþega heims 18. janúar 2007 08:14 Kaupþing. Mynd/GVA Kaupþing er talið upp með stærstu fyrirtækjum í vali fjármálafyrirtækja á bestu lántakendum heims. Bankinn er í þriðja sæti yfir bestu lántakendur í hópi fjármálafyrirtækja og í sjötta til níunda sæti yfir þá lántakendur sem staðið hafa sig hvað best. Viðskiptaritið EuroWeek stendur fyrir valinu. Kaupþing hlýtur góða einkunn í yfirferð nýútkomins tölublaðs viðskiptaritsins EuroWeek á síðasta ári og er ofarlega á blaði í vali á bestu lánþegum í hópi fyrirtækja og stofnana. Hjá Kaupþingi eru menn í sjöunda himni yfir árangrinum. Bankinn er þannig í þriðja sæti yfir bestu lánþega í flokki fjármálafyrirtækja (Best financial institution borrower) og kemur þar á eftir ING Groep sem er í öðru sæti og skoska bankanum HBOS. Þá er Kaupþing í sjötta til níunda sæti yfir þá lántakendur í heiminum sem þykja hafa staðið sig hvað best (Most impressive borrower of 2006). Þar deilir Kaupþing sætinu með Eksportfinans, General Electric Capital Corp og HBOS). Í þeim flokki trónir í efsta sæti Evrópski fjárfestingabankinn. Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, segir að þar á bæ séu menn bæði stoltir og glaðir yfir árangrinum. „EuroWeek spyr útgefendur og fjárfestingabanka hverjir þeir telji að hafi skarað fram úr, bæði sem fjárfestingabanka og einnig sem útgefendur skuldabréfa," segir hann og telur ekki lítið afrek að hafa skorað jafnhátt sem skuldabréfaútgefandi í flokki þar sem allt sé undir, hvort sem það eru þjóðríki, bankar, tryggingafélög eða annað. „Þarna er í raun allt undir, bæði landið og miðin beggja vegna Atlantshafsins og við auðvitað að keppa við banka, fyrirtæki og stofnanir sem eru margfalt stærri en við." Guðni segir erfitt að átta sig á í svipinn hverju valið kunni að skila bankanum, en ljóst sé að með þessu sé vakin athygli á góðum árangri hans á síðasta ári. „Fyrst og fremst er þetta viðurkenning á því að við höfum verið að gera rétta hluti. Við erum enda ekki síst ánægð með þetta í ljósi mótbyrsins sem bankakerfið hér varð fyrir í upphafi síðasta árs. Samt kemur þarna í ljós í kjöri meðal aðila á markaði, bæði kaupenda og seljenda, að við séum þriðji besti bankaútgefandinn og sjötti útgefandinn yfir heildina sem þykir hafa staðið sig best." Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Kaupþing er talið upp með stærstu fyrirtækjum í vali fjármálafyrirtækja á bestu lántakendum heims. Bankinn er í þriðja sæti yfir bestu lántakendur í hópi fjármálafyrirtækja og í sjötta til níunda sæti yfir þá lántakendur sem staðið hafa sig hvað best. Viðskiptaritið EuroWeek stendur fyrir valinu. Kaupþing hlýtur góða einkunn í yfirferð nýútkomins tölublaðs viðskiptaritsins EuroWeek á síðasta ári og er ofarlega á blaði í vali á bestu lánþegum í hópi fyrirtækja og stofnana. Hjá Kaupþingi eru menn í sjöunda himni yfir árangrinum. Bankinn er þannig í þriðja sæti yfir bestu lánþega í flokki fjármálafyrirtækja (Best financial institution borrower) og kemur þar á eftir ING Groep sem er í öðru sæti og skoska bankanum HBOS. Þá er Kaupþing í sjötta til níunda sæti yfir þá lántakendur í heiminum sem þykja hafa staðið sig hvað best (Most impressive borrower of 2006). Þar deilir Kaupþing sætinu með Eksportfinans, General Electric Capital Corp og HBOS). Í þeim flokki trónir í efsta sæti Evrópski fjárfestingabankinn. Guðni Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri fjárstýringar Kaupþings, segir að þar á bæ séu menn bæði stoltir og glaðir yfir árangrinum. „EuroWeek spyr útgefendur og fjárfestingabanka hverjir þeir telji að hafi skarað fram úr, bæði sem fjárfestingabanka og einnig sem útgefendur skuldabréfa," segir hann og telur ekki lítið afrek að hafa skorað jafnhátt sem skuldabréfaútgefandi í flokki þar sem allt sé undir, hvort sem það eru þjóðríki, bankar, tryggingafélög eða annað. „Þarna er í raun allt undir, bæði landið og miðin beggja vegna Atlantshafsins og við auðvitað að keppa við banka, fyrirtæki og stofnanir sem eru margfalt stærri en við." Guðni segir erfitt að átta sig á í svipinn hverju valið kunni að skila bankanum, en ljóst sé að með þessu sé vakin athygli á góðum árangri hans á síðasta ári. „Fyrst og fremst er þetta viðurkenning á því að við höfum verið að gera rétta hluti. Við erum enda ekki síst ánægð með þetta í ljósi mótbyrsins sem bankakerfið hér varð fyrir í upphafi síðasta árs. Samt kemur þarna í ljós í kjöri meðal aðila á markaði, bæði kaupenda og seljenda, að við séum þriðji besti bankaútgefandinn og sjötti útgefandinn yfir heildina sem þykir hafa staðið sig best."
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun