Vildi helst vera á tveimur stöðum í einu 16. janúar 2007 11:15 Það er nóg um að vera í lífi Ragnars Óskarssonar um þessar mundir. Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari í handbolta kynnti í gær hópinn sem fer til Þýskalands og spilar á heimsmeistaramótinu sem hefst þar á föstudag. Meðal þeirra er leikstjórnandinn Ragnar Óskarsson sem hefur að mörgu öðru að huga en handbolta þessa dagana. Hann og kona hans eiga von á sínu fyrsta barni í upphafi febrúar og því hætt við því að hann missi af fæðingunni ef gengi íslenska liðsins verði gott í Þýskalandi. „Barnið á að koma í heiminn 10. febrúar og get ég bara krosslagt fingur og vonað að hún muni ekki eiga fyrr en eftir mótið. Það er í raun ekki flóknara en það,“ sagði Ragnar. Kona hans er frönsk en þau eru búsett í París. Þau hafa fengið að vita að það sé von á stúlku og segir Ragnar að hann hlakki mikið til að takast á við föðurhlutverkið. „Þetta er mjög spennandi. Ég get nú ekki sagt að allt heimilið sé orðið undirlagt bleikum barnafötum en ömmurnar eru eitthvað byrjaðar að prjóna.“ Aðspurður segir hann ætla að bíða með að setja handbolta í hendur stúlkunnar. „Ég ætla að gefa henni tækifæri til þess að ákveða sig sjálf hvað hún tekur sér fyrir hendur,“ sagði hann í léttum dúr. Ragnar játar því að það sé erfitt að vera fjarverandi á tíma sem þessum. „Jú, vissulega. Ég vildi helst vera á tveimur stöðum í einu en það er víst ekki hægt. Ég neita því ekki að það getur verið erfitt að einbeita sér þessa dagana.“ Ragnar og fjölskylda hans mun svo flytja til suðurhluta Frakklands en hann samdi við Nimes nú um áramótin til þriggja ára. „Það verður spennandi að búa í þessum hluta Frakklands. Ég hef prófað að búa í norðurhluta Frakklands í nokkur ár og nú París. Það er gott að geta nýtt handboltann til að spila í sterkri deild og upplifa nýja og spennandi hluti.“ Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Alfreð Gíslason landsliðsþjálfari í handbolta kynnti í gær hópinn sem fer til Þýskalands og spilar á heimsmeistaramótinu sem hefst þar á föstudag. Meðal þeirra er leikstjórnandinn Ragnar Óskarsson sem hefur að mörgu öðru að huga en handbolta þessa dagana. Hann og kona hans eiga von á sínu fyrsta barni í upphafi febrúar og því hætt við því að hann missi af fæðingunni ef gengi íslenska liðsins verði gott í Þýskalandi. „Barnið á að koma í heiminn 10. febrúar og get ég bara krosslagt fingur og vonað að hún muni ekki eiga fyrr en eftir mótið. Það er í raun ekki flóknara en það,“ sagði Ragnar. Kona hans er frönsk en þau eru búsett í París. Þau hafa fengið að vita að það sé von á stúlku og segir Ragnar að hann hlakki mikið til að takast á við föðurhlutverkið. „Þetta er mjög spennandi. Ég get nú ekki sagt að allt heimilið sé orðið undirlagt bleikum barnafötum en ömmurnar eru eitthvað byrjaðar að prjóna.“ Aðspurður segir hann ætla að bíða með að setja handbolta í hendur stúlkunnar. „Ég ætla að gefa henni tækifæri til þess að ákveða sig sjálf hvað hún tekur sér fyrir hendur,“ sagði hann í léttum dúr. Ragnar játar því að það sé erfitt að vera fjarverandi á tíma sem þessum. „Jú, vissulega. Ég vildi helst vera á tveimur stöðum í einu en það er víst ekki hægt. Ég neita því ekki að það getur verið erfitt að einbeita sér þessa dagana.“ Ragnar og fjölskylda hans mun svo flytja til suðurhluta Frakklands en hann samdi við Nimes nú um áramótin til þriggja ára. „Það verður spennandi að búa í þessum hluta Frakklands. Ég hef prófað að búa í norðurhluta Frakklands í nokkur ár og nú París. Það er gott að geta nýtt handboltann til að spila í sterkri deild og upplifa nýja og spennandi hluti.“
Erlendar Handbolti Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn