Stuttmyndir á netið 15. janúar 2007 10:15 Ísold Uggadóttir leikstjóri er í keppni á Sundance með mynd sína Góða gesti. Á föstudag var tilkynnt að helmingur stuttmynda sem sýndar verða á Sundance-hátíðinni verði aðgengilegur á netinu í bás iTunes. Niðurhalið af iTunes gegn verði bætist við ókeypis strauminn á vefsíðu Sundance en opnað verður fyrir þær 18. janúar en þá hefst hátíðin. Stuttmyndaúrvalið verður fáanlegt hjá Itunes næstu þrjú árin og sá sem kaupir stuttmynd þar og halar niður getur átt hana í afriti eins lengi og kaupandi lifir og meðan afritið endist. Í fréttum vestanhafs horfa menn einkum á hlutaskiptingu af gjaldinu en þar af fær framleiðandi tæpa tvo dali, Sundance, Apple skipta restinni. Salan takmarkar ekki frekari dreifingu vestanhafs sem er enn eitt merki þess að einkasölufyrirbærið vestanhafs sé að veikjast. Stuttmyndir hafa verið streymandi á vef Sundance um nokkurt skeið og milljónir sækja á vefinn til að skoða þær. Þetta eru bæði heimildamyndir, leiknar og hreinni í formi. Ekki eru uppi áætlanir um að Sundance taki að dreifa kvikmyndum en þegar stendur Sundance fyrir sjónvarpsrás. Apple átti í vikunni stórleik með nýju símatæki sem er runnið við ipodinn. Nú aukast líkur á að allt renni frekar saman. Þegar er með lúsarleit á Itunes hægt að finna ótrúlega hluti. Þar er til dæmis aðgengilegasta úrval af óperusöng og listdansi sem fáanlegt er. Fari stuttmyndir á kreik eru líkur á að þær taki líka að fljóta um heima netsins. Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Á föstudag var tilkynnt að helmingur stuttmynda sem sýndar verða á Sundance-hátíðinni verði aðgengilegur á netinu í bás iTunes. Niðurhalið af iTunes gegn verði bætist við ókeypis strauminn á vefsíðu Sundance en opnað verður fyrir þær 18. janúar en þá hefst hátíðin. Stuttmyndaúrvalið verður fáanlegt hjá Itunes næstu þrjú árin og sá sem kaupir stuttmynd þar og halar niður getur átt hana í afriti eins lengi og kaupandi lifir og meðan afritið endist. Í fréttum vestanhafs horfa menn einkum á hlutaskiptingu af gjaldinu en þar af fær framleiðandi tæpa tvo dali, Sundance, Apple skipta restinni. Salan takmarkar ekki frekari dreifingu vestanhafs sem er enn eitt merki þess að einkasölufyrirbærið vestanhafs sé að veikjast. Stuttmyndir hafa verið streymandi á vef Sundance um nokkurt skeið og milljónir sækja á vefinn til að skoða þær. Þetta eru bæði heimildamyndir, leiknar og hreinni í formi. Ekki eru uppi áætlanir um að Sundance taki að dreifa kvikmyndum en þegar stendur Sundance fyrir sjónvarpsrás. Apple átti í vikunni stórleik með nýju símatæki sem er runnið við ipodinn. Nú aukast líkur á að allt renni frekar saman. Þegar er með lúsarleit á Itunes hægt að finna ótrúlega hluti. Þar er til dæmis aðgengilegasta úrval af óperusöng og listdansi sem fáanlegt er. Fari stuttmyndir á kreik eru líkur á að þær taki líka að fljóta um heima netsins.
Mest lesið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Wulfgang í tónleikaferð til Kína Tónlist Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira