Close to Paradise - fjórar stjörnur 14. janúar 2007 14:00 Þegar hann heimsótti okkur á Airwaves hafði enginn hugmynd um hver hann var, en Patrick Watson er undrabarn og þessi nýja plata hans meistarastykki. Á hverju ári í janúar, rekst maður á plötur eins og þessa, sem er stórkostleg en var samt af einhverjum ástæðum hvergi að finna á árslistum gagnrýnenda. Það þýðir engan veginn að platan sé eitthvað síðri en þær sem þar voru, heldur er magn útgefna titla á hverju ári bara orðið svo gífurlegt að jafnvel þau okkar sem kafa djúpt eftir nýrri tónlist neyðumst til að sætta okkur við að sjá aðeins topp ísjakans hvert ár. Þessi ungi maður, Patrick Watson, er frá Kanada og heimsótti okkur nú síðast á Iceland Airwaveshátíðina. Hann spilaði meira að segja með mér á tónleikum í 12 Tónum á föstudeginum, en samt náði ég einhvern veginn að missa algjörlega af honum. Alveg magnað hvað maður getur verið blindur fyrir umhverfi sínu þegar maður er með hausinn upp í eigin rassgati. Patrick Watson slógu í gegn á síðustu Airwaves-hátíð. Ímyndið ykkur bara að vísindamenn gætu blandað saman erfðarvísum þekktra tónlistarmanna og skapað nýjan einstakling með hæfileika allra hinna. Patrick, sem leikur á píanó og syngur, væri þá eðalblanda af Tom Waits, Isaac Brock úr Modest Mouse, Tori Amos og Jeff Buckley. Hann hefði erft lagasmíðahæfni Isaacs, putta Tori, næmni Waits fyrir ævintýralegum útsetningum og raddbönd Buckley. Já, ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta eru svakalegar samlíkingar, en pilturinn á inni fyrir þeim. Hann er þó ekkert í stöðugum raddfimleikum, eins og hinn tilfinninganæmi Buckley, en sýnir þó getu sína af og til eins og í laginu frábæra Luscious Life. Annað frábært lag á plötunni heitir The Storm, myndmál þess og útsetning er svo sterk að það er ómögulegt að hlusta á það án þess að bíósýningarvélin í hausnum fari af stað. Eins og oft vil verða með plötur snillinga, eru þær nokkuð þungur biti til þess kyngja í fyrstu. Þannig er þetta er vissulega þunglamaleg plata á köflum og ég get vel ímyndað mér að fjöldi fólks á eftir að gefast upp áður en platan getur haft teljandi áhrif á þá. Þetta er plata sem maður verður að tyggja svolítið vel áður en hægt er að renna henni niður í maga. Hér er of mikið af upplýsingum, og heilinn þarf einfaldlega tíma til þess að vinna almennilega úr þeim. En ef þið gefið þessu tíma, þá eignist þið plötu í safnið sem ykkur á eftir að þykja vænt um til æviloka, og jafnvel lengur. Birgir Örn Steinarsson Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
Á hverju ári í janúar, rekst maður á plötur eins og þessa, sem er stórkostleg en var samt af einhverjum ástæðum hvergi að finna á árslistum gagnrýnenda. Það þýðir engan veginn að platan sé eitthvað síðri en þær sem þar voru, heldur er magn útgefna titla á hverju ári bara orðið svo gífurlegt að jafnvel þau okkar sem kafa djúpt eftir nýrri tónlist neyðumst til að sætta okkur við að sjá aðeins topp ísjakans hvert ár. Þessi ungi maður, Patrick Watson, er frá Kanada og heimsótti okkur nú síðast á Iceland Airwaveshátíðina. Hann spilaði meira að segja með mér á tónleikum í 12 Tónum á föstudeginum, en samt náði ég einhvern veginn að missa algjörlega af honum. Alveg magnað hvað maður getur verið blindur fyrir umhverfi sínu þegar maður er með hausinn upp í eigin rassgati. Patrick Watson slógu í gegn á síðustu Airwaves-hátíð. Ímyndið ykkur bara að vísindamenn gætu blandað saman erfðarvísum þekktra tónlistarmanna og skapað nýjan einstakling með hæfileika allra hinna. Patrick, sem leikur á píanó og syngur, væri þá eðalblanda af Tom Waits, Isaac Brock úr Modest Mouse, Tori Amos og Jeff Buckley. Hann hefði erft lagasmíðahæfni Isaacs, putta Tori, næmni Waits fyrir ævintýralegum útsetningum og raddbönd Buckley. Já, ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta eru svakalegar samlíkingar, en pilturinn á inni fyrir þeim. Hann er þó ekkert í stöðugum raddfimleikum, eins og hinn tilfinninganæmi Buckley, en sýnir þó getu sína af og til eins og í laginu frábæra Luscious Life. Annað frábært lag á plötunni heitir The Storm, myndmál þess og útsetning er svo sterk að það er ómögulegt að hlusta á það án þess að bíósýningarvélin í hausnum fari af stað. Eins og oft vil verða með plötur snillinga, eru þær nokkuð þungur biti til þess kyngja í fyrstu. Þannig er þetta er vissulega þunglamaleg plata á köflum og ég get vel ímyndað mér að fjöldi fólks á eftir að gefast upp áður en platan getur haft teljandi áhrif á þá. Þetta er plata sem maður verður að tyggja svolítið vel áður en hægt er að renna henni niður í maga. Hér er of mikið af upplýsingum, og heilinn þarf einfaldlega tíma til þess að vinna almennilega úr þeim. En ef þið gefið þessu tíma, þá eignist þið plötu í safnið sem ykkur á eftir að þykja vænt um til æviloka, og jafnvel lengur. Birgir Örn Steinarsson
Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira