Haldið verður upp á eins árs afmæli hip hop-þáttarins Orð á Barnum í kvöld. Fyrsti árslisti þáttarins, sem er á dagskrá Flass 104,5, var fluttur í síðasta þætti og samanstóð hann af 25 bestu plötum ársins 2006 og 34 bestu lögunum.
Þáttastjórnendurnir Ómar og Steve Sampling munu stjórna málum í kvöld ásamt sérvöldum röppurum sem munu verma hljóðnemann. Þeir eru: Arkir, Thundercats, Kájoð og Kíló.
Húsið verður opnað klukkan 21 og er aðgangseyrir enginn.