Skilnaður Magna kemur aðdáendum í opna skjöldu 6. janúar 2007 00:01 Magni, Eyrún og Marínó á góðri stundu áður en söngvarinn hélt utan á vit frægðarinar. Aðdáendur Magna Ásgeirssonar geta vart á heilum sér tekið yfir að yfirlýsing frá honum birtist í DV í gær um sambandsslit Magna og unnustu hans, Eyrúnar Haraldsdóttur. Þegar hefur verið stofnaður spjallþráður á opinberri aðdáendasíðu Magna, magni-ficent.com, og þar lýsa dyggir áhangendur yfir hryggð sinni vegna þróunar mála. „Ég er svo sorgmæddur yfir þeim fregnum sem ég sá í morgunþættinum Ísland í bítið en þar var greint frá því að Magni og Eyrún væru skilin að skiptum,“ skrifar notandi undir nafninu 1stplc á aðdáendasíðu Magna og undir það tekur annar notandi og segist líða eins og þetta hafi gerst í sinni eigin fjölskyldu en skrifar síðan afsökunarbeiðni til parsins. „Magni og Eyrún, mér líður illa yfir þessu vegna þess að á einn eða annan hátt finnst mér ég vera hluti af þessu álagi sem lagt hefur verið á samband ykkar,“ skrifar notandinn BS. Notendur eru sammála um að veita parinu tilfinningalegt svigrúm til að takast á við þessa erfiðu ákvörðun en yfirlýsing Magna og Eyrúnar á sér engin fordæmi á Íslandi en minnir um margt á það þegar forseti Íslands bað um tilfinninglegt svigrúm þegar hann var að slá sér upp með Dorrit. Fjölmargir hafa þó notfært sér spjallsvæðið og lýst yfir miklum stuðningi við bæði Magna og ekki síður Eyrúnu.Lára Ómarsdóttir fylgdist með parinu þegar það hittist aftur í úrslitaþætti Rock Star: Supernova.Magni sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári þegar hann fangaði hug og hjörtu þjóðarinnar í raunveruleikaþættinum Rock Star:Supernova. Þar var honum tíðrætt um unnustu sína Eyrúnu og son sinn Marínó og þjóðin tók ástfóstri við þessa viðkunnanlegu fjölskyldu. „Mér brá þegar ég las þetta,“ segir fréttakonan Lára Ómarsdóttir sem á sínum tíma fór til Los Angeles og fylgdist með úrslitaþættinum í raunveruleikaþáttaröðinni Rock Star: Supernova. „Þegar ég tók viðtal við þau inni á hótelherbergi bar brúðkaup þeirra á góma sem átti að vera í sumar en þar átti öllu að vera til tjaldað,“ bætir Lára við en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var flestum ljóst sem fylgdust með lokaþættinum og samverustundum parsins í Englaborginni að útivera Magna og þátttaka hans í þættinum hafði sett sitt mark á sambandið. Rock Star Supernova Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Aðdáendur Magna Ásgeirssonar geta vart á heilum sér tekið yfir að yfirlýsing frá honum birtist í DV í gær um sambandsslit Magna og unnustu hans, Eyrúnar Haraldsdóttur. Þegar hefur verið stofnaður spjallþráður á opinberri aðdáendasíðu Magna, magni-ficent.com, og þar lýsa dyggir áhangendur yfir hryggð sinni vegna þróunar mála. „Ég er svo sorgmæddur yfir þeim fregnum sem ég sá í morgunþættinum Ísland í bítið en þar var greint frá því að Magni og Eyrún væru skilin að skiptum,“ skrifar notandi undir nafninu 1stplc á aðdáendasíðu Magna og undir það tekur annar notandi og segist líða eins og þetta hafi gerst í sinni eigin fjölskyldu en skrifar síðan afsökunarbeiðni til parsins. „Magni og Eyrún, mér líður illa yfir þessu vegna þess að á einn eða annan hátt finnst mér ég vera hluti af þessu álagi sem lagt hefur verið á samband ykkar,“ skrifar notandinn BS. Notendur eru sammála um að veita parinu tilfinningalegt svigrúm til að takast á við þessa erfiðu ákvörðun en yfirlýsing Magna og Eyrúnar á sér engin fordæmi á Íslandi en minnir um margt á það þegar forseti Íslands bað um tilfinninglegt svigrúm þegar hann var að slá sér upp með Dorrit. Fjölmargir hafa þó notfært sér spjallsvæðið og lýst yfir miklum stuðningi við bæði Magna og ekki síður Eyrúnu.Lára Ómarsdóttir fylgdist með parinu þegar það hittist aftur í úrslitaþætti Rock Star: Supernova.Magni sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári þegar hann fangaði hug og hjörtu þjóðarinnar í raunveruleikaþættinum Rock Star:Supernova. Þar var honum tíðrætt um unnustu sína Eyrúnu og son sinn Marínó og þjóðin tók ástfóstri við þessa viðkunnanlegu fjölskyldu. „Mér brá þegar ég las þetta,“ segir fréttakonan Lára Ómarsdóttir sem á sínum tíma fór til Los Angeles og fylgdist með úrslitaþættinum í raunveruleikaþáttaröðinni Rock Star: Supernova. „Þegar ég tók viðtal við þau inni á hótelherbergi bar brúðkaup þeirra á góma sem átti að vera í sumar en þar átti öllu að vera til tjaldað,“ bætir Lára við en vill að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var flestum ljóst sem fylgdust með lokaþættinum og samverustundum parsins í Englaborginni að útivera Magna og þátttaka hans í þættinum hafði sett sitt mark á sambandið.
Rock Star Supernova Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira