365 miðlar selja DV, Hér og Nú og Veggfóður 28. desember 2006 16:48 Dagblöð 365 miðlar hafa selt dagblaðið DV og tímaritin Hér og Nú og Veggfóður. Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf, sem er í eigu 365, Hjálms ehf, Sigurjóns M. Egilssonar og Janusar Sigurjónssonar, kaupir DV en útgáfufélagið Fögrudyr ehf., sem gefur út tímaritið Ísafold, kaupir tímaritin. Samhliða breytingunum verður vikuritið Birta fellt inn í Fréttablaðið á nýju ári. Sigurjón M. Egilsson hefur verið ráðinn ritstjóri DV. Stjórnarformaður Dagblaðið-Vísir útgáfufélags er Hreinn Loftsson, en hann er einnig stjórnarformaður Hjálms ehf. Framkvæmdastjóri félagsins verður Hjálmar Blöndal. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að 365 miðlar hafi endurskipulagt prentútgáfu sína með það að markmiði að skerpa áherslur og auka arðsemi í rekstri 365. 365 miðlar muni á prentsviðinu einbeita sér að útgáfu Fréttablaðsins og fylgirita þess, en útgáfa annarra sjálfstæðra prentmiðla flyst annað, eftir atvikum með aðild 365. Þetta sé hluti af þeirri stefnumörkun að efla kjarnastarfsemi 365 á sviði dagblaðaútgáfu, sjónvarps, útvarps og vefmiðlunar og stefna að forystuhlutverki á þeim sviðum miðlunar þar sem 365 starfar. Þá kemur fram að til 365 á 40 prósenta hlut í félaginu Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. en Hjálmur fer með 49 prósenta hlut. Aðrir eigendur eru feðgarnir Janus Sigurjónsson og Sigurjón M. Egilsson. Þá er aðaleigandi Fögrudyra Hjálmur ehf., sem mun jafnframt kaupa af 365 miðlum hlut í tímaritinu í Bístró, sem verður þá nokkurn veginn að jöfnu í eigu 365, Hjálms og starfsmanna Bístró. Miðlarnir við þetta færast frá 365 og verða reknir á eigin forsendum. Beinn fjárhagslegur ávinningur af þessum breytingum nemur ríflega 100 milljónum króna á ársgrundvelli en gert hefur verið ráð fyrir þessari hagræðingu í þegar birtum áætlunum á næsta ári, að því fram kemur í tilkynningunni. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
365 miðlar hafa selt dagblaðið DV og tímaritin Hér og Nú og Veggfóður. Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf, sem er í eigu 365, Hjálms ehf, Sigurjóns M. Egilssonar og Janusar Sigurjónssonar, kaupir DV en útgáfufélagið Fögrudyr ehf., sem gefur út tímaritið Ísafold, kaupir tímaritin. Samhliða breytingunum verður vikuritið Birta fellt inn í Fréttablaðið á nýju ári. Sigurjón M. Egilsson hefur verið ráðinn ritstjóri DV. Stjórnarformaður Dagblaðið-Vísir útgáfufélags er Hreinn Loftsson, en hann er einnig stjórnarformaður Hjálms ehf. Framkvæmdastjóri félagsins verður Hjálmar Blöndal. Í tilkynningu til Kauphallar Íslands segir að 365 miðlar hafi endurskipulagt prentútgáfu sína með það að markmiði að skerpa áherslur og auka arðsemi í rekstri 365. 365 miðlar muni á prentsviðinu einbeita sér að útgáfu Fréttablaðsins og fylgirita þess, en útgáfa annarra sjálfstæðra prentmiðla flyst annað, eftir atvikum með aðild 365. Þetta sé hluti af þeirri stefnumörkun að efla kjarnastarfsemi 365 á sviði dagblaðaútgáfu, sjónvarps, útvarps og vefmiðlunar og stefna að forystuhlutverki á þeim sviðum miðlunar þar sem 365 starfar. Þá kemur fram að til 365 á 40 prósenta hlut í félaginu Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf. en Hjálmur fer með 49 prósenta hlut. Aðrir eigendur eru feðgarnir Janus Sigurjónsson og Sigurjón M. Egilsson. Þá er aðaleigandi Fögrudyra Hjálmur ehf., sem mun jafnframt kaupa af 365 miðlum hlut í tímaritinu í Bístró, sem verður þá nokkurn veginn að jöfnu í eigu 365, Hjálms og starfsmanna Bístró. Miðlarnir við þetta færast frá 365 og verða reknir á eigin forsendum. Beinn fjárhagslegur ávinningur af þessum breytingum nemur ríflega 100 milljónum króna á ársgrundvelli en gert hefur verið ráð fyrir þessari hagræðingu í þegar birtum áætlunum á næsta ári, að því fram kemur í tilkynningunni.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Viðskipti erlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira