Vitni segja að fleiri en 500 brunnin lík liggi við olíuleiðslu sem sprakk í Nígeríu í dag en gat hafði verið gert á hana í nótt. Þjófar höfðu ætlað sér að stela olíunni og fóru hundruð manna að olíuleiðslunni til þess að ná sér í olíu.
Atburðurinn átti sér stað við Abule Egba sem er þéttbýlt hverfi í stærstu borg Nígeríu, Lagos. Starfsmenn Rauða krossins á staðnum sögðu frá þessu núna í morgun.