Breski og íraski herinn gerðu í morgun áhlaup á eina af helstu lögreglustöðum í Basra í suðurhluta Íraks þar sem þeir sögðu stórglæpadeild hennar hafa breyst í mafíu.
Talsmaður breska hersins í Basra, Tane Dunlop, sagði í morgun að herinn hefði bjargað mikið af föngum sem hefðu verið með líkamlega áverka, hugsanlega vegna pyntinga og að þeir hefðu verið sendir á sjúkrahús. Að lokum hefði byggingin verið jöfnuð við jörðu til þess að koma í veg fyrir að hún verði notuð sem miðstöð mafíustarfsemi í framtíðinni.