Houston - Við erum í vanda 24. desember 2006 13:52 Yao Ming getur ekki leikið með Houston á ný fyrr en í febrúar og því er hætta á því að stuðningsmenn Rockets verði að setja stórar væntingar sínar til liðsins á hilluna enn eitt árið NordicPhotos/GettyImages Miðherjinn Yao Ming hjá Houston Rockets í NBA deildinni leikur ekki með liðinu næstu sex vikurnar hið minnsta eftir að risinn meiddist á hné í tapleik liðsins gegn LA Clippers í nótt og því er útlit fyrir að liðið verði enn og aftur að finna leið til að sigra án ofurstjarna sinna, Ming og Tracy McGrady. LA Clippers hafði tapað sex leikjum í röð fyrir leik gærkvöldsins en án Yao Ming og McGrady, sem misst hefur af 8 leikjum í röð vegna bakmeiðsla, átti Houston ekki möguleika og tapaði 98-93. Tim Thomas skoraði 21 stig fyrir Clippers en Shane Battier skoraði 28 stig fyrir Houston. Minnesota lagði Indiana á útivelli 78-71. Kevin Garnett skoraði 29 stig og hirti 19 fráköst fyrir Minnesota en Jamal Tinsley skoraði 22 fyrir Indiana. Cleveland lagði Orlando 86-83. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland og gerði út um leikinn með frammistöðu sinnií fjórða leikhluta. Dwight Howard skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst fyrir Orlando. Detroit burstaði Atlanta 108-81 og vann fjórða leikinn í röð. Nazr Mohammed skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst fyrir Detroit, en Marvin Williams skoraði 19 stig og hirti 15 fráköst fyrir Atlanta. Miami lagði Golden State 105-92 þar sem Jason Kapono setti persónulegt met hjá Miami með 27 stigum en Matt Barnes skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst hjá Golden State. Philadelphia vann annan leik sinn í röð eftir 12 töp í röð, en þeir Andre Miller og Joe Smith spiluðu þarna sinn fyrsta leik eftir að þeir komu frá Denver í skiptum fyrir Allen Iverson. Philadelphia lagði New York 98-77 þar sem Andre Iguoadala skoraði 20 stig fyrir Philadelphia og Andre Miller gaf 11 stoðsendingar. Jamal Crawford skoraði 21 stig fyrir New York. San Antonio valtaði yfir New Orleans á útivelli 112-77. Chris Paul skoraði 20 stig fyrir New Orleans en Tony Parker skoraði 19 fyrir San Antonio. Utah lagði Memphis 100-97 þar sem liðið var enn og aftur undir allan leikinn en tryggði sér sigur með því að skora 8 síðustu stigin. Damon Stoudamire skoraði reyndar þriggja stiga körfu og jafnaði um leið og lokaflautið gall, en þótti ekki hafa sleppt boltanum tímanlega. Carlos Boozer skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Utah, en Mike Miller skoraði 28 stig fyrir Memphis. Chicago rótburstaði Charlotte 115-76. Ben Gordon skoraði 23 stig fyrir Chicago en Melvin Ely skoraði 13 stig fyrir Charlotte. Milwaukee lagði New Jersey 115-104 þar sem Mo Williams skoraði 32 stig, hirti 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Milwaukee en Eddie House skoraði 22 stig fyrir New Jersey. Liði New Jersey bárust svo þau ömurlegu tíðindi að miðherjinn Nenad Krstic getur ekki leikið meira með liðinu á tímabilinu vegna meiðsla og ekki er það til að bæta ógæfu liðsins í vetur. Loks vann Seattle sigur á Toronto 110-97 þar sem Ray Allen sneri sjóðheitur til baka eftir meiðsli og skoraði 28 stig fyrir Seattle og hitti úr 5 af 6 þristum sínum. TJ Ford skoraði 24 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Toronto. NBA Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira
Miðherjinn Yao Ming hjá Houston Rockets í NBA deildinni leikur ekki með liðinu næstu sex vikurnar hið minnsta eftir að risinn meiddist á hné í tapleik liðsins gegn LA Clippers í nótt og því er útlit fyrir að liðið verði enn og aftur að finna leið til að sigra án ofurstjarna sinna, Ming og Tracy McGrady. LA Clippers hafði tapað sex leikjum í röð fyrir leik gærkvöldsins en án Yao Ming og McGrady, sem misst hefur af 8 leikjum í röð vegna bakmeiðsla, átti Houston ekki möguleika og tapaði 98-93. Tim Thomas skoraði 21 stig fyrir Clippers en Shane Battier skoraði 28 stig fyrir Houston. Minnesota lagði Indiana á útivelli 78-71. Kevin Garnett skoraði 29 stig og hirti 19 fráköst fyrir Minnesota en Jamal Tinsley skoraði 22 fyrir Indiana. Cleveland lagði Orlando 86-83. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland og gerði út um leikinn með frammistöðu sinnií fjórða leikhluta. Dwight Howard skoraði 17 stig og hirti 13 fráköst fyrir Orlando. Detroit burstaði Atlanta 108-81 og vann fjórða leikinn í röð. Nazr Mohammed skoraði 19 stig og hirti 10 fráköst fyrir Detroit, en Marvin Williams skoraði 19 stig og hirti 15 fráköst fyrir Atlanta. Miami lagði Golden State 105-92 þar sem Jason Kapono setti persónulegt met hjá Miami með 27 stigum en Matt Barnes skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst hjá Golden State. Philadelphia vann annan leik sinn í röð eftir 12 töp í röð, en þeir Andre Miller og Joe Smith spiluðu þarna sinn fyrsta leik eftir að þeir komu frá Denver í skiptum fyrir Allen Iverson. Philadelphia lagði New York 98-77 þar sem Andre Iguoadala skoraði 20 stig fyrir Philadelphia og Andre Miller gaf 11 stoðsendingar. Jamal Crawford skoraði 21 stig fyrir New York. San Antonio valtaði yfir New Orleans á útivelli 112-77. Chris Paul skoraði 20 stig fyrir New Orleans en Tony Parker skoraði 19 fyrir San Antonio. Utah lagði Memphis 100-97 þar sem liðið var enn og aftur undir allan leikinn en tryggði sér sigur með því að skora 8 síðustu stigin. Damon Stoudamire skoraði reyndar þriggja stiga körfu og jafnaði um leið og lokaflautið gall, en þótti ekki hafa sleppt boltanum tímanlega. Carlos Boozer skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst fyrir Utah, en Mike Miller skoraði 28 stig fyrir Memphis. Chicago rótburstaði Charlotte 115-76. Ben Gordon skoraði 23 stig fyrir Chicago en Melvin Ely skoraði 13 stig fyrir Charlotte. Milwaukee lagði New Jersey 115-104 þar sem Mo Williams skoraði 32 stig, hirti 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar fyrir Milwaukee en Eddie House skoraði 22 stig fyrir New Jersey. Liði New Jersey bárust svo þau ömurlegu tíðindi að miðherjinn Nenad Krstic getur ekki leikið meira með liðinu á tímabilinu vegna meiðsla og ekki er það til að bæta ógæfu liðsins í vetur. Loks vann Seattle sigur á Toronto 110-97 þar sem Ray Allen sneri sjóðheitur til baka eftir meiðsli og skoraði 28 stig fyrir Seattle og hitti úr 5 af 6 þristum sínum. TJ Ford skoraði 24 stig og gaf 9 stoðsendingar hjá Toronto.
NBA Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira