Mikil dramatík í NBA í nótt 21. desember 2006 12:04 Stórleikur LeBron James gegn New Jersey dugði skammt NordicPhotos/GettyImages Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og spennan gríðarleg á nokkrum vígstöðvum. New York vann annan leikinn í röð um leið og lokaflautið gall og veðurguðirnir virðast vilja sjá Allen Iverson spila með Denver, því leik liðsins gegn Phoenix í gær var frestað vegna snjóstorms og því verður Iverson orðinn löglegur með liðinu þegar það mætir Phoenix. New York lagði Charlotte 111-109 í tvíframlengdum leik þar sem David Lee skoraði sigurkörfuna með því að blaka boltanum í körfuna þegar lokaflautið gall. Gerald Wallace skoraði 28 stig fyrir Charlotte en Channing Frye skoraði 30 fyrir New York. Utah vann ævintýralegan sigur á Atlanta 112-106 eftir að hafa verið 21 stigi undir fyrir lokaleikhlutann. Utah vann fjórða leikhlutann 40-13 og tryggði sér sigur í leik sem virtist gjörtapaður. Mehmet Okur skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir Utah og Joe Johnson skoraði 28 stig fyrir Atlanta. Það sama var uppi á teningnum í Minneapolis þar sem LA Lakers lagði Minnesota 111-94. Lakers vann fjórða leikhlutann 34-7. Kobe Bryant skoraði 24 stig fyrir Lakers og Ricky Davis og Kevin Garnett skoruðu 22 stig hvor fyrir Minnesota. TJ Ford skoraði sigurkörfu Toronto um leið og lokaflautið gall gegn LA Clippers og tryggði Toronto 98-96 sigur. Fred Jones skoraði 23 stig fyrir Toronto en Elton Brand skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers. Orlando lagði New Orleans 86-83 á heimavelli. Grant Hill skoraði 21 stig fyrir Orlando en Chris Paul skoraði 19 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir New Orleans. Indiana færði Philadelphia 12. tapið í röð með 101-93 sigri á útivelli. Jermaine O´Neal skoraði 34 stig og hirti 11 fráköst fyrir Indiana en Kyle Korver og Andre Iquodala skoruðu 20 stig hvor fyrir Philadelphia. Golden State afstýrði 8 leikja taphrinu á útivelli með 96-95 sigri á Boston sem hafði unnið fimm leiki í röð. Baron Davis skoraði 31 stig fyrir Golden State en Paul Pierce skoraði 27 stig fyrir Boston. Milwaukee burstaði Miami 121-95. Michael Redd skoraði 28 stig fyrir Milwaukee og Mo Williams skoraði 19 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Dwyane Wade skoraði 27 stig fyrir Miami. New Jersey vann Cleveland 113-111 í æsilegum leik. Vince Carter skoraði 38 stig fyrir New Jersey en LeBron James skoraði 37 stig fyrir Cleveland. San Antonio lagði Memphis 105-98. Tim Duncan skoraði 21 stig fyrir San Antonio og hitti úr öllum skotum sínum utan af velli, en Mike Miller skoraði 22 stig fyrir Memphis. Portland vann Houston 89-87 og vann þar með fimmta leik sinn í röð. Yao Ming skoraði 34 stig fyrir Houston en Zach Randolph skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst fyrir Portland. Loks vann Dallas auðveldan sigur á Seattle 103-95 þrátt fyrir að Dirk Nowitzki þyrfti að fara af velli í öðrum leikhluta eftir að hafa snúið sig á ökkla. Eric Dampier skoraði 22 stig og hirti 16 fráköst fyrir Dallas en Luke Ridnour skoraði 21 stig fyrir Seattle. NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt og spennan gríðarleg á nokkrum vígstöðvum. New York vann annan leikinn í röð um leið og lokaflautið gall og veðurguðirnir virðast vilja sjá Allen Iverson spila með Denver, því leik liðsins gegn Phoenix í gær var frestað vegna snjóstorms og því verður Iverson orðinn löglegur með liðinu þegar það mætir Phoenix. New York lagði Charlotte 111-109 í tvíframlengdum leik þar sem David Lee skoraði sigurkörfuna með því að blaka boltanum í körfuna þegar lokaflautið gall. Gerald Wallace skoraði 28 stig fyrir Charlotte en Channing Frye skoraði 30 fyrir New York. Utah vann ævintýralegan sigur á Atlanta 112-106 eftir að hafa verið 21 stigi undir fyrir lokaleikhlutann. Utah vann fjórða leikhlutann 40-13 og tryggði sér sigur í leik sem virtist gjörtapaður. Mehmet Okur skoraði 30 stig og hirti 10 fráköst fyrir Utah og Joe Johnson skoraði 28 stig fyrir Atlanta. Það sama var uppi á teningnum í Minneapolis þar sem LA Lakers lagði Minnesota 111-94. Lakers vann fjórða leikhlutann 34-7. Kobe Bryant skoraði 24 stig fyrir Lakers og Ricky Davis og Kevin Garnett skoruðu 22 stig hvor fyrir Minnesota. TJ Ford skoraði sigurkörfu Toronto um leið og lokaflautið gall gegn LA Clippers og tryggði Toronto 98-96 sigur. Fred Jones skoraði 23 stig fyrir Toronto en Elton Brand skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Clippers. Orlando lagði New Orleans 86-83 á heimavelli. Grant Hill skoraði 21 stig fyrir Orlando en Chris Paul skoraði 19 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir New Orleans. Indiana færði Philadelphia 12. tapið í röð með 101-93 sigri á útivelli. Jermaine O´Neal skoraði 34 stig og hirti 11 fráköst fyrir Indiana en Kyle Korver og Andre Iquodala skoruðu 20 stig hvor fyrir Philadelphia. Golden State afstýrði 8 leikja taphrinu á útivelli með 96-95 sigri á Boston sem hafði unnið fimm leiki í röð. Baron Davis skoraði 31 stig fyrir Golden State en Paul Pierce skoraði 27 stig fyrir Boston. Milwaukee burstaði Miami 121-95. Michael Redd skoraði 28 stig fyrir Milwaukee og Mo Williams skoraði 19 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Dwyane Wade skoraði 27 stig fyrir Miami. New Jersey vann Cleveland 113-111 í æsilegum leik. Vince Carter skoraði 38 stig fyrir New Jersey en LeBron James skoraði 37 stig fyrir Cleveland. San Antonio lagði Memphis 105-98. Tim Duncan skoraði 21 stig fyrir San Antonio og hitti úr öllum skotum sínum utan af velli, en Mike Miller skoraði 22 stig fyrir Memphis. Portland vann Houston 89-87 og vann þar með fimmta leik sinn í röð. Yao Ming skoraði 34 stig fyrir Houston en Zach Randolph skoraði 24 stig og hirti 13 fráköst fyrir Portland. Loks vann Dallas auðveldan sigur á Seattle 103-95 þrátt fyrir að Dirk Nowitzki þyrfti að fara af velli í öðrum leikhluta eftir að hafa snúið sig á ökkla. Eric Dampier skoraði 22 stig og hirti 16 fráköst fyrir Dallas en Luke Ridnour skoraði 21 stig fyrir Seattle.
NBA Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti