Gengi krónunnar hefur lækkað um 0,28 prósent í kjölfar 25 punkta hækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands í morgun. Greiningardeild Glitnis segir hækkunina í takti við það sem Seðlabankinn boðaði í verðbólguspá sinni í byrjun nóvember.
Greiningardeildin segir í Morgunkorni sínum í dag að aðgerðin sé til þess fallin að undirbyggja trúverðugleika bankans. Ekki sé vanþörf á því skilaboð bankans hafi verið fremur misvísandi. Í ljósi þessa útilokar Glitnir ekki frekari hækkun stýrivaxta þótt það sé ólíklegt.