Actavis hefur keypt verksmiðju indverska lyfjafyrirtækisins Grandix Pharmaceuticals, sem sérhæfir sig í framleiðslu og þróun samheitalyfja. auk þess sem Actavis hefur opnað nýja þróunareiningu á Indlandi sem mun sérhæfa sig í þróun virkra lyfjaefna.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir, að kaupverð sé ekki gefið upp.
Hjá verksmiðjunni, sem stofnuð var fyrir áratug, starfa 100 manns en hún sérhæfir sig í framleiðslu og þróun á samheitalyfjum. Verksmiðjan framleiðir fjölda samheitalyfja í töfluformi og er afkastageta hennar um 700 milljónir taflna á ári og hefur Actavis áform um að auka hana í 4 milljarða taflna á næstu 18 mánuðum, auk þess að styrkja þróunar og skráningareiningu verksmiðjunnar enn frekar.
Þetta er fyrsta lyfjaverksmiðja Actavis á Indlandi og telja stjórnendur fyrirtækisins að hún geti þjónað mikilvægu hlutverki í harðnandi samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum. Þá er hún liður í því markmiði samstæðunnar að auka enn frekar framlegð sína á næstu árum.
Þróunareining Actavis á Indlandi er 1000 fermetra af stærð en þar mun verða þróuð virk lyfjefni fyrir hluta af þeim lyfjum sem markaðssett verða á næstu árum í Bandaríkjunum og Evrópu. Markmið félagsins er að þróa framleiðsluferli fyrir 10-15 virk lyfjaefni á ári og er þróun nú þegar hafin á 10 þeirra og um 50 starfsmenn verið ráðnir til að sinna þróun þeirra.
Actavis kaupir lyfjaverksmiðju á Indlandi

Mest lesið

Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist
Viðskipti innlent


Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum
Viðskipti erlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun
Viðskipti innlent

Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka
Viðskipti innlent

Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna
Viðskipti innlent

Síðasti dropinn á sögulegri stöð
Viðskipti innlent

Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent
Viðskipti innlent

Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið
Viðskipti innlent