Actavis hefur keypt verksmiðju indverska lyfjafyrirtækisins Grandix Pharmaceuticals, sem sérhæfir sig í framleiðslu og þróun samheitalyfja. auk þess sem Actavis hefur opnað nýja þróunareiningu á Indlandi sem mun sérhæfa sig í þróun virkra lyfjaefna.
Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir, að kaupverð sé ekki gefið upp.
Hjá verksmiðjunni, sem stofnuð var fyrir áratug, starfa 100 manns en hún sérhæfir sig í framleiðslu og þróun á samheitalyfjum. Verksmiðjan framleiðir fjölda samheitalyfja í töfluformi og er afkastageta hennar um 700 milljónir taflna á ári og hefur Actavis áform um að auka hana í 4 milljarða taflna á næstu 18 mánuðum, auk þess að styrkja þróunar og skráningareiningu verksmiðjunnar enn frekar.
Þetta er fyrsta lyfjaverksmiðja Actavis á Indlandi og telja stjórnendur fyrirtækisins að hún geti þjónað mikilvægu hlutverki í harðnandi samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum. Þá er hún liður í því markmiði samstæðunnar að auka enn frekar framlegð sína á næstu árum.
Þróunareining Actavis á Indlandi er 1000 fermetra af stærð en þar mun verða þróuð virk lyfjefni fyrir hluta af þeim lyfjum sem markaðssett verða á næstu árum í Bandaríkjunum og Evrópu. Markmið félagsins er að þróa framleiðsluferli fyrir 10-15 virk lyfjaefni á ári og er þróun nú þegar hafin á 10 þeirra og um 50 starfsmenn verið ráðnir til að sinna þróun þeirra.
Actavis kaupir lyfjaverksmiðju á Indlandi

Mest lesið

Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair
Viðskipti innlent


„Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“
Viðskipti innlent

Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum
Viðskipti innlent

Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna
Viðskipti innlent

Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur
Viðskipti innlent

Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna
Viðskipti innlent



Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart
Viðskipti innlent