Dauðadómur í Líbíu 19. desember 2006 19:15 Dómstóll í Líbíu hefur dæmt fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og palestínskan lækni til dauða fyrir að myrða rúmlega fjögur hundruð líbönsk börn. Þeim er gefið að sök að hafa sýkt börnin viljandi með HIV-vírusnum sem veldur alnæmi. Hjúkrunarkonurnar og læknirinn hófu störf í bænum Benghazi árið 1998. Ári síðar voru þau ákærð fyrir að hafa viljandi smitað fjögur hundruð tuttugu og sex börn. Síðan málið var tekið til meðferðar hafa fimmtíu og tvö þeirra látist. Fólkið var sakfellt og dæmd til dauða árið 2004, en sá dómur var kærður til hæstaréttar sem ógilti hann á þeim forsendum að málsmeðferð hefði verið ábótavant. Málið var þá tekið fyrir á ný og nú liggur dómur undirréttar fyrir. Honum verður áfrýjað. Verjendur segja HIV veiruna hafa skotið sér niður á sjúkrahúsinu áður en ákærðu hafi komið til starfa þar. Þau drógu upphaflegar játningar til baka og sögðust hafa verið pyntuð. Ashraf al-Hazouz, einn sakborninga, segir ekki hægt að trúa því sem fram komi í líbískum fjölmiðlum. Allt sem hafi komið fram við réttarhöldin sé lygi. Logið sé til um að þau tengist málinu og ekki byggt á læknisfræðilegum rökum eða lagalegum. Evrópuríki, Bandaríkin og alþjóðleg mannréttindasamtök segja hjúkrunarkonurnar og lækninn blórabögla. Ekki sé tekið á hreinlætismálum í sjúkrahúsum í Líbíu. Ættingjar barnanna fögnuðu þegar dómurinn lá fyrir í morgun. Ibrahim Mohammed al-Aurabi, faðir eins barnsins, segir þetta dóm fyrir alla frjálsa Líbíumenn. Dómurinn gleðji alla landa sína. Hann sagði þetta sigur fyrir líbískt réttarkerfi og blessun frá Guði. Líbísk stjórnvöld hafa farið fram á það að ættingjum hvers barns verði greiddar jafnvirði rúmlega níu hundruð milljónum íslenskra króna í bætur. Þá yrði dómurinn mildaður. Þessu tilboði hefur verið hafnað. Erlent Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Dómstóll í Líbíu hefur dæmt fimm búlgarskar hjúkrunarkonur og palestínskan lækni til dauða fyrir að myrða rúmlega fjögur hundruð líbönsk börn. Þeim er gefið að sök að hafa sýkt börnin viljandi með HIV-vírusnum sem veldur alnæmi. Hjúkrunarkonurnar og læknirinn hófu störf í bænum Benghazi árið 1998. Ári síðar voru þau ákærð fyrir að hafa viljandi smitað fjögur hundruð tuttugu og sex börn. Síðan málið var tekið til meðferðar hafa fimmtíu og tvö þeirra látist. Fólkið var sakfellt og dæmd til dauða árið 2004, en sá dómur var kærður til hæstaréttar sem ógilti hann á þeim forsendum að málsmeðferð hefði verið ábótavant. Málið var þá tekið fyrir á ný og nú liggur dómur undirréttar fyrir. Honum verður áfrýjað. Verjendur segja HIV veiruna hafa skotið sér niður á sjúkrahúsinu áður en ákærðu hafi komið til starfa þar. Þau drógu upphaflegar játningar til baka og sögðust hafa verið pyntuð. Ashraf al-Hazouz, einn sakborninga, segir ekki hægt að trúa því sem fram komi í líbískum fjölmiðlum. Allt sem hafi komið fram við réttarhöldin sé lygi. Logið sé til um að þau tengist málinu og ekki byggt á læknisfræðilegum rökum eða lagalegum. Evrópuríki, Bandaríkin og alþjóðleg mannréttindasamtök segja hjúkrunarkonurnar og lækninn blórabögla. Ekki sé tekið á hreinlætismálum í sjúkrahúsum í Líbíu. Ættingjar barnanna fögnuðu þegar dómurinn lá fyrir í morgun. Ibrahim Mohammed al-Aurabi, faðir eins barnsins, segir þetta dóm fyrir alla frjálsa Líbíumenn. Dómurinn gleðji alla landa sína. Hann sagði þetta sigur fyrir líbískt réttarkerfi og blessun frá Guði. Líbísk stjórnvöld hafa farið fram á það að ættingjum hvers barns verði greiddar jafnvirði rúmlega níu hundruð milljónum íslenskra króna í bætur. Þá yrði dómurinn mildaður. Þessu tilboði hefur verið hafnað.
Erlent Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira