300 handteknir í Kaupmannahöfn 17. desember 2006 13:00 Á þriðja hundrað manns voru handtekin þegar til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Grjóti og flöskum var kastað að lögreglu sem svaraði með því að skjóta táragasi á mannfjöldann. Upptök mótmælanna má rekja til dóms Eystri-Landsréttar í vikunni um að rýma beri félagsmiðstöð sem borgaryfirvöld seldu kristnu trúfélagi fyrir nokkrum árum. Hópur róttæklinga hefur hafst þar við frá árinu 1982 og var ekki á þeim buxunum að yfirgefa húsið. Frá því dómurinn var kveðinn upp hafa friðsöm mótmæli farið fram en í gærkvöld sauð hins vegar upp úr. Þá voru um þúsund manns samankomnir á Nørrebro í miðborginni. Mönnum ber ekki saman um hver upptökin að óeirðunum voru, lögregla segir að mótmælendur hafi byrjað að kasta að sér grjóti, flöskum, flugeldum og öðru lauslegu og því hafi hún ákveðið að láta til skarar skríða. Dagblaðið Politiken hefur hins vegar eftir mótmælendunum að lögreglan hafi borið ábyrgð á því hvernig fór. Hver sem ber ábyrgðina eru allir sammála um að heiftarleg átök brutust út þar sem táragasi var skotið inn í mannþröngina. Talsmaður lögreglunnar segir langt síðan til slíkra óláta hafi komið í höfuðborginni, raunar hafi svæðið helst líkst vígvelli. Um síðir tókst laganna vörðum með aðstoð brynvarinna ökutækja að skipta æstum múgnum upp í smærri fylkingar og þegar yfir lauk höfðu tæplega þrjú hundruð manns verið færðir í fangageymslur. Fjórir lögreglumenn hlutu sár í átökunum og sömuleiðis nokkrir mótmælendanna. Erlent Fréttir Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Á þriðja hundrað manns voru handtekin þegar til átaka kom á milli mótmælenda og lögreglu í Kaupmannahöfn í gærkvöld. Grjóti og flöskum var kastað að lögreglu sem svaraði með því að skjóta táragasi á mannfjöldann. Upptök mótmælanna má rekja til dóms Eystri-Landsréttar í vikunni um að rýma beri félagsmiðstöð sem borgaryfirvöld seldu kristnu trúfélagi fyrir nokkrum árum. Hópur róttæklinga hefur hafst þar við frá árinu 1982 og var ekki á þeim buxunum að yfirgefa húsið. Frá því dómurinn var kveðinn upp hafa friðsöm mótmæli farið fram en í gærkvöld sauð hins vegar upp úr. Þá voru um þúsund manns samankomnir á Nørrebro í miðborginni. Mönnum ber ekki saman um hver upptökin að óeirðunum voru, lögregla segir að mótmælendur hafi byrjað að kasta að sér grjóti, flöskum, flugeldum og öðru lauslegu og því hafi hún ákveðið að láta til skarar skríða. Dagblaðið Politiken hefur hins vegar eftir mótmælendunum að lögreglan hafi borið ábyrgð á því hvernig fór. Hver sem ber ábyrgðina eru allir sammála um að heiftarleg átök brutust út þar sem táragasi var skotið inn í mannþröngina. Talsmaður lögreglunnar segir langt síðan til slíkra óláta hafi komið í höfuðborginni, raunar hafi svæðið helst líkst vígvelli. Um síðir tókst laganna vörðum með aðstoð brynvarinna ökutækja að skipta æstum múgnum upp í smærri fylkingar og þegar yfir lauk höfðu tæplega þrjú hundruð manns verið færðir í fangageymslur. Fjórir lögreglumenn hlutu sár í átökunum og sömuleiðis nokkrir mótmælendanna.
Erlent Fréttir Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira