Abbas boðar kosningar 16. desember 2006 12:13 Mahmoud Abbas forseti Palestínu sagði í ræðu nú í morgun að Hamas-samtökin bæru ábyrgð á róstunum sem nú ríkja á heimastjórnarsvæðunum. Hann hótaði að leysa ríkisstjórnina frá völdum og lét að því liggja að þing- og forsetakosningar væru á næsta leiti. Alger upplausn hefur ríkt á herteknu svæðunum undanfarna daga vegna síendurtekinn skæra Hamas-liða og stuðningsmanna Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas. Skotið var á bíl Ismail Haniyeh, forsætisráðherra og einn leiðtoga Hamas, við landamæri Egyptalands og Gaza í fyrrinótt og í gær særðust á fjórða tug manna í átökum á Vesturbakkanum og á Gaza. Í morgun var hins vegar allt með kyrrum kjörum enda höfðu leiðtogar fylkinganna beðið liðsmenn sína um að halda ró sinni. Þannig benti Khaled Mashaal, leiðtogi Hamas sem situr í útlegð í Sýrlandi, í yfirlýsingu sinni á að baráttan ætti að beinast gegn hernámi Ísraela en ekki gegn öðrum Palestínumönnum. Abbas forseti hélt svo sannkallaða þrumuræðu nú á tólfta tímanum. Þar sagði hann Hamas bera ábyrgð á óöldinni í Palestínu undanfarna daga en undirstrikaði jafnframt vandlega að hann myndi ekki láta það viðgangast að borgarastríð brytist út. Hann minnti auk þess á rétt sinn sem forseta til að leysa upp heimastjórnina, en henni hafa Hamas samtökin stýrt undanfarin misseri. "Ég þarf ekki á ríkisstjórn að halda mér til skemmtunar, ég þarf ríkisstjórn sem er fær um að fá þvingunum Vesturlanda aflétt," bætti hann við og vísaði þar til þess að Bandaríkin og Evrópusambandið hafa fryst allar styrkveitingar til Palestínu vegna Hamas-stjórnarinnar. Forsetinn klykkti svo loks út með því að segja að hann vildi að þing- og forsetakosningar yrðu haldnar svo fljótt sem auðið væri. Erlent Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
Mahmoud Abbas forseti Palestínu sagði í ræðu nú í morgun að Hamas-samtökin bæru ábyrgð á róstunum sem nú ríkja á heimastjórnarsvæðunum. Hann hótaði að leysa ríkisstjórnina frá völdum og lét að því liggja að þing- og forsetakosningar væru á næsta leiti. Alger upplausn hefur ríkt á herteknu svæðunum undanfarna daga vegna síendurtekinn skæra Hamas-liða og stuðningsmanna Fatah-hreyfingar Mahmouds Abbas. Skotið var á bíl Ismail Haniyeh, forsætisráðherra og einn leiðtoga Hamas, við landamæri Egyptalands og Gaza í fyrrinótt og í gær særðust á fjórða tug manna í átökum á Vesturbakkanum og á Gaza. Í morgun var hins vegar allt með kyrrum kjörum enda höfðu leiðtogar fylkinganna beðið liðsmenn sína um að halda ró sinni. Þannig benti Khaled Mashaal, leiðtogi Hamas sem situr í útlegð í Sýrlandi, í yfirlýsingu sinni á að baráttan ætti að beinast gegn hernámi Ísraela en ekki gegn öðrum Palestínumönnum. Abbas forseti hélt svo sannkallaða þrumuræðu nú á tólfta tímanum. Þar sagði hann Hamas bera ábyrgð á óöldinni í Palestínu undanfarna daga en undirstrikaði jafnframt vandlega að hann myndi ekki láta það viðgangast að borgarastríð brytist út. Hann minnti auk þess á rétt sinn sem forseta til að leysa upp heimastjórnina, en henni hafa Hamas samtökin stýrt undanfarin misseri. "Ég þarf ekki á ríkisstjórn að halda mér til skemmtunar, ég þarf ríkisstjórn sem er fær um að fá þvingunum Vesturlanda aflétt," bætti hann við og vísaði þar til þess að Bandaríkin og Evrópusambandið hafa fryst allar styrkveitingar til Palestínu vegna Hamas-stjórnarinnar. Forsetinn klykkti svo loks út með því að segja að hann vildi að þing- og forsetakosningar yrðu haldnar svo fljótt sem auðið væri.
Erlent Fréttir Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira