
Enski boltinn
Terry fer fram á réttarhöld í máli sínu

Enski landsliðsmaðurinn John Terry hjá Chelsea hefur farið fram á að réttað verði sérstaklega í máli sínu frá því þann 5. nóvember þegar hann fékk að líta rauða spjaldið í leik Tottenham og Chelsea. Terry segir dómarann Graham Poll hafa verið tvísaga þegar hann greindi frá ástæðu brottrekstursins og krefst þess að aganefndin hlusti á framburð sinn.