Orð Olmerts sögð rangtúlkuð 12. desember 2006 18:45 Ísraelskt stjórnmálalíf er á öðrum endanum eftir að Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, nefndi Ísrael í hópi kjarnorkuvelda í sjónvarpsviðtali sem birt var í gær. Stjórnarliðar segja orð hans rangtúlkuð en stjórnarandstæðingar segja forsætisráðherrann hins vegar vanhæfan í varnarmálum og vilja að hann víki. Olmert lét ummælin falla í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina SAT 1 sem tekið var upp á föstudaginn og sýnt í gær. Þar var hann spurður um kjarnorkudeiluna við Írana. Hann sagði ekki hægt að bera Íran saman við önnur ríki sem ráði yfir kjarnorkuvopnum. Ríki á borð við Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Rússland. Það væru siðaðar þjóðir sem hótuðu ekki öðrum ríkjum með kjarnorkuvopnum. Hann sagði Ísrael lýðræðisríki sem hefði aldri hótað að eyða öðru ríki líkt og stjórnvöld í Teheran gerðu opinberlega í hvert sinn sem rætt væri um Ísrael. Þetta sé ríkið sem sækist eftir að verða sér úti um kjarnorkuvopn líkt og Bandaríkjamenn, Frakkar, Ísraelar og Rússar. Þessi síðasta setning hefur vakið mikla athygli enda hafa Ísraelar hingað til ekki viljað svara því hvort þeir eigi kjarnorkuvopn. Stjórnarliðar segja ekki um stefnubreytingu að ræða, orð forsætisráðherrans séu rangtúlkuð, en stjórnarandstæðingar segja þetta enn eina vísbendingu þess að hann sé vanhæfur í varnarmálum og vilja margir þeirra að hann víki. Magnús Ólafsson, einn framkvæmdastjóra Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, segir stofnunina ekki tjá sig um ummæli Olmerts eða Roberts Gates, verðandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem sagði fyrir viku á fundi með varnarmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings að Íranar ásældust kjarnavopn því nágrannar þeirra í öllum höfuðáttum ættu þau, þar á meðal Ísraelar. Magnús segir stofnunina hafa metið það þannig að Ísraelar eigi kjarnorkuvopn. Flestar þjóðir hafi tekið svör þeirra þannig. Það sem valdi erfiðleikum sé að Ísraelar séu ekki aðilar að Samningnum um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna og það séu Indverjar og Pakistanar ekki heldur. Það þýði að eftirlitssveitir Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar hafi ekki aðgang að Ísrael. Magnús segir það mat Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar að Ísraelar eigi um 100 kjarnaodda. Það sé töluvert meira en Indverjar og Pakistanar, sem eigi um 20. Erlent Fréttir Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira
Ísraelskt stjórnmálalíf er á öðrum endanum eftir að Ehud Olmert, forsætisráðherra landsins, nefndi Ísrael í hópi kjarnorkuvelda í sjónvarpsviðtali sem birt var í gær. Stjórnarliðar segja orð hans rangtúlkuð en stjórnarandstæðingar segja forsætisráðherrann hins vegar vanhæfan í varnarmálum og vilja að hann víki. Olmert lét ummælin falla í viðtali við þýsku sjónvarpsstöðina SAT 1 sem tekið var upp á föstudaginn og sýnt í gær. Þar var hann spurður um kjarnorkudeiluna við Írana. Hann sagði ekki hægt að bera Íran saman við önnur ríki sem ráði yfir kjarnorkuvopnum. Ríki á borð við Bandaríkin, Bretland, Frakkland og Rússland. Það væru siðaðar þjóðir sem hótuðu ekki öðrum ríkjum með kjarnorkuvopnum. Hann sagði Ísrael lýðræðisríki sem hefði aldri hótað að eyða öðru ríki líkt og stjórnvöld í Teheran gerðu opinberlega í hvert sinn sem rætt væri um Ísrael. Þetta sé ríkið sem sækist eftir að verða sér úti um kjarnorkuvopn líkt og Bandaríkjamenn, Frakkar, Ísraelar og Rússar. Þessi síðasta setning hefur vakið mikla athygli enda hafa Ísraelar hingað til ekki viljað svara því hvort þeir eigi kjarnorkuvopn. Stjórnarliðar segja ekki um stefnubreytingu að ræða, orð forsætisráðherrans séu rangtúlkuð, en stjórnarandstæðingar segja þetta enn eina vísbendingu þess að hann sé vanhæfur í varnarmálum og vilja margir þeirra að hann víki. Magnús Ólafsson, einn framkvæmdastjóra Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar, segir stofnunina ekki tjá sig um ummæli Olmerts eða Roberts Gates, verðandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sem sagði fyrir viku á fundi með varnarmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings að Íranar ásældust kjarnavopn því nágrannar þeirra í öllum höfuðáttum ættu þau, þar á meðal Ísraelar. Magnús segir stofnunina hafa metið það þannig að Ísraelar eigi kjarnorkuvopn. Flestar þjóðir hafi tekið svör þeirra þannig. Það sem valdi erfiðleikum sé að Ísraelar séu ekki aðilar að Samningnum um takmörkun á útbreiðslu kjarnorkuvopna og það séu Indverjar og Pakistanar ekki heldur. Það þýði að eftirlitssveitir Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar hafi ekki aðgang að Ísrael. Magnús segir það mat Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar að Ísraelar eigi um 100 kjarnaodda. Það sé töluvert meira en Indverjar og Pakistanar, sem eigi um 20.
Erlent Fréttir Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Sjá meira